Miðvikudagur, 3. júní 2009
Fjölmiðlaelítan beitir þöggun
Í gær kynnti Heimssýn niðurstöður skoðanakönnunar Capacent Gallup um afstöðu þjóðarinnar til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Meðal niðurstaðna er að lítill áhugi er fyrir viðræðum og meirihluti þjóðarinnar telur að betur sé heima setið en lagt af stað í Brusselleiðangur.
Mbl.is gerði könnuninni skil en prentútgáfa Morgunblaðsins sá ekki ástæðu til að fjalla um málið. Háværust var þögn RÚV-miðlana. Hvorki Sjónvarpið né Ríkisútvarpið sögðu frá könnun Capacent Gallup. Báðir miðlar segja reglulega frá niðurstöðum kannana sem eru jákvæðar fyrir aðildarsinna. Raunar auglýsti RÚV fyrir skemmstu liðlangan daginn að um kvöldið yrði sagt frá nýrri Evrópukönnunin og átti hún að skjóta stoðum undir málflutning aðildarsinna.
Fagleg staða RÚV-miðla er orðin heldur bágborin þegar þetta er frammistaðan í þjóðþrifamálum.
Könnunina má lesa í heild hér.
Athugasemd að kveldi 3. júlí: Fréttastofa Útvarps gerði könnuninni skil í hádegisfréttum í dag.
Athugasemdir
Þetta hefur yfir sér blæ þöggunar, ég er sammála því.
En hvaða elítu er hér verið að tala um? Eru ekki flestir almennilegir fjölmiðlamenn búnir að flýja þennan bransa með þeim afleiðingum að eftir eru ungir krakkar sem ráðnir eru á skítalaunum?
Mér sýnist það. Fjölmiðlarnir hérna eru líka algjört rusl og í rauninni ónýtir.
Ég sé enga elítu í íslenskum fjölmiðlum.
Gylfi (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 09:52
Finnst reyndar skrítið hvernig lesið er úr þessari könnun. Þarna er spurt: Hversu mikla eða litla áherslu telur þú að ný ríkisstjórn eigi að leggja í að hefja aðildarviðræður við ESB?:
Niðurstöður skv. töflu eru
Mjög mikla áherslu 177 eða 21%
Frekar mikla áherslu 161 eða 20%
Hvorki né 112% eða 13,8%
Frekar litla áherslu 96 eða 11,9%
Mjög litla áherslu 261 eða 32%
Ég get ekki lesið út úr þessu að meirihluti sé á móti aðildaviðræðum. Heldur að 68% af þjóðinni er með aðildaviðræðum þó það sé hópur lítill sem telur að annað sé brýnna. Og svo eru 32% eru ekki móti ESB en telja að ekki eigi að leggja mikla áherslu á aðildaviðræður.
Það er t.d. skrýtið að þarna er ekki möguleiki fyrir fólk að svara: "Alls enga áherslu". Því að þeir sem vilja litla áherslu á ESB viðræður þurfa ekki að vera á móti þeim.
Magnús Helgi Björgvinsson, 3.6.2009 kl. 10:16
http://axelthor.blog.is/blog/axelthor/entry/889591/
Axel Þór Kolbeinsson, 3.6.2009 kl. 10:52
Niðurstöður þessarar skoðanakönnunar Gallup sýna fyrst og fremst það að engin sérstök krafa er um það frá almenningi að sótt hafnar verði viðræður um inngöngu í Evrópusambandið eins og Evrópusambandssinnar með Samfylkinguna fremsta í flokki hafa haldið fram og réttlætt brölt sitt með síðustu vikur.
Hjörtur J. Guðmundsson, 3.6.2009 kl. 10:53
Einhvern veginn á ég bágt með að taka frétt alvarlega eða sem dæmi um hlutlausa fjölmiðlun þegar ákveðnir aðilar eru afgreiddir í fyrirsögn sem Evrópu-hatarar vegna skoðana sinna. Hér á landi finnast slíkar fyrirsagnir sennilega bara í DV í mesta lagi.
Hjörtur J. Guðmundsson, 3.6.2009 kl. 11:05
Svo er spurning hversu góður mælikvarði kosningarnar til Evrópusambandsþingsins eru á stöðu flokka þar sem sífellt færri hafa frá upphafi haft fyrir því að taka þátt í þeim kosningum. Óttast er að þátttakan verði aðeins um þriðjungur í ár en var í síðustu kosningunum 2004 aðeins um 45%.
Einar nefnir Pólland og Tékkland sérstaklega. Í síðustu kosningum til Evrópusambandsþingsins var kosningaþátttaka í Póllandi um 21% og 28% í Tékklandi. Í báðum þessum löndum eru stórir stjórnmálaflokkar sem eru andsnúnir Evrópusambandinu eða mjög gagnrýnir á það og sem hafa sem slíkir verið aðilar að ríkisstjórnum.
Hjörtur J. Guðmundsson, 3.6.2009 kl. 11:18
Ég heyrði ekki betur en að RÚV væri með þetta í hádegisfréttunum áðan. Hins vegar finnst mér þessi skoðanakönnun í meira lagi skrýtin því að ekki er beinlínis verið að spyrja um skoðanir fólks varðandi ESB. Reynt er að blanda saman ólíkum (en þó skyldum) verkefnum Alþingis til að komast að þeirri augljósu niðurstöðu að fleirum finnist mikilvægt að vinna í bráðaaðgerðum fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu heldur en að hefja aðildarviðræður við ESB. Svo notar Heimssýn skáldaleyfi með því að birta fyrirsögnina "Aðildarviðræður felldar í skoðanakönnun". Af hverju var ekki spurt beint út í stuðning við aðildarviðræður/umsókn um aðild? Líklega vegna þess að svarið yrði Heimssýn ekki að skapi. Hvort er Heimssýn pólitískt eða trúarlegt félag?
Sigurður Hrellir, 3.6.2009 kl. 13:49
Ég sé ekki fréttina í þessu.
Þjóðinn klofin í afstöðu sinni til ESB viðræðna? Íslendingar telja að leggja eigi áherslu á vanda íslenskra heimila og fyrirtækja? ESB stuðningur stendur og fellur með óákveðnum.
Þetta eru gamlar fréttir það er ekki neitt nýtt í þessu. Þú sem blaðamaður ættir að vita að það þarf að vera vinkill í fréttinn. Hann er ekki til staðar hérna, sorrý. Það verður að vera einhvað nýtt en ekki vituð lumma.
Þú hefðir líka getað PR-ast og skrifað eigin frétt og sent hana á vefmiðlana.
Reyndar minnir mig að Eyjan hafi verið frétt um þetta, sem birtist áður en Heimsýnarmenn höfðu tækifæri til þess að birta könnunnin á heimasíðu sinni.
Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 14:02
Einar:
Já, ekki myndi ég kjósa flokk Evrópuhatara (sbr. fyrirsögn fréttarinnar þinnar) enda hata ég svo sannarlega ekki Evrópu. Ég tel hins vegar hagsmunum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins en innan. En það er allt annað mál.
Hjörtur J. Guðmundsson, 3.6.2009 kl. 14:39
Evrópusambandssinnar, og þá sérstaklega forysta Samfylkingarinnar, hafa haldið því fram að það sé sérstök krafa af hálfu þjóðarinnar að sótt verði um inngöngu í Evrópusambandið. Það verði að gera helzt í gær. Þessi skoðanakönnun sýnir fram á að svo sé alls ekki og þá skiptir engu þó spurningarnar um heimilin og fyrirtækin séu teknar út fyrir sviga.
Hjörtur J. Guðmundsson, 3.6.2009 kl. 14:43
Hefðbundnar skoðanakannanir segja þess utan nákvæmlega ekkert til um það hversu miklu máli það skiptir fólk að sótt verði um inngöngu í Evrópusambandið. Þessi skoðanakönnun Gallup gerir það hins vegar.
Þessi könnun er ennfremur í samræmi við hliðstæðar kannanir sem gerðar voru fyrir síðustu kosningar og kosningarnar þar á undan og sýndu að Evrópumálin voru sá málaflokkur sem var hvað lægst í forgangsröðun fólks.
En það er ánægjulegt hversu þessi könnun fer illa í yfirlýsta Evrópusambandssinna bæði hér og annars staðar. Það er einmitt bezta staðfestingin á því sem vitað var fyrir að niðurstöður hennar eru mjög góðar.
Hjörtur J. Guðmundsson, 3.6.2009 kl. 14:44
Þessi niðurstaða Capacent kemur mér alls ekki á óvart. Að áherslan sé fyrst á heimilin, þá á fyrirtækin í landinu og síðan á ESB. Ef meirihluti þjóðarinnar vill láta reyna á aðildarumsókn, á er mér fyrirmunað að skilja af hverju ekki á að láta á það reyna. Ég hef hins vegar efasemdir um að við fáum ásættanlega niðurstöðu, það kemur þá í ljós.
Mér finnst það hins vegar alveg með ólíkindum hversu litla umræður aðgerðir í efnahagsmálum hafa fengið. Mjög góður þáttur ver fyrir allnokkru með bankastjórnunum, þó betra hefði verið að fá fleiri en einn spyril sem gæti saumað betur að svarendum. Tek undir með Steingrími Sigfússyni, að það er eins og fram sé komin elíta, sem telur að við eigum að ganga í ESB. Fjölmiðlamenn og ákveðinn hópur sérfræðinga. Þessi hópur kemur rökum með aðild afskaplega illa til skila, og er eins og fyrir neðan þeirra virðingu að þurfa að rökstyðja slíka ákvörðun. Einskonar af því bara rök.
Sigurður Þorsteinsson, 3.6.2009 kl. 16:45
Það er hins vegar m.a. athyglisvert við þessa skoðanakönnun að fólk virðist ekki líta á inngöngu í Evrópusambandið sem lausn á vanda fyrirtækja og heimila í landinu. Fólk setur ekkert samasem merki þarna á milli.
Hjörtur J. Guðmundsson, 3.6.2009 kl. 16:50
Rétt að bæta því við að vitanlega er Evrópusambandið engin lausn í þessum efnum en Evrópusambandssinnar með Samfylkinguna fremsta í flokki hafa hins vegar hamrað á því sérstaklega þá mánuði sem liðnir eru frá bankahruninu. En fólk er greinilega ekki að kaupa þetta. Skoðum þetta nánar út frá könnun Gallup:
Tæplega 81% telja að ríkisstjórnin eigi að leggja mjög mikla áherzlu á að leysa fjárhagsvanda heimilanna, rúm 67% mjög mikla áherzlu á að leysa fjárhagsvanda fyrirtækja en einungis tæp 22% mjög mikla áherzlu á að hafnar verði viðræður um inngöngu í Evrópusambandið.
Þetta eru einfaldlega sláandi niðurstöður og segja það eitt að fólk tengir þetta þrennt einfaldlega ekki saman.
Hjörtur J. Guðmundsson, 3.6.2009 kl. 17:19
Eigum við að byrja á þér Einar?
Hvaða aðferð leggur þú til til þess að bjarga landinu frá algeru hruni?
Og hvað mun hún kosta?
Og hvaðan koma þeir fjármunir?
Og svaraðu nú
Axel Þór Kolbeinsson, 3.6.2009 kl. 18:06
Í safni frétta sem þaggaðar eru niður er ekki síst athyglisvert að sjá nýlegt dæmi um Fríverslunarsamning Kanada og EFTA. Nokkuð sem teljast verður fréttnæmt, því Kanadaþing var að samþykkja samningin.....ekki stakt orð um það. En Einar Hansson kannast kannski við það að hafa séð þá frétt.
Haraldur Baldursson, 3.6.2009 kl. 18:31
Einar, ef þér þykir sú spurning heppilegri þá er síminn hjá Gallup 5401000. Þeir gera mér vitanlega allt eins skoðanakannanir fyrir einstaklinga eins og frjáls félagsamtök.
Hjörtur J. Guðmundsson, 3.6.2009 kl. 19:09
Fínt væri einnig að gera viðskiptasamninga við einhver Afríkuríki, Japan, Tævan eða Kóreu. Nú um stundir er helsti hagvöxturinn í heiminum í suðaustur Asíu á meðan Evrópan gamla stendur í stað eða í einum af sínum fimm gírum afturábak.
Ef Rúv er hinsvegar að komast hjá því að fjalla um hluti sem eru óþægilegir fyrir suma starfsmenn sem þar vinna, eins og þessa könnun er það líklega brot á Lögum um Ríkisútvarpið ohf.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 21:30
Einar Hansen & Pétur G.I.
Sem betur fer er ýmislegt þegar komið...og annað á leiðinni, þó Kína sé ekki enn tilbúið. Sjá : http://www.utanrikisraduneyti.is/samningar/friverslunarsamningar//nr/365
Haraldur Baldursson, 3.6.2009 kl. 23:10
Og þetta :
http://www.utanrikisraduneyti.is/stiklur-vefrit/nr/4955
Haraldur Baldursson, 3.6.2009 kl. 23:21
og þetta :
http://www.efta.int/content/free-trade/fta-countries
Haraldur Baldursson, 3.6.2009 kl. 23:22
Já og svo þeir samningar sem eru í gangi :
http://www.efta.int/content/free-trade/ongoing-negotiations-or-talks
Haraldur Baldursson, 3.6.2009 kl. 23:23
Vil benda á pistil sem ég skrifaði fyrir 2 mánuðum um fríverslunarmál.
Axel Þór Kolbeinsson, 4.6.2009 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.