Kínverska öldin gengin í garð

Ódýrt kínverskt vinnuafl skóp bandarískum fjölþjóðafyrirtækjum gróða og neyslugræðgi bandarísks almennings örvaði hagvöxt í Kína. Ríkiskassinn í Kína skilaði afgangi sem var notaður til að kaupa bandarísk ríkisskuldabréf og það hélt vöxtum lágum sem aftur bjó til húsnæðisbólu er sprakk með látum þegar undirmálslánin fengust ekki greidd.

Á þessa leið greinir sagnfræðingurinn Niall Ferguson samskipti Kína og Bandaríkjanna. Hann er meðhöfundur að hugtakinu Kínmeríka en það er samheiti yfir tvo meginvaldapóla veraldar um þessar mundir, Kína og Bandaríkin (Rússland er ekki nefnt né heldur sá útskagi Asíusléttunnar sem kallaður er Evrópa).

Ferguson leiðir að því líkum að fjármálakreppan sem hófst í Bandaríkjunum fyrir tveim árum mun breyta valdajafnvæginu í heiminum Kína í vil. Kringumstæðurökin fyrir breyttu valdajafnvægi eru studd sögulegum rökum um kreppur sem fella stórveldi.

Maður fær fulla samúð með íslenskum ráðamönnum þegar þeir ýmist leggja á flótta til eyja í Miðjarðarhafi eða fela sig í íslenskum sumarbústað til að hitta ekki í Reykjavík tíbetskan múnk sem ráðamenn í Peking hafa illan bifur á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband