Þjóðin vill ekki kíkja í ESB-pakkann

Þessi skoðanakönnun sýnir svo ekki verður um villst að þjóðin hefur ekki áhuga á því að vita hvað býðst í Brussel. Aðildarsinnum hefur liðist að kalla umsókn aðildarviðræður og þegar þjóðin er spurð hvort hún vilji aðildarviðræður þá hefur meirihlutinn lítinn sem engan áhuga á viðræðum. Nærri má geta hvernig þjóðin myndi svara spurningunni: Ertu fylgjandi að Ísland gangi í Evrópusambandið?

Stjórnmálaelítan og fjölmiðlaelítan eru fullkomlega úr takti við þjóðina þegar kemur að spurningunni um aðild Íslands að Evrópusambandinu.


mbl.is Áherslan á heimilin og fyrirtækin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GH

Sú staðreynd að næstum því jafn margirí skoðanakönnun hjá Heimssýn vilja sækja um og þeir sem ekki vilja það er nú tæplega tilefni til að fagna hjá andstæðingum aðildar!

GH, 2.6.2009 kl. 19:08

2 identicon

Til að svara "GH" þá er nú greinilegt samkvæmt þessari könnunn og reyndar fleiri könnunum sem áður hafa verið gerðar að þeir sem vilja ekki einu sinni "aðildarviðræður" eru heldur fleiri en þeir sem eru spenntir fyrir aðildarviðræðum. 

Þó hefur andstaðan við ESB nerið enn eindregnari á móti þegar spurt hefur verið hvort sækja eigu um aðild að ESB og það er akkúrat það sem verður að gera til þess að kostur sé á aðildarviðræðum við ESB. 

En ESB aðildarsinnar hafa oft aðeins viljað spyrja þessarar hálfu villandi spurningar og segja með spurningunni aðeins hálfan sannleikann til þess að reyna að fá hluta fólks til þess að halda að hægt sé að fara í einhverjar aðildarviðræður án þess að senda inn alvöru umsókn um aðild. Þetta hafa þeir gert til þess að reyna að blekkja aðeins fleiri til fylgis við ESB. 

Ég hélt reyndar að um svona stórmál í Íslenskum stjórnmálum þyrfti nú að vera verulegt meirhlutafylgi og það samfleytt um einhvern tíma til þess að það réttlæta það að ætla að fara nú að splundra þjóðinni og kljúfa hana í illvígar fylkingar með því að sækja nú um ESB aðild með þessum hætti.

Ég hélt að þjóðin þyrfti lang helst á einingu og samheldni að halda, en það gerir þessi mjög svo umdeilda umsókn að ESB alls ekki og því síður þegar hún gengur á móti meirhluta þjóðarinnar eins og flest bendir nú til.

En ESB sinnar og fjölmiðlaelítan reyna alltaf að láta sem svo að þessi ESB rétttrúnaður sé hinn stóri og mikili meirhluti þjóðarinnar.

Það er stærsta blekking íslenskra stjórnmála um þessar mundir. 

                   ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 19:36

3 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Málið er að flestir eru að taka afstöðu án þess að vita nokkuð um hvað málið snýst, almenningur upp til hópa hefur enga hugmynd um hvað kemur út úr þessu nema að viðræður fari fram.  Fyrir mína parta þá er það heimska að svara hvort maður er fylgjandi eða á móti aðild þegar við vitum í raun ekkert um hvað málið snýst. 

 Ég segi fyrir mína parta að ég treysi mér ekki til að taka afstöðu fyrr en ég veit meira um hvað málið snýst.  Annað er bjánaskapur.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 2.6.2009 kl. 19:43

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Þjóðin þarf ekki að kíkja í pakkann, nóg er vitað um innihaldið til að hafna því.

Að kjósa frá sér forræði yfir eigin velferð getur aldrei varðað veginn til hagsældar.

Haraldur Hansson, 2.6.2009 kl. 19:49

5 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Eðvarð,

Ég krefst þess að við göngum í samband við Kína og hefjum viðræður um aðild sem fyrst. Þú getur alls ekki verið á móti því, vegna þess að þú veist ekki hvað er í boði...

Frosti Sigurjónsson, 2.6.2009 kl. 20:20

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Heyr! heyr! Sjáið ef þið ætlið ekki að selja húsið ykkar þá farið þið ekki til fasteignasalans. Ef menn ætla ekki að selja sin ESB þá tölum við ekki við þá. Þetta mál er ekki fyrir spákaupmenn en það virðist vera svo að Alþingi sé fullt af þeim. Það verður stríð hér ef við verðu blekktir inn í ESB.

Valdimar Samúelsson, 2.6.2009 kl. 20:40

7 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Það er flott og fínt Frosti, svo lengi sem þjóðin eigi lokaorðið.

Páll Geir Bjarnason, 2.6.2009 kl. 20:56

8 identicon

Frænka mín hringdi i mig og spurði hvort ég hæéldi að rauður eða grænn kjóll færi henni betur ? Ég sagðist ekki getað svarað því án þess að sjá hana í þessum litum..... Arfavitlaus þessi umræða um ESB ! Hvernig á að taka afstöðu með eða á móti því sem við vitum ekki hvað er ?

Ína (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 20:58

9 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Íslendingar þurfa ekki að skoða pakkan í ESB, fyrr en ESB sjálft er búið að vinna þann farveg sem þeir eru að stefna í. Við þurfum ekki að fara að semja um hluti, sem verða að engu þegar ESB verður að SAMBANDSRÍKI.  Ef það verður? Þá skipta fyrri samningar ESB (tollabandalags) engu máli lengur, því þeir breyta óhagstæðum samningum með lagabreytingum á sínu þingi. Við Íslendingar verðum  6 á móti 744 þingmönnum- Við eigum engan sjéns.

Eggert Guðmundsson, 2.6.2009 kl. 21:21

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú jú, það er svo sem í lagi mín vegna að menn hefji viðræður um inngöngu í BNA eða Kína eða what ever. Þ.e.a.s ef menn telja það álitlegan kost og að því gefnu, eins og bent er á, að þjóðin eigi lokaorð þar um.

Þarna væri samt æskilegt að vita hvort við ættum einhvern rétt á að ganga í umrædd lönd og hver staða landsins yrði etc.

Nei, í alvöru - þetta er bara þvílíkt kjánalegt hjá Pétri Blöndal.

Sko, Ísland á rétt á að gerast aðili að ESB sem sjálfstætt evrópskt lýðræðisríki:

"Any European country which respects the principles of liberty, democracy, respect for human rights and fundamental freedoms, and the rule of law may apply to become a member of the Union."

http://ec.europa.eu/enlargement/the-policy/conditions-for-enlargement/index_en.htm

Ísland á rétt á að taka þátt í samstarfi fullvalda og frjálsra ríkja og vinna þar að framgangi hagsmunamála sinna í sammarbædi við önnrur frjáls og fullvalda evrópuríki.

Allt tal um að "ganga í hitt eða þetta" er í rauninni bara útí bláinn og enganvegin á umræðugrundvelli eins og það framfaraskref að gerast aðili að ESB - sem við þegar erum með annan fótinn inní.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.6.2009 kl. 21:44

11 Smámynd: Sigurður Sigurðarson

Forræðishyggja hefur aldrei þótt góð latína, af hverju telur þú þig geta haft vit fyrir okkur öllum?  Hvaða skaði er af því að sjá hvað er í boði?  Getum við ekki bara fellt aðild eins og norðmenn, ef það sem í boði er þykir ekki nógu gott?  Ég mæli með því að þú beitir þér fyrir upplýstri umræðu þannig að fólk fá betri vitneskju um hvað er í boði og geti þá valið bestu lausnina.

Sigurður Sigurðarson, 2.6.2009 kl. 21:45

12 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Í aðildarviðræðum við Evrópusambandið er aðeins eitt í boð: Evrópusambandið.

Menn geta reynt að teyja þetta og toga en niðurstaðan verður ávallt hin sama, við semjum um inngöngu í Evrópusambandið eins og það er í dag. 

Þráhyggjublendin óskhyggja sumra aðildarsinna stafar af öðru tveggja að þeir eru að reyna að ljúga þá tvístígandi til að ganga í herbúðir sínar eða að þeir vita alls ekkert hvað þeir eru að tala um.

Páll Vilhjálmsson, 2.6.2009 kl. 21:53

13 identicon

Spurningarnar í könnuninni eru einfaldlega villandi enda vart hægt að búast við að Heimssýn kæmi með hlutlausa könnun. Menn mega svo sem skemmta sér við þetta.

En verra er þegar reynt er að koma í veg fyrir viðræður við ESB sem hafa það markmið að leiða til lykta hvaða kostir byðust við aðild að sambandinu. Slík vinnubrögð bera ekki beint vott um virðingu fyrir upplýstri umræðu og lýðræðislegri ákvarðanatöku þjóðarinnar.

Og samanburður ESB og Kína er ekki einu sinni fyndinn, heldur hreinn útúrsnúningur sem lýsir andúð á upplýstri umræðu um samstarf við Evrópuþjóðir á grundvelli ESB.

Jóhannes (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 21:58

14 identicon

Auðvitað er bara eitt í boði í aðildaviðræðum, þ.e.s. aðild að evrópusambandinu !

Ætlar þú að vera í gættinni eða bara fyrir utan og gægjast inn ?

Það er okkur fyrir bestu að vera meðal evrópuþjóða og taka okkur alvöru gjaldmiðil !

JR (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 22:07

15 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Nokkrir punktar vegna athugasemdanna hér að ofan:

Í fyrsta lagi sýnir niðurstaða skoðanakönnunar Gallup fyrst og fremst það að engin sérstök krafa er um það frá almenningi að sótt hafnar verði viðræður um inngöngu í Evrópusambandið eins og Evrópusambandssinnar með Samfylkinguna fremsta í flokki hafa haldið fram.

Í annan stað hafa skoðanakannanir iðulega sýnt meirihluta gegn því að sótt verði um inngöngu í Evrópusambandið en meirihluta með því að hafnar verði viðræður um inngöngu. Margir virðast telja það ekki eins alvarlegt skref að hefja viðræður við sambandið og að sækja formlega um inngöngu þó staðreyndin sé sú að fyrst þurfi að sækja um inngöngu til þess að hægt sé að hefja viðræður.

Í þriðja lagi er nú þegar í langflestum tilfellum hægt að kynna sér hvað innganga í Evrópusambandið hefði í för með sér fyrir okkur Íslendinga ef fólk nennir að hafa fyrir því og miklu meira en nóg til þess að mynda sér skoðun á málinu.

Þess má geta í því sambandi að helzta útspil Evrópusambandssinna eru loforð um að vextir og verðlag lækki hér á landi stórkostlega við inngöngu í Evrópusambandið. Það er hins vegar ljóst að ekki yrði minnzt einu orði á slíkt í hugsanlegum samningi um inngöngu Íslands í sambandið.

Í fjórða lagi er Evrópusambandið ekki valdalaust góðgerðastofnun heldur gríðarlega valdamikið yfirþjóðlegt stofnanakerfi sem lítið vantar upp á að verði að einu ríki. Leitun er í dag að málaflokkum innan ríkja sambandsins sem stofnanir þess (sem flestar eru sjálfstæðar gagnvart ríkjunum) hafa ekki meiri eða minni yfirráð yfir og þeim fækkar sífellt.

Innan þessa stofnanakerfis yrði vægi Íslands, þ.e. möguleikarnir á áhrifum, lítið sem ekkert þar sem mælikvarðinn á það væri íbúafjöldi landsins. Ef ríki Evrópusambandsins væru virkilega sjálfstæð og fullvalda er ljóst að þessar stofnanir væru nánast valdalausar. Það eru þær hins vegar svo sannarlega ekki.

Í fimmta lagi er fullyrt hér að ofan án rökstuðnings að spurningarnar í skoðanakönnun Gallup séu villandi. Hvernig? Eitthvað segir mér að sama hvernig spurningarnar hefðu verið orðaðar þá hefðu Evrópusambandssinnar verið ósáttir á meðan niðurstöðurnar væru þeim ekki að skapi.

Í sjötta lagi þakka ég JR fyrir brandarann um að evran sé alvöru gjaldmiðill. Það er aldeilis alvöru gjaldmiðill sem vaxandi efasemdir eru uppi um að muni verða til í nánustu framtíð.

Hjörtur J. Guðmundsson, 3.6.2009 kl. 09:43

16 identicon

Þessi könnun er bara djók.

Það er ekki hægt að fullyrða að þjóðin vilji ekki aðildarviðræður út frá henni. Auðvitað vill fólk fyrst að slökkviliðið slökkvir eldinn og þegar það er gert þá er það (kannski) hægt að tala um að slökkviliðið fær betri tæki og toll (ESB).

Hér (könnun) er bara talað um forgangsröðun hjá folki. Ekki með eða á móti.

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 10:23

17 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Jakob:
Niðurstöður þessarar skoðanakönnunar Gallup sýna fyrst og fremst það að engin sérstök krafa er um það frá almenningi að hafnar verði viðræður um inngöngu í Evrópusambandið og hvað þá sem allra fyrst eins og Evrópusambandssinnar með Samfylkinguna fremsta í flokki hafa haldið fram og réttlætt brölt sitt með síðustu vikur.

Hjörtur J. Guðmundsson, 3.6.2009 kl. 10:55

18 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Og þess utan, auðvitað er þessi könnun djók fyrst hún hentar þér ekki, alveg eins og þjóðaratkvæðið á Írlandi var ómarktækt að mati ráðamanna Evrópusambandsins vegna þess að niðurstaðan var þeim ekki að skapi. Þú ert alveg í takt við línuna frá Brussel.

Hjörtur J. Guðmundsson, 3.6.2009 kl. 10:57

19 Smámynd: Theo

Verið ekki með þessa vitleysu. Ef ég er bundinn á logandi bálkesti og spurður hvað ég vilji helst. Hvert myndi þá vera svar mitt. Svarið því þið mannvitsbrekkur ! Og hafið það bara sem allra best.

Theo, 3.6.2009 kl. 11:37

20 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ég veit ekki betur en að áróður Evrópusambandssinna sé sá að innganga í Evrópusambandið eigi einmitt að bjarga fólki af bálkestinum hans Theodórs. En það er greinilega að fólk er ekki sömu skoðunar.

Þess utan segja hefðbundnar skoðanakannanir nákvæmlega ekkert til um það hversu miklu máli það skiptir fólk að sótt verði um inngöngu í Evrópusambandið. Þessi könnun gerir það hins vegar.

Þessi skoðanakönnun Gallup er ennfremur í samræmi við hliðstæðar kannanir sem gerðar voru fyrir síðustu kosningar og kosningarnar þar á undan og sýndu að Evrópumálin var sá málaflokkur sem var hvað lægst í forgangsröðun fólks.

En það er ánægjulegt hversu þessi könnun fer illa í yfirlýsta Evrópusambandssinna bæði hér og annars staðar. Það er einmitt bezta staðfestingin á því sem vitað var fyrir að niðurstöður hennar eru mjög góðar.

Hjörtur J. Guðmundsson, 3.6.2009 kl. 13:43

21 identicon

Engar viðræður geta bara táknað að íslendingar eru aular með hor og slef.
Hvað sakar að tala um þetta mál, verða viðræður við ESB verri fyrir okkur íslendinga en íslendingar sjálfir?

DoctorE (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 15:23

22 identicon

Ég skil samt ekki málið, Hjörtur. Ef rikistjórninum finnst það er hægt bæði að leysa vandamál fyrirtækja og heimildinna og sækja um aðild að ESB er það þá ekki bara gott mál? Þú getur alltaf sagt nei þegar það kemur að kosningum.

Heimssýn skrifar að aðildarviðræður var" felldar" í skoðanakönnununni. Það er dæmigerður áróður. Aðildarviðræður var ekki "felldar". Það er að sjálfsögðu hægt at væra með (eða hlyntur) eitthvað þó það er ekki hátt í forgangsröðunni. 

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 15:30

23 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Fyrir það fyrsta er ríkisstjórnin auðvitað þverklofin í málinu eins og kunnugt er, Samfylkingin telur Evrópusambandið einhverja lausn í þessum efnum en VG ekki þó þá hafi langað í áframhaldandi völd eftir að hafa komizt á bragðið.

Forysta Samfylkingarinnar hefur aftur réttlætt æðibunugang sinn í málinu með því að halda því fram að um væri að ræða sérstaka kröfu frá almenningi um að þetta mál yrði keyrt í gegn nánast ekki seinna en í gær.

Þessi skoðanakönnun Gallup og fleiri sýna að þetta er rangt. Flumbrugangur forystu Samfylkingarinnar er algerlega á hennar eigin reikning. Þessi skoðun fellir því þær aðildarviðræður sem Samfylkingin vill að hefjist sem fyrst. Þ.e. þjóðin er ekki með í þeirri vegferð.

Þess utan er þegar vitað í langflestum tilfellum hvað innganga í Evrópusambandið mun þýða fyrir okkur Íslendinga og miklu meira en nóg til þess að mynda sér skoðun á málinu og þ.m.t. að hafna inngöngu. Umsókn um inngöngu og viðræður eftir það eru því algerlega óþarfar.

Hjörtur J. Guðmundsson, 3.6.2009 kl. 17:09

24 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Ekki þverklofin Hjörtur heldur krossklofin. Innan þingflokks VG eru fylgismenn ESB líkt og innan allra annarra flokka. Allt Alþingi og þjóðin er þver- og krossklofin í afstöðu sinni. Það er líka allt í lagi og ósköp eðlilegt. Þú kýst bara í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og við hin Hjörtur og unir niðurstöðunni.

...farðu svo að opna bloggið þitt fyrst þú veður fram á ritvöllin á bloggum annarra.

Páll Geir Bjarnason, 4.6.2009 kl. 01:19

25 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það er sjálfsagt mál og vonandi krafa sem flestra að þjóðin eigi síðasta orðið ef farið verður út í þá vegferð að sækja um inngöngu í Evrópusambandið. Þeir sem hafa hins vegar kynnt sér þessi mál og tekið þá afstöðu að ekki sé ástæða til þess að fara í slíka vegferð berjast eðlilega gegn því. Rétt eins og þeir gerðu sem vildu ekki að við færum út í þá vegferð að sækja um sæti í Öryggisráði Sameinu þjóðanna sem aðrir sögðu að við þyrftum endilega að gera enda kæmumst við ekki öðruvísi að því hvort við næðum kjöri!

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.6.2009 kl. 07:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband