Föstudagur, 29. maí 2009
Samfylkingin á spena Baugs
Samfylkingin var stjórnmálaarmur Baugs frá og með slagnum um fjölmiðlafrumvarpið. Fyrir liggur að Baugur fjármagnaði Samfylkinguna í gegnum móðurfélagið og tengd félög eins og Dagsbrún, Glitni og FL-group.
Samfylkingin aflaði 67 milljóna styrkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hárrétt en svo virðist sem Baugur hafi einnig fjármagnað Sjálfstæðisflokkinn að mestu og Framsókn líka....! Því má ekki gleyma.
Þór Jóhannesson, 29.5.2009 kl. 21:23
Viðskiptalífið yfirtók stjórnmálalífið og síðan hrundi allt heila dótið....og nú erum við almenningur að borga brúsann... næstu árin.
Sævar Helgason, 29.5.2009 kl. 21:42
Sóðaskapurinn er ekki allur kominn fram hjá Samfylkingunni, hann er rétt að byrja. Ha ha ha þetta er öruklega erfitt hjá mörgum, sem sjá bara skrattann í Sjálfstæðisflokknum.
Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 22:06
Sammála Páll og Sævar. Og Samspilling er rétta orðið.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 22:06
Í stað þess að taka upp aðgerðir í efnahagsmálum í kosningabaráttunni, var styrkjamál til stjórnmálaflokkana gert að aðalkosningamálinu. Það auðveldaði einhverjum stjórnmálamönnum að fjalla um mál sem þeir hafa enga þekkingu á og ekki síður fjölmiðlunum sem hafa ekki sýnt mikla tilburði til þess að greina, upplýsa og gagnrýna málaflokkinn. Umræðan var sögð í boði Jóns Ásgeirs Jóhannessonar enda var það jú það minnsta sem hann gat gert fyrir þjóðina í sárabætur fyrir smá mistök sín í útrásinni.
Styrkirnir til Sjálfstæðisflokksins voru sannarlega út úr korti, enda voru þeir gagnrýndir bæði af Sjálfstæðismönnum og aðilum úr öðrum flokkum. Síðan kom fram að einstakir frambjóðendur höfðu einnig þegið rausnarlega styrki. Það vakti hins vegar athygli þegar frambjóðendur Samfylkingarinnar voru teknir í bólinu, að þeir svöruðu ,, við ætlum ekki að fara að fjalla um þetta, svona rétt fyrir kosningar" og það skildu Baðsmiðlarnir alveg og nefndu þetta ekki meir.
Það er skemmtilegt að sjá einn hvernig einn flokksauðurinn tekur á því þegar flokkurinn hans hefur verið staðinn að verki, eftir að hafa verið stórorður um styrki Sjálfstæðisflokksins.
"Hárrétt en svo virðist sem Baugur hafi einnig fjármagnað Sjálfstæðisflokkinn að mestu og Framsókn líka....! Því má ekki gleyma". Skildi Þór ekki fá sand upp í eyrun, með hausinn á kafi í sandinum.
Sigurður Þorsteinsson, 29.5.2009 kl. 22:27
Djöfulsins kjaftæði er þetta
Stjórnmálamenn og flokkar verða að fjármagna sig og sínar kosningabaráttur.
Hvernig dettur ykkur annað í hug???
Skiptir engu hvað flokkurinn eða maðurinn heitir. Kosningabarátta og
kynningar flokka og manna kosta stórfé. Svo einfalt er það.
Páll Blöndal, 29.5.2009 kl. 22:28
Kalla verður hlutina RÉTTU nafni, RÁNFUGLINN þáði MÚTUR 30-50 milljónir er ekkert annað & SAMSPILLINGIN er einnig með allt niðrum sig.... Bæði Ingibjörg Sólrún & Geir Haarde mun verða kölluðu til ábyrgðar fyrir sýnar gjörðir og þau verða látin svara fyrir sinn þátt í sofandahætti tengt "hruninu..!" Þau þurfa að "reyna að útskýra fyrir dómstólum landsins" sína aðkomu (aðgerðarleysi & sofandarhátt) tengt hruninu! Allir venjulegir dómstólar myndu dæma þau SEK og láta þau sæta ábyrgð tengt t.d. "ráðherraábyrgð & góðri stjórnsýslu" - aðkoma þeirra í þessum fjármálum flokkkanna er "óboðleg".
"One RING to rule them ALL - on ring to bind them...!" - sagði Toxit Baugur.. - í SVÍNABÆNUM eru öll svínin rétthá, en Óli grís ber þó af....
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 23:03
Páll Blöndal - ef kenning þín er rétt þá ættu VG ekki að vera til, þar hefur bókaldið alltaf verið opið hverjum sem vill og hæsti styrkur sem flokkurinn hefur þegið er 1.000.000 króna. Hvað gerir það að verkum að það er svona mikið dýrara að reka hina þrjá flokkana annars?
Þetta er hárrétt hjá Jakob Þór - réttu nöfnin á þessa styrki eru MÚTUR og SPILLING.
Þór Jóhannesson, 30.5.2009 kl. 00:16
Auglýsingar og gervilýðræði kosta peninga og það eru ekki nein ný tíðindi. Hér lugu hægri kommúnistar fram tröllvaxið ríkisforsjárhyggju til að dylja atvinnuleysi sem fylgdi gjaldþrota kerfi kostenda þeirra. Það hefur verið spilað á þetta til hægri og vinstri síðustu öldina og hálfvitum att gegn hverjum öðrum. Þetta virðist virka ennþá.
Baldur Fjölnisson, 30.5.2009 kl. 01:30
Þór,
VG er að mestu menn úr röðum Alþýðubandalagsins gamla, sem þá þegar höfðu fengi góða kynningu þegar VG var stofnuð.
VG hafa verið til fyrirmyndar.
Ég er algerlega sammála ykkur um að allt óhóf og spilling er
óþolandi og ólíðandi. Spurningin er kannski hvaða leiðir eru færar.
Vil ég nefna eina sem er ættuð frá USA.
1) Að flokkar megi þiggja eins háa styrki og þeir vilja frá þeim sem þeir vilja með því skilyrði að allar upplýsingar séu uppi á borðum fyrir kosningar.
Þannig getur kjósandinn tekið upplýsta ákvörðun í ljósi þeirra gagna sem fyrir liggja.
2) Að ríkið styrki framboð hæfilega en þá verði bannað að þiggja styrki frá einkaaðilum.
og... mjög aukið og öflugt kynningarstarf allra framboða á kostnað ríkisins.
Þannig að allar raddir fái að heyrast vel.
Páll Blöndal, 30.5.2009 kl. 01:41
Sigurður Þorsteins, kemur næst kjarnanum finnst mér. Upplýsingarnar í samhengi tímasetningar kosningabaráttunar er gríðarlega skoðanamyndandi. Það að Baugur ásamt miðlum sínum stjórni "lekanum", þ.e. að leka sumu en ekki öðru, hlýtur að teljast beint inngrip í stjórnmálin. Vonandi fer þjóðin að sjá hvaðan heilaþvottinum hefur verið stýrt.
Haraldur Baldursson, 30.5.2009 kl. 10:49
Takið eftir atburðarrásarhönnun Samfylkingarinnar sem laumar niðurstöðunum út á kveldi föstudags á næstmestu ferðahelgi sumarsins, þar sem mánudagur er frídagur og fyrstu blöð koma um miðja næstu viku, tæpri viku eftir að fréttin er sjósett. Þessi helgi er af fréttafólki talin vera sú allra slakasta af öllum sem eru á árinu, hvort sem ljósvaka eða prentmiðlum áhrærir enda sjaldan færri að störfum. Samfylkingin er í sérflokki í að hanna atburðarrás, sem sést best á að flókið bókhaldið þurfti einn og hálfan mánuð til að ráða fram úr og svo heppilega gekk upp akkúrat núna. Ekki ósennilegt að óvenjulega hæfileikarík górilla sem hefur fengið verkefnið og staðið sig vel.
Hvað mútuupphæðir áhrærir þá verjast spunakjánar flokksins fimlega með hinu fornkveðan " Svo skal böl bæta og benda annað " og benda á "enn meiri" sekt Sjálfstæðisflokksins. Gott og vel, enda er hún viðurkennd omvent við harðsvíraða forsvars og brotamenn Samfylkingar.
Eitt langar mig að benda á, að markaðsverð mútuþega fer eftir áhrifum og völdum viðkomandi. Til að mynda vildi Baugsglæpagengið vildi fjárfesta 300 miljónum í Davíð. Markaðsverð smáflokks eins og Samfylkingarinnar á þessum tíma var að amk. tvöfallt lægra en Sjálfstæðisflokksins hvað varðar verð á haus hvers kjósanda. Við það er óhætt að margfalda upphæð mútu Samfylkingarinnar með 2. Stjórnarandstæðuflokkur sem ekki var á leið í stjórn hlýtur að vera ódýrari en stjórnarflokkur, og sennilega er óhætt að bæta sömu upphæð við. Niðurstaðan er að með þessu er óhætt að margfald töluna með 3 miðað við mútugreiðslur útrásarglæpagengisins til Sjálfstæðisflokksins, sem gerir 201 miljónir króna.
Ætli 1 krónu verði skilað?Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 14:04
Hvað um lánin sem skuldugasti flokkurinn hefur fengið?
Gæti verið að þar innan um sé niðurfellanleg kúlulán?
hey (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 16:52
Í kvöldfréttum í gær var sagt að Baugur og tengd félög hefðu stutt SF landráðaflokinn með rúmlega 40 millum,er kannski tenging á milli 40 milljóna og þessa einharða áhuga á inngöngu í ESB ég spyr bara???Baugur og tengdar verslanir hér á landi eru sennilega um 60-80% af öllum verslunum hér á landi og þeirra mesti gróði væri að komast í ESB geta flutt inn vörur ódýrt og ekki versla við innlendan iðnað og framleiðslu og þar með setja það á hausinn.Þetta er manni farið að gruna án þess að vita,kannski vita einhverjir eitthvað meira hérna á blogginu??Mér finnst nú helvíti hart af þessari aumu ríkisstjórn að ætla að láta okkur borga fyrir fjárglæframennsku þessara manna og líka að koma okkur í ESB galeiðuna.Er ekki nóg komið nú held ég að þjóðin þurfi að taka völdin og koma landinu í lag aftur,það erum við sem getum það en ekki ESB einsog kvislingarnir halda eða reyna að segja þjóðinni það með hvítum lygum.
Marteinn Unnar Heiðarsson, 30.5.2009 kl. 21:00
xS er að selja okkur undir skuldabagga Icesave, til að tryggja okkur inn í ESB. Landráð eru ljótir glæpir.
Haraldur Baldursson, 30.5.2009 kl. 21:45
Ég setti smá athugasemd á bloggið mitt í gær,það er mín skoðun.Maður vill fá að vita hvort heilög Jóhanna er að ljúga að okkur varðandi AGS,þeir virðast vera farnir að stjórna hér og ef svo heldur áfram þá spyr ég bara i hvaða höndum munu okkar auðlindir lenda svo sem Landsvirkjun Orkuveitan og fiskurinn í kringum landið okkar.Svona vinnur AGS setja þvinganir á lönd og taka síðan veð í því sem dýrmætast er í hverju landi og koma því svo fyrir að aldrei sé hægt að borga og þá er veðskuldin tekin og nýtt til fullnustu.Mín skoðun er sú að senda AGS burt og það strax áður en það verður of seint,gera bankana upp stofna einn ríkisbanka hann dugar landinu alveg,sparisjóðirnir meiga halda sér og önnur smærri fjármálafyrirtæki.Við getum aldrei borgað þessar skuldir þessara pókermanna sem töpuðu og ef ríkisstjórnin ætlar að borga þetta þá eru öll okkar auðæfi farin fyrir eigin hagsmuni en ekki þjóðarinnar.Við þurfum að losna við þessa landráðastjórn strax og fá menn með dug og þor sem geta tekið ákvarðanir sem koma þjóðinni best.
Marteinn Unnar Heiðarsson, 30.5.2009 kl. 22:19
Það er nú varla hægt að kalla styrk fyrirtækja geislaBAUGSfeðga til Sjálfstæðisflokksins mútur. Það þarf nú ekki annað en að líta á árangurinn - öll fyrirtæki þeirra með allt niður um sig og Baugur í gjaldþrotameðferð og önnur fyrirtæki þeirra eftir því. Hafi þeir ætlast til að þessi gjöf þeirra væri mútur þá hefur það greinilega ekki virkað. Það skilaði sér ekki í hagsmunagæslu sjálfstæðismanna fyrir þá frekar en fyrr. Ingibjörg Sólrún hélt aftur á móti langar ræður sem voru ekkert undir rós, blygðunarlausar lofræður til stuðning geislaBAUGSfeðgum og viðskiptaveldi þeirra.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.5.2009 kl. 13:26
Þetta er miklu verra en þetta. Nú á eftir að koma í ljós hvaða stuðning einstakir þingmenn og frambjóðendur Samfylkingarinnar fengu frá Baugi.
Það sitja ráðherrar í ríkisstjórn Íslands nú sem voru á mála hjá glæpalýðnum sem sett hefur þjóðina á hausinn.
Ótrúlegt.
Karl (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 08:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.