Sunnudagur, 24. maí 2009
Dætur gera feður vinstrisinna
Feður dætra eru líklegri til að kjósa vinstriflokka en ef synir eru í fleirtölu barnanna. Óbirt bresk rannsókn rennir stoðum undir bandaríska rannsókn sem gefur til kynna að börn móti pólitíska afstöðu foreldra sinna. Bandaríska rannsóknin tók til þingmanna og sýndi að afstaða þeirra í atkvæðagreiðslum breyttist eftir að þeir urðu feður, dætur gerðu þá vinstrisinnaðri.
Andmælendur þessara niðurstaðna segja málið hafa aðra hlið. Konur með ríflegt testósterón sýna af sér valdaþjóst eru líklegri til að eiga syni en hinar með mildari ásýnd. Valdakellingarnar eru vísar með að velja sér karla með áþekka lífssýn og af því leiðir pólitík barnanna, þ.e. hægripólitík. Mildari konur velja sér stelpukarla sem kjósa Samfylkingarflokka.
Því miður liggja ekki fyrir rannsóknir sem segja fyrir um líffræðileg rök fyrir afstöðu fólks til Evrópusambandsaðildar.
Hér er umfjöllun um rannsóknirnar.
Athugasemdir
Athyglisvert
Þannig að þú, Jón Valur, Baldur H. Hrafn Gunnl, Davíð Odds og Geir H.
eruð allir synir svona trukkalessuskessutýpu móður?
Páll Blöndal, 25.5.2009 kl. 01:39
Skammastu þín, Páll Blönddæll, sí-ódæll, fyrir að tala svona um móður mína indæla og fleiri góðar konur. Taktu nú á þig rögg og biðstu afsökunar tafarlaust.
En Páll minn Vilhjálmsson, ef dæturnar eru iðulega wets í thatcherskri merkingu og pabbarnir svona svag fyrir þeirra vilja, hvernig í ósköpunum endar þetta?!
Jón Valur Jensson, 25.5.2009 kl. 03:05
Páll Blöndal, þú virðir ekki nein mörk. Þú uppnefnir mæður nafngreindra einstaklinga. Varla er hægt að leggjast lægra.
Páll Vilhjálmsson, 25.5.2009 kl. 09:06
Valdakellingar og stelpukarlar, já. Eru það ekki uppnefningar?
Svala Jónsdóttir, 25.5.2009 kl. 10:32
Páll Vil.
Mér fannst grein þín skondin og skemmtileg, með smá skoti
á okkur vinstri menn (stelpukarlar) og svaraði henni sem slíkri.
Alls ekki illa meint til mæðra ykkar, né annarra mæðra.
Við meigum ekki alveg týna húmornum í þessu öllu.
En, nafni, segðu mér hvar flokkast ég þá? Ég er einn af
átta bræðrum + tvær systur og við uppalin hjá einstæðri móðir?
Ætt ég þá ekki að vera hægri maður?
Páll Blöndal, 25.5.2009 kl. 14:01
Og ég, sem kann ekki að búa til annað en stelpur! Mér finnst ég samt ekki hafa þokast mikið til vinstri.
Andrés Magnússon, 25.5.2009 kl. 15:32
Páll Blöndal, ég skil ekki kímnigáfu þína. Ég ætla að halda áfram að reyna, amk um sinn.
Þegar maður uppnefnir hóp fólks eða gefur hópi lyndiseinkunn, t.d. með því að segja að Íslendingar drekki illa þá fylgir að maður undanskilur bindindismenn, þótt það sé ekki tekið fram. En ef ég segi að Jón Jónsson drekki illa þá eru þar engir fyrirvarar; ég fullyrði að Jón Jónsson drekki illa. (Látum liggja á milli hluta rökfærsluna um að Jón Jónsson gæti drukkið illa en samt verið bindindismaður).
Munurinn er sá að alhæfingar um hóp eru með innifalda fyrirvara. Páll Blöndal segist vinstri maður, og ég dreg það ekki í efa, en ég gæti ekki með nokkru móti sagt eitt eða neitt um hvernig vinstrimaður hann er þar sem ég þekki manninn ekkert. Þegar ég skrifaði textann var ég ekki með tiltekna vinstrimenn í huga, eins og glöggt má lesa. Uppnefnin sem ég notaði eru af sama toga og að segja sjálfstæðismenn ekki lesa bækur. Staðalímyndir eru brúkaðar á þessa vegu í ræðu og riti.
Í mínum huga er himinn og haf á milli þess að gefa hópi fólks einkunn, eða uppnefna það, og hins að skensa nafngreint fólk. Þegar um nafngreint fólk er að ræða verður línan á milli gagnrýni og eineltis stundum óglögg. Og kannski enn ógleggri þegar reynt er að skrifa fyndinn texta.
Páll Blöndal, þú kannski útskýrir ögn nánar hvernig málið blasir við þér. Og af því að þú spyrð hvernig ég flokka þig er því að svara að ég treysti mér ekki til að flokka þig öðruvísi en að við tveir höfum hvort sitt skynbragð á húmor.
Við Páll Blöndal og aðrir sem skrifa í þennan miðil sem enn er í þróun gerðum líklega vel í að íhuga annað slagið að orðum fylgir ábyrgð.
Og þá er það mál málanna; dætur gera mann líklega vinstrisinnaðan þegar þær verða pólitískt meðvitaðar og dætur Andrésar sennilega enn of ungar.
Páll Vilhjálmsson, 25.5.2009 kl. 23:28
Æ, Palli, á ég að fara að útskýra húmor?
Páll Blöndal, 26.5.2009 kl. 02:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.