Fimmtudagur, 21. maí 2009
Ímynd og sjálfsblekking þjóðar
Vandamál Íslendinga er ekki ímynd okkar í útlöndum heldur sjálfsmyndin sem beið hnekki með hruninu. Útrásarárin stunduðum við dýrkeypta sjálfsblekkingu um hversu snjöll þjóð við værum og töldum okkur trú um að heimsyfirráð Íslendinga væru skammt undan. Við ætluðum að leggja Bretland og Norðurlönd undir íslenskan heimamarkað og í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna skyldi Ísland véla með öðrum stórveldum um framtíð heimsbyggðarinnar.
Við gerðum auðmennina að goðum sem akademían og listamenn báru lof á og stjórnmálamenn leituðu ráða hjá. Hrunið afhjúpaði auðmennina sem innistæðulausa áhættufíkla og þjóðina sem auðtrúa aula.
Þvættingur sumra um að við eigum að bæta ímynd okkar í útlöndum er ný útgáfa af sömu sjálfsblekkingu og varð okkur að falli. Ímynd í útlöndum breytir engu um sjálfsmynd okkar, nema hjá sama glassúrliðinu sem smurði þykkt sjálfshólið á útrásina.
Við þurfum að kannast við mistök okkar og taka út sársaukann sem því fylgir að hafa lifað í blekkingu.
Ímynd Íslands er sterk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Frægð okkar og vinsældir náði ekki mikið lengra en til Baugslygaveitunnar, enda var tilgangur slíkrar umfjöllunar augljós.
Er í viðskiptum við erlenda aðila og þar var frægð okkar einungis bundin við Björk, Sigurrós og viltu næturlífi fyrir þá sem voru vanir að borga fyrir hápunkt næturinnar sem fékkst frítt.
Í Danmörku var útrásarglæpagengið í litlum metum. Hrokafullir og augljóslega með ekkert fjárfestingavit og Íslendingar almennt litnir hornauga.
Breskir viðskiptamenn þóttust vissir að um útsendara rússneska mafíósa væri að ræða og allar fjárfestingar væru svo fullkomlega út úr korti að engum heilvita viðskiptamanni hefði dottið í hug að leggja út í vitleysur sem slíkar. Hrokinn og viðskiptasiðferðið þótti einnig með eindæmum. Frekar hlegið að stórmennsku tilburðunum og við þóttum skemmtilega sktítnir.
Aðdáunin náði ekki út fyrir landsteinana þótt að lygaveita auðrónanna segði allt annað.
Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 13:50
Málið er að íslendingar hafa ekki haft sjálfsímynd lengi... íslendingar hafa haft mjög mikla minnimáttarkennd..... bara það þegar Solla ætlaði að koma okkur í öryggisóráðið... það var minnimáttarkennd...
Hér millilenda einhverjar stjörnur og þær eru orðnar íslandsvinir...
Ekkert hefur breyst... nema að almúginn er aðeins farin að kveikja... en það vantar miklu meira til.
DoctorE (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 16:02
Briljant færsla hjá Páli. Og Guðmundur bætir um betur. Ég stend á hliðarlínunni og klappa þeim lóf í lófa. Mínir menn!
Baldur Hermannsson, 21.5.2009 kl. 22:02
Góð skrif hjá þér Páll. Þú hefur nefnilega rétt fyrir þér, einnig Guðmundur.
Anyhow, til eru enn rétt þenkjandi Íslendingar.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 08:25
Vel mælt og hárrétt greining.
Ekki má gleyma hlut fjölmiðla og forseta Íslands. Hann var einn helsti leikstjóri lyginnar og fjölmiðlarnir sáu um að matreiða blekkinguna enda í eigu þessa glæpalýðs.
Svo velta einhverjir því fyrir sér hvers vegna traust í garð fjölmiðla er lítið sem ekkert! Ég las um þetta bráðfyndinn leiðara í Mogganum um daginn.
Varla er það algengt að þjóðhöfðingi taki þátt í slíkum blekkingum gagnvart almenningi í landinu. Ólafur Ragnar Grímsson er einsdæmi í öllu tilliti.
Ótrúlegt að maðurinn skuli enn vera í þessu embætti.
Karl (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 08:40
Hverju orði sannara hjá PV. Mikilmenskubrjálæðið í landanum varð nokkuð dýr farsi. Bessastaðabóndinn kann svo ekki einu sinni að skammast sín, hann sem hljóp undir bagga til að stöðva óháða upplýsingamiðlun í landinu og neita að samþ. fjölmiðlafrumvarpið. Nú er vonin ein eftir, eins og stundum áður reyndar...
Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.