Ekkert samráð við þjóðina

Samráð við þjóðina skortir í þingsályktun sem Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ætlar að leggja fyrir alþingi. Þjóðin fær ekki að segja álit sitt á fyrirætlun Samfylkingar að flytja forræði okkar mála til Brussel. Þjóðaratkvæði um það hvort sækja skuli um inngöngu í Evrópusambandið er forsenda fyrir því að ríkisstjórnin hafi umboð almennings til að ræða við útlendinga um víðtækt framsal valdheimilda.

Það er fáheyrt að með þingsályktunartillögu er felur í sér framsal á fullveldi í jafn ríkum mæli og fyrirséð er að ekki skuli lögð fram ítarleg greining á stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna og rökstuðningur hvers vegna stefnt sé að róttækri breytingu þar á.

Flaustursleg vinnubrögð ríkisstjórnarinnar gefa til kynna að þingsályktunin sé sett fram til að þyrla upp moldviðri á alþingi svo að nærtækari málefni, svo sem skuldastaða þjóðarbúsins og væntanlegur niðurskurður ríkisútgjalda fái ekki athygli og umræðu sem skyldi.

Það veit ekki á gott þegar ný ríkisstjórn gerir sig seka um klækjastjórnmál af verstu sort á fyrstu starfsdögum sínum.


mbl.is Rökstuðninginn skortir ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Blöndal

Þjóðin í þessu tilfelli væri þá Páll Vilhjálmsson og þjáningarbræður?

Páll Blöndal, 15.5.2009 kl. 00:31

2 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

ESB sinnar eru ekki að fatta þetta, við erum að tala um sjálfstæði þjóðar, við erum ekkert að fá neitt eitthvað gefins, ESB eru ekki að fara að gefa okkur peninga, Samfylkingin veit ekki einu sinni hvað felst í inngöngu, bara fara inn og sjá til.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 15.5.2009 kl. 01:09

3 identicon

Páll, þetta er algjört bull, hvernig á þjóðin að taka afstöðu án þess að vita um hvað hún er að taka afstöðu til? auðvitað þarf fyrst að gera samning, svo að taka afstöðu, allt annað er bull.

Guðmundur Baldursson (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 01:22

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

EF alþingismenn vilja taka stefnu á Brussel, þ.e. á "aðildarviðræður", sem endað gætu með ákvörðun um að láta innlimast í Evrópubandalagið –– sem felur í sér, að stefnt væri að fullveldisframsali, sem allir málsmetandi menn vita að andstætt er stjórnarskránni –– þá er það vitaskuld svo alvarlegt mál, að lýðveldið eða vakandi varðmenn þess og þjóðarinnar hljóta að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um það, hvort leyfa beri stjórnvöldum að fara í þá umsókn, sem yrði upphaf þeirra "aðildarviðræðna".

Fráleitt er að leyfa ólýðræðislegum Samfylkingarráðherrum, sem alltaf voru með lýðræðið á vörunum, að komast upp með að láta ákveða slíka innlimun og framsal fullveldisréttinda til meginlandsins í EINNI atkvæðagreiðslu fyrir fullt og allt til allrar framtíðar, fyrir hönd ókominna kynslóða! – og það án þess að krefjast aukins meirihluta, sem þó er hið eðlilegasta mál, rétt eins og samkvæmt Sambandslögunum 1918, sem er mjög sambærilegt dæmi, því að hér yrði stjórnskipan okkar bylt í meginatriðum.

Frekar 10 þjóðaratkvæðagreiðslur heldur en eina!

PS. Guðmundur Baldursson veit greinilega ekkert um þetta mál – er einn þeirra, sem þurfa að byrja á því sem fyrst að kynna sér löggjafarvalds-afsalið, fullveldisframsalið og yfirráðaframsalið vegna sjávarauðlindanna, sem fólgið er í því að gerast tannhjól í Evrópubandalaginu. Margir vita lítið um þetta, en það merkir ekki, að ekki sé vitað um þetta!

Jón Valur Jensson, 15.5.2009 kl. 02:15

5 identicon

Guðmundur

það er vel hægt að taka prinsip afstöðu til þess hvort við viljum sækja um aðild. þá afstöðu ætti ekki að byggja á aðildarsamningnum sjálfum heldur hvort við viljum gangast undir grunn hugmyndafræði ESB. Engin samningur sem við gerum við sambandið fer á svig við þá hugmyndafræði. T.d er upplýsandi að skoða lissabonn sáttmálann. 

Vilijinn til að ganga inn í ESB hlýtur að þurfa að liggja fyrir áður en við sækjum um.

þetta er ekki eins og að labba sér inn í sælgætisbúð til að athuga hvað er til.

þetta er spurning um afsal á hluta af sjálfstæði okkar.

Benedikt G. Ofeigsson (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 09:39

6 identicon

Sjálfstæði þjóðarinnar? Hvernig á það að minnka frekar en orðið er?

Við höfum þegar takmarkað vald ríkisinns yfir sínum eigin þegnum með mannréttindasáttmála sameinuðu þjóðanna. Við höfum leyft öðrum þjóðum að heyja stríð í okkar með NATO aðild og 5 greininni. Við tökum inn ESB tilskipanir á færibandi án þess að mikið um þær að segja (með ESB aðild þá hefðum við reyndar réttinn til þess). 

Þannig Guðmundur og Benedikt, ef þið erð svona rosalega miklir sjálfsstæðisinnar þá ætt þið líka að óska þess að Ísland færi úr S.Þ.,NATO og segðum okkur úr EFTA og þar með EES. Þá værum við fyrst sjálfstæð og óháð þjóð, sem væri frjálst að hafa samskipti við hvaða þjóð sem er á jafnréttisgrundvelli, þ.e. segja ef þeir vilja yfir höfuð e-h með okkur að gera. 

Er það ekki svona sem útópían ykkar lítur út? Land staðsett í limbói á milli austurs og vesturs. Hvergi en samt til staðar. 

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 10:42

7 identicon

Ertu að segja að Alþingi sé gagnslaus stofnun sem eigi að leggja niður.

Á Íslandi er fulltrúalýðræði, sem merkir að við kjósum fulltrúa til þess að taka svona ákvarðanir fyrir okkur. Ef þeir er ófærir um það, þá er engin þörf á Alþingi.

Það er eðlilegt að þingmenn íhaldsins þykir þessi meðferð óeðlileg. Því þeir hafa komið fram við Alþingi sem hverja aðra stimpilstofnun, sem ber að virða að vettugi þess á milli.   

Þessi efnismeðferð lýsir því, ólíkt þinni skoðun og íhaldsmanna, virðingu og trausti á þeim fulltrúum sem þjóðinn hefur valið á Alþingi Íslands.

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 11:03

8 Smámynd: GH

Ég hvet eindregið til þess að við göngum enn lengra í lýðræðisátt og þjóðin verði spurð um hvort hún vilji verða spurð um hvort sækja eigi um aðild að ESB. Því oftar sem við erum spurð hlýtur lýðræðið að aukast til muna.

Ég stóð nú annars í þeirri trú að þingsályktunartillagan umrædda fjallaði um að veita stjórnvöldum umboð til að sækja um aðild að ESB, og væntanlegur samningur yrði síðan lagður í dóm kjósenda. Ég þakka Páli fyrir að hafa leiðrétt þann misskilning minn -- en ef ég skil hann rétt þá snýst hún um inngöngu í ESB, en, to, tre. Gott að hafa glögga fréttahauka til að fletta ofan af blekkingum stjórnvalda.

GH, 15.5.2009 kl. 11:33

9 identicon

Er það staðreynd að við göngum í hernaðarbandalag ESB við ingöngu sem krefst þess að Íslendingar gangist undir herskyldu eins og aðrar þjóðir í bandalaginu?

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 12:01

10 Smámynd: GH

Hmm ... ég vona að síðasta færsla sé grín, eða maður fer að efast um hversu upplýst okkar ágæta þjóð er. ESB er ekki hernaðarbandalag og þar sem fæstar þjóðir ESB hafa herskyldu finnst mér afar langsótt að halda að bandalagið fari að krefjast þess af Íslendingum að þeir taki hana upp.

GH, 15.5.2009 kl. 12:11

11 identicon

Magnús 

Það er alveg rétt að stjórnvöld hafi í raun afsalað okkur talsverðu af sjálfstæðinu en lengi getur vont versnað og ég held að það sé kominn tími til að setja fótinn niður og að  skríllinn í landinu heimti að hann hafi  eithvað um örlög sín að segja (mig minnir að það kallist lýðræði...).

og já við ættum að segja okkur úr NATO. Þau stríð sem hafa verið háð í okkar nafni verður íslenskri þjóð til ævarandi skammar.

það er margt vafasamt í EES samningnum eins og þú bendir sjálfur á,   hann hefði átt að setja í þjóðaratvæði.

Þáttaka okkar í NATO og EES hefði átt að bera undir þjóðina.

þetta snýst ekki um að takmarka vald ríkisins yfir þegnum landsins (En það vald er í mjög mörgum tilfellum allt of mikið og fulkomlega óréttlætanlegt).  Það er  verið að takmarka áhrif almennings á ákvarðanatöku í stórum málum sem geta haft mikil áhrif samfélagið.

Alþingi er vissulega kosið að taka ákvarðanir í umboði almennings en það hljóta að vera einhver takmörk fyrir því umboði. Alþingi hefur ekki ótakamarkað umboð. Að það þurfi stjórnarskrárbreytingu til að fullgilda ESB inngöngu er vísbending um að þetta mál sé kanski of mikilvægt til fulltrúar okkar á altþingi hafi umboð  til að semja um málið bakvið luktar dyr.

Benedikt G. Ofeigsson (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 12:13

12 Smámynd: GH

Hvað er eiginlega að fólki? Það felst ekki afsal eða framsal eins eða neins að hefja viðræður við ESB. Samningur, ef hann tekst, verður borinn undir þjóðina og tekur ekki gildi án samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Eru andstæðingar kannski hræddir um að samningurinn verði frekar samþykktur þegar fólk veit um hvað það er að kjósa en í kosningum þar sem kosið er um eitthvað sem fólk hefur ekki hugmynd um hvað þýðir?

GH, 15.5.2009 kl. 13:01

13 identicon

Meðan á þeim viðræðum stendur (sem á eftir að taka heila eilífð) mun vera hægt að fresta öllum framkvæmdum vegna þess að niðurstaða úr þeim viðræðum er ekki fengin.  Við verðum sjálfsagt í mun verri málum en áður, vegna aðgerðarleysi stjórnvalda sem slíkt óhjákvæmilega veldur.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 13:34

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Magnús, þú ferð með mjög rangt mál hér, m.a.:

"Við höfum þegar takmarkað vald ríkisinns yfir sínum eigin þegnum með mannréttindasáttmála sameinuðu þjóðanna. [Aths.: Þvæla, þetta er ekkert sem heitið getur, en væri allt annað mál, ef ríkið vildi gerast harðstjórnarríki; þó hafa mörg slík verið í SÞ, t.d. Kína, Sovétríkin, Grikkland, Búrma, Súdan, Íran o.fl., og komizt upp með sín mannréttindabrot (innsk. jvj)]. Við höfum leyft öðrum þjóðum að heyja stríð í okkar með NATO aðild og 5 greininni. [Aths.: Við gátum ekkert gert til að leyfa þeim það, og þetta fól ekki í sér takmörkun á valdi ísl. ríkisins (innsk. jvj)] Við tökum inn ESB tilskipanir á færibandi án þess að mikið um þær að segja (með ESB aðild þá hefðum við reyndar réttinn til þess)."

Það er um þetta síðastnefnda, sem helzt verður að gera hér aths. Við HÖFUM rétt til að hafa áhrif á tilskipanir o.s.frv. frá EB og HÖFUM nýtt okkur þann rétt í verki, mörgum sinnum skv. opinberum skýrslum, t.d. skýrslu Evrópunefndar útg. í marz 2007. Um daginn neitaði t.d. einn ráðherra að innleiða hér eina tilskipunina, og nýlega fekkst líka tilskipun eða reglum um hvíldartíma atvinnubílstjóra breytt, eins og okkar aðstæðum hentaði betur.

Hins vegar eru öll lög, tilskipanir og ákvarðanir Evrópubandalagsins orðin að fullgildum lögum í meðlimalöndunum, um leið og þau eru gefin út, og þarf enga staðfestingu til þess í þjóðþingunum, og þau lög ryðja úr vegi öllum landslögum – jafnvel stjórnarskrárákvæðum – sem eru í ósamræmi við þær nýju lagagerðir.

Jón Valur Jensson, 15.5.2009 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband