Vinstri grænir og óvitinn með eldspýturnar

Vinstri grænir féllust á það að utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, myndi leggja fram þingsályktunartillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Á fyrsta blaðamannafundi oddvita nýrrar ríkisstjórnar talaði Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna í austur og vestur um afstöðu flokksins til málsins.

Formaðurinn sagði að Vinstri grænir væru áfram andstæðingar inngöngu Íslands en jafnframt að þingmenn væru ekki bundnir af öðru en samvisku sinni þegar þeir greiddu atkvæði. Hvort það þýddi að gefið væri út sérstakt Júdasarleyfi til þingmanna að svíkja kjósendur sína í þessu tiltekna máli eða að sérhver þingmaður væri orðinn þingflokkur út af fyrir sig með eigin stefnuskrá verður formaðurinn að útskýra. Viðstaddir blaðamenn, allir íslenskir og eftir því rænulausir, inntu Steingrím J. ekki eftir því hvort Vinstri grænir væru að uppgötva það í dag að samkvæmt stjórnarskrá væru þingmenn aðeins bundnir sannfæringu sinni - og það gildir í öllum þingmálum.

 

Hér er kaflinn um Evrópumál í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar:

 

Ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði um samning í þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum aðildarviðræðum. Utanríkisráðherra mun leggja fram á Alþingi tillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á vorþingi. Stuðningur stjórnvalda við samninginn þegar hann liggur fyrir er háður ýmsum fyrirvörum um niðurstöðuna út frá hagsmunum Íslendinga í sjávarútvegs-, landbúnaðar-, byggða- og gjaldmiðilsmálum, í umhverfis- og auðlindamálum og um almannaþjónustu. Víðtækt samráð verður á vettvangi Alþingis og við hagsmunaaðila um samningsmarkmið og umræðugrundvöll viðræðnanna. Flokkarnir eru sammála um að virða ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart aðild að Evrópusambandinu og rétt þeirra til málflutnings og baráttu úti í samfélaginu í samræmi við afstöðu sína og hafa fyrirvara um samningsniðurstöðuna líkt og var í Noregi á sínum tíma.

 

Textinn er undarlegur, svo ekki sé meira sagt. Samkvæmt orðanna hljóðan mun utanríkisráðherra leggja fram tillögu um aðildarumsókn áður en skilgreind samningsmarkmið liggja fyrir. En þegar þingið er búið að afgreiða tillöguna á að efna til víðtæks samráðs og skilgreina samningsmarkmið. Hér er málum snúið á hvolf. Enginn með réttu viti sækir fyrst um aðild að félagsskap eins og Evrópusambandinu án þess að vera áður búinn að hafa samráð, skilgreina samningsmarkmið og fá umboð á þeim grundvelli. Eins og textinn stendur þá fær óvitinn eldspýtustokk í hendur og við hin eigum að vona að hann kveiki ekki í þjóðarheimilinu.

Athygli vekur að ekkert er sagt til um skuldbindingar þingmanna Vinstri grænna um það hvort þeir ætli að greiða tillögunni atkvæði sitt. Machiavelli hefði verið fullsæmdur af þessu pólitíska kukli.


mbl.is Ný ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Páll hvaða hundur er hlaupin í þig.?Það verður ekkert ESB. Íslandi allt.

Númi (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 22:45

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ég á bágt með að sjá að VG geti í raun talizt á móti inngöngu í Evrópusambandið fyrst flokkurinn er reiðubúinn að taka þátt í að opna á slíka inngöngu. Ef þú ert raunverulega á móti einhverju ertu ekki reiðubúinn að setjast niður og semja um það.

Hjörtur J. Guðmundsson, 10.5.2009 kl. 22:52

3 Smámynd: Sigmar Þormar

Flott Páll. Þú stóðst þig vel í Silfrinu í dag. Ég er ekki sammála Núma. Það þarf að halda vöku sinni, vera kvikk í að bregðast við Samfylkingar ESB æðinu.

Það er alltof fáir að greina vel hættur ESB aðildar nema þá helst Páll og Ásgeir Helgason sem bloggar frá Svíþjóð

http://arh.blog.is/blog/arh/ 

Sigmar Þormar, 10.5.2009 kl. 22:58

4 identicon

Þessir flokkar fóru út úr síðustu ríkisstjórn kjósandi hvor í sína áttina. Þeir fara inn í þessa ríkisstjórn með það að leiðarljósi að "vera sammála um að vera ósammála"!!!!! þetta er ekki trúverðugt.

ESB málið og fyrningaleiðin í sjávarútvegi eru ekki þau mál sem standa fólkinu næst. Hundrað og eitthvað milljarða niðurskurður í opinberum útgjöldum, fullt af hálf gjaldþrota sveitarfélögum, landsvirkjun með ekkert lánstraust, veikburða bankar, skuldsett upp í topp fyrirtæki og heimili eru miklu frekar vandamálin. Ekkert talað um þetta.

100 daga aðgerðaráætlun er heldur ekki mjög traustvekjandi. Af hverju settu þessir flokkar þessa áætlun ekki af stað strax fyrir 100 dögum? Af hverju var verið að bíða eftir einhverju?

Vinstri Grænir fengu lítið stöðupróf, þeir féllu á sínu fyrsta prófi. Þetta lítur ekki vel út.

joi (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 23:00

5 identicon

Þetta er mál sem klífur þjóðina. það er skilda stjórnmálamanna að stýra málinu í þann farveg að lýðræðisleg niðurstaða fáist. Með þessum strúktúr á framkvæmdinni er það nokkuð tryggt. Það má ekki bíta í skjaldarrendur í þessu máli það verður að fást niðurstaða bæði á þingi og með þjóð.

Styttingur (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 23:00

6 identicon

Vandi svona svartra andlýðræðissinna eins og þín Páll er að þið eruð að gera fólk eins og mig sem er í grunninn andsnúið því að Ísland gangi í ESB hlyntari inngöngu með svona rugli. Það eru ekki nokkur svik að hleypa þessu í þjóðaratkvæðagreiðslu eftir að Árni Páll og Össur fá að rúnka sér aðeins utan í Brusselmafíunni - og fella þetta.

Vertu málefnalegur og ekki vinna með málstað Evrópusinna með svona andlýðræðislegum yfirlýsingum.

Albert Þór (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 23:33

7 identicon

ESB umræðan var ekki úti í þjóðfélaginu og almenningur hafði engan áhuga á henni.  Það voru fulltrúar aðildarsinna á fjölmiðlunum sem hófu þetta trúboð og helltu því yfir þjóðina án þess hún fengi rönd við reist.  

Stuðningur við aðildina er hin þroskaða umræaða að mati fjölmiðlamanna en andstaða er það sem þeir kalla áróður.

Hver talar um Reykjavíkurflugvöll í dag.  Enginn. Ekki nokkur maður.  Þetta var hitamálið fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar.  Núna er málið dautt. Engin umræða, hvorki í þjóðfélaginu né frá fjölmiðlum. Og Silfur Egils hefur ekki fjallað um annað í allan vetur. 

Spurning mín er þessi.  Hver borgar fjölmiðlamönnum til að koma svona þráhyggjumálum inn í umræðuna.  Fyrir hverja vinna þeir. 

Hver heilbrigður maður fékk aulahroll yfir þessu liði sem var á blaðamannafundinum í Norræna húsinu í dag.  Verið var að kynna stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en fréttamenn þráspurðu um ESB þó allt um það mál væri þegar komið fram.  Engar spurningar um fjármál, skuldir þjóðar, heilbrigðismál, launamál svo eitthvað sé nefnt.  

Ekkert.     Það þarf hæft fólk á fjölmiðlana

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 23:44

8 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Ég bara minni á stefnu VG sem var gerð fyrir hvað 3 mánuðum síðan, og þar segir orðrétt, tekið beint úr stefnu VG;

Samskipti við Evrópusambandið ber að þróa í átt til samninga um viðskipti og samvinnu, m.a. á sviði menntamála, vinnumarkaðsmála og umhverfismála. Hugsanlegur ávinningur af aðild Íslands að Evrópursambandinu réttlætir ekki frekara framsal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar og er aðild að Evrópusambandinu því hafnað.

Mín greining á þessum orðum, er að ekki verði sótt um aðild að ESB?

Ægir Óskar Hallgrímsson, 10.5.2009 kl. 23:55

9 identicon

Er "þjóðarheimilið" ekki brunnið nú þegar (Fjárhagslega séð) fyrst þú vilt nota þá myndlíkingu?

Er ekki verið að reyna byggja upp.

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 10:17

10 identicon

"Hvort það þýddi að gefið væri út sérstakt Júdasarleyfi til þingmanna að svíkja kjósendur sína í þessu tiltekna máli eða að sérhver þingmaður væri orðinn þingflokkur út af fyrir sig með eigin stefnuskrá verður formaðurinn að útskýra." 

Það er nú það!  Hvað um heit þingmanna að kjósa ávallt samkvæmt samvisku sinni?  Ertu að hvetja til þess að virkja aganefndir Sjálfstæðisflokks og VG og þvinga einstaka þingmenn til hlýðni?

Jóhannes (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 11:32

11 identicon

Hvað er svo hættulegt við það að fara i samningaviðræður við ESB og leggja þann samning sem næst undir þjóðina?  Ert þú einn af þeim sem vilt hafa vit fyrir öðrum?  Þetta mál þarf að klára.

Annars: eru svíar, finnar danir bretar, þjóðverjar etc etc búnir að missa sjálfstæði sitt? Hvílík vitleysa. 

Ef við ekki fáum samning við ESB sem þjóðin sættir sig við þá er hann bara felldur.

Jón B G Jónsson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 13:03

12 identicon

Þingmenn eru aðeins bundnir af samvisku sinni. Er Páll Vilhjálmsson á móti því?

Anna (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 17:59

13 identicon

Þegar þingmaður hefur boðið sig fram undir merkjum flokks með skýra og afdráttarlausa stefnuskrá í einhverju máli þá myndi ég segja að hann ætti að vera nokkuð bundinn af samvisku sinni.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 18:33

14 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það er góð spurning hvað þingmenn eru að gera með að bjóða sig fram fyrir einhvern flokk ef þeir treysta sér síðan ekki til þess að framfylgja stefnu hans og ætla þess í stað að spila eitthvað sóló.

Hjörtur J. Guðmundsson, 11.5.2009 kl. 21:03

15 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Jón B. G. Jónsson:

"Annars: eru svíar, finnar danir bretar, þjóðverjar etc etc búnir að missa sjálfstæði sitt? Hvílík vitleysa."

Eru yfirþjóðlegar og í flestum tilfellum sjálfstæðar stofnanir Evrópusambandsins svo gott sem valdalausar þegar kemur að málefnum ríkja sambandsins? Svar: Nei, það er leitun að málaflokkum innan ríkjanna sem þær hafa ekki meiri eða minni yfirráð yfir. Það er t.d. ekki langt síðan forseti Frakklands sagðist ekki geta leyst úr einu skitnu verkfalli í landinu nema fá fyrst til þess leyfi frá Evrópusambandinu. Sjálfstæð ríki? Ónei.

Hjörtur J. Guðmundsson, 11.5.2009 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband