Yfirboð koma stjórnmálaflokkum í koll

Í kosningabaráttunni yfirbauð Samfylkingin. Hvorki var pólitísk innstæða né atkvæðafylgi fyrir Evrópuhraðleið Samfylkingarinnar. Strax eftir kosningar gat Samfylkingin heiðarlega lagt niður laupana og kannast við erindisleysu sína. En völdin heilla stjórnmálamenn meira en annað og því var sest niður með Vinstri grænum að setja saman ríkisstjórn, þrátt fyrir að himinn og haf bæri á milli.

Þjóðin virðist til í vinstri stjórn og hefur þolinmæði enn um sinn. Samfylkingunni til hróss verður að segja að í megindráttum hafa liðþjálfar Jóhönnu haldið sig á mottunni og leyft flokksmóðurinni að túlka afstöðu flokksins. Á meðan Samfylkingin sýnist ein heild eru líkur á að flokkskokið sé nógu vítt til að gleypa innistæðulausu yfirboðin úr kosningabaráttunni.

Kannski er ekki öll nótt úti fyrir vinstristjórn.


mbl.is „Viljum hafa fast land undir fótum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband