Sunnudagur, 3. maí 2009
Samfélaginu er hótað
Hótanir eru víða hafðar uppi gagnvart samfélaginu. Í ræðum fyrsta maí var hótað að skortur yrði á iðnaðarmönnum, Samtök atvinnulífsins hóta að fyrirtækin ráði ekki í störf og Hagsmunasamtök heimilanna að efna til greiðsluverkfalls. Í kosningabaráttunni hótuðu þingmannsefni Samfylkingar að fara ekki í ríkisstjórn nema að fallist yrði á kröfur flokksins um aðildarviðræður við ESB.
Það er ekki nýtt að skrattinn sé málaður á vegginn og reynt að stilla samfélaginu upp við vegg. Hótanir heyrast þó víðar en áður og eru fyrirboði um grimm átök um það hvernig eigi að endurreisa efnahagslífið.
Ný ríkisstjórn, sem verður vonandi ekki Samfylkingar og Vinstri grænna, þarf að leggja fram endurreisnaráætlun er mætir óttanum á bakvið hótanirnar án þess að gefa eftir frekjunni.
Margir íhuga greiðsluverkfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Margir geta tekið undir þessi orð í hjarta sínu, en ískaldur veruleikinn blæs framan í okkur og við lútum höfði andspænis hinu óumflýjanlega.
Mætti ég svo minna þig á að það getur ekki hver sem er klifrað upp á sviðið og leikið Júlíus Sesar. Það þarf sterk bein í sterk hlutverk. Við höfum engin bein í eftirfarandi hlutverk:
"Ný ríkisstjórn, sem verður vonandi ekki Samfylkingar og Vinstri grænna, þarf að leggja fram endurreisnaráætlun er mætir óttanum á bakvið hótanirnar án þess að gefa eftir frekjunni. "
Baldur Hermannsson, 3.5.2009 kl. 14:39
Voru Sjálfstæðismenn ekki að hóta þjóðinni með heilsíðuauglýsingum að vinstrimenn vildu hækka skatta og kjör landsmanna myndu versna eftir því?Var ekki Björn Bjarnason að hóta þjóðinni líka að ekki yrði sótt um ESB-aðild án þáttöku Sjálfsstæðisflokksins?
Hólmar (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 15:40
Góð orð Páll. Það er ekki verið að hugsa um endurreisn af hálfu stjórnvalda. Ég veit kki hvort það er yfirleitt eitthvað hugsað á þeim bænum.
Guðmundur St Ragnarsson, 3.5.2009 kl. 15:40
Það er eðlilegt að fólk sem skuldar svari fyrir sig og hvetji til þess að hætt verði að borga af lánum. Af hverju á þetta fólk sérstaklega að taka á sig auknar byrðar vegna skipulagðrar glæpastarfsemi bankanna og hryðjuverka fyrri Seðlabankastjórnar? Þá er betra að láta bankana fara aftur í þrot.
Babbitt (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 15:40
Leiðréttingin, sem lífsnauðsynlegt er að gera til þess að leysa að stórum hluta vanda heimilanna, er í raun afar einföld.
Ráðið er það, að afnema vísitölu-verðtryggingar af öllum lánum.
Og það besta við þetta er það, að þetta er hægt að gera á einum degi, - sem sagt strax í dag, - ef viljinn er fyrir hendi.
En íslenska stjórnmálamenn vantar viljann.
Til hvers voru kjósendur að velja nýja menn á þing, fyrir fáeinum dögum, - ég bara spyr ?
Tryggvi Helgason, 3.5.2009 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.