Föstudagur, 1. maí 2009
Íslenska tvöfeldnin í öllu sínu veldi
Ræðu formanns Rafiðnaðarsambandsins ætti að meitla í stein á Austurvelli. Í henni birtist íslenska tvöfeldnin eins skýr og tær og gruggugt vatn getur orðið. Í einu orðinu er sagt að Íslendingar geti ekki gert kröfu um sérmeðferð gagnvart erlendum lánadrottnum en í því næsta er lagt til að við leitum eftir sérskilmálum í Brussel vegna aðildarsamninga. Ein málsgrein hvetur til áræðni og dirfsku en í þeirri næstu segir að besta leiðin úr ógöngunum sé að skríða til Brussel.
Yfir öllum textanum hvílir frekjubragur íslenska heimalningsins sem eina stundina er herra alheimsins en liggur þá næstu snöktandi í göturæsinu.
Vel gert, Guðmundur Gunnarsson.
Skuldsetning hugarfarsins" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einhver kvensa úti í bæ sem kallar sig St. Gulliana orti þetta á bloggsíðu mína og hún á ágætlega heima hér líka:
Góði farðu að láta ljós þitt blakta
með lærðu bloggi um spilltan vinstriskríl
um lygamerði, ljóta krákutakta
og landráðanna glæpsamlega díl.
Baldur Hermannsson, 1.5.2009 kl. 16:25
Heyrðu drengur ;
Í þettað skiptið hitturðu naglan á höfuðið.
Reynir (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 16:35
Ert þú ekki að rugla saman raunsæju mati Guðmundar á stöðunni einsog hún er núna - og hvetjandi orðum hans í garð þeirra sem munu leita hófana hjá ESB við þinn eigin ótta við það sem þú - og svo margir aðrir - vilja ekki skilja? Þeas að við lendum ekki einsog aumar fiskiflugur í gulri límræmu hinna meintu ,,þjóðveiðara" í gömlu Evrópu þó við skjótumst yfir Atlantshafsála og ræðum málin. En þetta er það sem þið smátthugsandi vandlætarar hafið að segja um ESB, að blása upp eigin ótta um að allt fari til helvítis, bara ef við gaukum að ESB nokkrum spurningum og spyrjum svo þjóðina - skrílinn - hvað hann vilji... Og til þess notið þið orðhengilshátt.
Að segja að maður geti ekki krafist þess að fá sérmeðferð um leið og maður vill koma með sérkröfur, er svona eins og maður biður ekki um sérstakt flugsæti úr leðri þegar maður pantar flug, en maður vill kannski fá að ráða því hvert maður fer. Og ef þú ætlar að bæta við þessa líkingu, þá skal ég gera það fyrir þig: Flugferðinni er heitið á sem bestan stað fyrir íslensku þjóðina. Og svo verðum við að spyrja: Ætlum við að fljúga með, eða gera eitthvað annað... En að athuga ekki hvort hægt sé að komast í langt frí frá spilltum íslenskum ráðamönnum og hvernig það frí gæti hugsanlega orðið, er háttur daufdumbra og þá sem bara vilja sitja heima og hlusta á hljómsveitina Status quo og ekkert annað...
Beggi (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 16:58
Ertu enn fúll úti í Guðmund fyrir að opna augun og yfirgefa Sjálfstæðisflokkinn? Guðmundur áttaði sig á hverslags hagsmunaglæpaklíka Sjálfstæðisflokkurinn er og yfirgaf þetta batterí. Þú ættir að gera slíkt hið sama. Alveg með ólíkindum hvernig heiðarlegt fólk getur lokað augunum fyrir verkum þessa flokks. gagnrýnislaust kjósa menn flokkinn í hverjum kosningum á fætur öðrum, nema Guðmundur, hann hafði vit á því að vera sjálfsgagnrýninn og áttaði sig þess vegna á því fyrir hvað þetta hagsmunabandalag stendur.
Valsól (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 17:38
Stundum er það þannig, trúarbrögð blinda menn !
Sértrúarsöfnuður ESB andstæðinga sér ekki ljósið !
Þú kemur enn ekkert á óvart !
JR (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.