Mánudagur, 27. apríl 2009
Ísland bíði eftir Lissabonsáttmálanum
Financial Times hefur eftir fulltrúum Þjóðverja og Frakka í Evrópusambandinu að möguleg innganga Íslands í Sambandið verði að bíða þangað til að Lissabonsáttmálinn fái fullgildingu. Írar höfnuðu sáttmálanum í þjóðaratkvæðagreiðslu en verða látnir greiða aftur atkvæði, líklega í október. Tékkar og Pólverjar hafa ekki heldur samþykkt sáttmálann.
Í Bretlandi er deilt um Lissabonsáttmálann. Íhaldsflokkurinn ætlar að gera andstöðu við sáttmálann að meginefni kosningabaráttu sinnar til Evrópuþingsins í júní. Í frétt BBC er haft eftir William Hague að Íhaldsflokkurinn muni setja sáttmálann í þjóðaratkvæði ef þeir komast í ríkisstjórn áður en sáttmálinn fær fullgildingu allra 27 ríkja ESB.
Athugasemdir
Til viðbótar því sem þú nefnir Páll er eitt sem gæti sett strik í reikninginn. Þingmaður frá Bæjarlandi kærði samþykkt Lissabon samningsins í þýska þinginu til stjórnarskrárdómstóls. Niðurstöðu er að vænta innan fárra vikna.
Ef þingmaðurinn vinnur málið gæti það leitt til þess að bera þurfi samninginn undir þjóðaratkvæði í Þýskalandi. Það veit enginn hvernig sú atkvæðagreiðsla færi.
Haraldur Hansson, 27.4.2009 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.