Sunnudagur, 26. apríl 2009
Sjónvarpsjóhanna skildi Steingrím J. ekki hin Jóhannan
Steingrímur J. Sigfússon gagnrýndi hversu fjölmiðlar væru hallir undir inngöngu Íslands í Evrópusambandið og að afstaðan kæmi fram í efnisvali og við hverja rætt er við um álitamálið. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir og alþjóð skildi gagnrýni formanns Vinstri grænna. Jóhanna Sig. formaður Samfylkingarinnar skildi ekki gagnrýnina heldur fitjaði hún upp á þeim misskilningi á orðum Steingríms að eingöngu elítan væri fylgjandi aðild að Sambandinu.
Elítan vill í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, hann á hrós skilið fyrir að reyna að gera allt sem sér er í valdi til að forða þjóðinni frá vinstri stjórn. Ánægður með þetta :)
nonni (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 22:04
Sæll Páll, ég skildi þetta þannig að Jóhanna hafi orðið að segja þetta til að koma í veg fyrir misskilning,þú skilur koma í veg fyrir allan vafa.
kveðja
Rúna Esradóttir (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 22:05
Nei Rúna, Jóhanna Sig. þurfti ekki að segja neitt til að koma í veg fyrir misskilning af því það var enginn vafi. Steingrímu J. talaði mjög skýrt um elítuna og ég þori að veðja að megnið af þjóðinni skildi hann þótt Jóhanna Sig. hafi annað hvort ekki skilið hann eða að hún þarf að eiga einhverja tilbúna misklíð í pokahorninu til að hafa afsökun fyrir því að skríða uppí hjá stefnulausu Borgarahreyfingunni og Framsóknarspillingunni. Hins vegar er morgunljóst af niðurstöðum kosninganna að meirihluti þjóðarinnar var að kjósa vinstri stjórn, festa í sessi minnihlutastjórnina með tryggum meirihluta en ekki að kalla til framsókn, sjálfstæði eða Borgarahreyfinguna sem eignar sér ranglega búsáhaldabyltinguna. Fyrir mína parta var ég ekki að slást við löggur og láta sprauta piparúða í andlitið á mér fyrir þessa litlu sérhagsmunaklíku sem kallar sig Borgarahreyfinguna. Af hverju kusu ekki allir mótmælendur þessa hreyfingu ef hún getur þóst eiga byltinguna? Ég hafna því að Borgarahreyfingin steli búsáhaldabyltingunni þótt fámenn klíka úr hópnum hafi ákveðið að troða sér að kjötkötlunum á kostnað mótmælendanna.
corvus corax, 26.4.2009 kl. 22:24
Nákvæmlega, hún var ódómbær á orð hans, hún hefði mátt fylgjast með, betra að vera ekki með hroka
Jón (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.