Sunnudagur, 26. apríl 2009
Strútfuglapólitík sjálfstæðismanna
Sumir sjálfstæðismenn, t.d. þingmaðurinn sem skreið í morgunsárið inn á alþingi, kenna afstöðu flokksins til Evrópusambandsins um ófarirnar í kosningunum. Blaðamenn gleypa við þessu enda passar það vel við ESB-línu fjölmiðla. Spuninn gleymir einni staðreynd: Þjóðin er á móti inngöngu í Evrópusambandið, það hefur margítrekað komið fram.
Sjálfstæðisflokkurinn galt afhroð af þrem ástæðum. Í fyrsta lagi ber flokkurinn almenna pólitíska ábyrgð á einkavæðingu liðinna ára og að leiða til vegs engilsaxneska frjálshyggju en hvorttveggja voru forsendur auðvæðingar Íslands og hruns. Í öðru lagi var Sjálfstæðisflokkurinn uppvís að því að þiggja mútur frá auðmönnum og einstakir þingmenn sömuleiðis. Í þriðja lagi rak flokkurinn aumkunarverða kosningabaráttu þar sem tækifærismennskan í evruupptökutillögunni var hámarkið.
Röng pólitík, spilling og tækifærismennska eru þrenningin sem felldi Sjálfstæðisflokkinn. Til að endurreisa sig þarf flokkurinn að vera hreinskilinn. Evrópubulllydagþvættingur er varla ágætis byrjun.
Athugasemdir
Það er mjög merkilegt að heyra það sett upp í fréttum að ESB hafi skýrt tap Sjálfstæðisflokksins. Eru allir búnir að gleyma bankahruni og þjóðargjaldþroti?
ÁJ (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 19:47
Ég hef ekki gleymt bankahruni og þjóðargjaldþroti og svo hef ég heyrt minnst á Tortóla.....
Kolla (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 19:56
nú reynir sjálfstæðisflokkurinn og fylgismenn að þaga í hel eitt stærsta málið sem er þjónkun þeirra við sægreifana og liu klíkuna þeir minnast ekki á margra vikna málþóf til að varna því að eignir almennings verði varðar í stjórnarskránni.
zappa (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 20:22
Ég mun kjósa flokkinn aftur og aftur þar til hann getur hafið einkavæðingarferlið aftur. Það var ekki einkavæðingin sem réði bankahruninu heldur djúpsprengjan sem lá í EES samningnum. Samningnum sem Jón Baldvin kratahöfðingi sagði að gæfi okkur allt fyrir ekkert.
Án einkaframtaksins verðum við fljótlega komin inn í ESB, ekki bara á hnjánum heldur fleytandi kerlingar á galtómum maganum.
Ragnhildur Kolka, 26.4.2009 kl. 21:30
Gaman að lesa Ragnhildi. Hárrétt hjá þér.
OskarJ (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.