Fjármagninu sigað á réttarkerfið

Fyrirtækjasamsteypan Baugur hefur á sínum snærum her lögfræðinga til að siga á rétarkerfið. Markmiðið er að drepa á dreif dómsmálinu sem kennt er við Baug.

Ekkert efnisatriði er nógu smátt til að það verði ekki notað í Baugsherfðinni gegn réttarkerfinu. Stundum framleiðir Baugssamsteypan málefni í fjölmiðlum sínum til að nota í réttarsalnum. Skemmst er að minnast blaðamanns Baugs sem heyrði fleipur um Baugsmálið í viðskiptafarrými flugvélar og skrifað dálk um slúðrið. Óðara notuðu lögfræðingar kjaftasöguna til að kæra málsmeðferð hins opinbera.

Í morgun var annar angi Baugsherferðarinnar til meðferðar í héraðsdómi.

Tekst Baugi á endanum að lemja réttarkerfið til hlýðni?


mbl.is Málflutningi lokið um vitnaleiðslukröfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Er ekki máttur fjármagnsins því meiri sem hugarfar ráðandi þess er verri?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.12.2006 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband