Mánudagur, 20. apríl 2009
Smátt er fagurt; eignarhaldsfélög úrelt
Ríkisbankarnir eiga að brjóta upp eignarhaldsfélög og kóngulóarfyrirtæki eins og Teymi. Eignarhaldsfélög eru ógagnsæ og iðulega stofnuð til að gína yfir aðskiljanlegum rekstri. Í eignarhaldsfélögum skortir oft á yfirlit yfir rekstur og þá er stutt í sóun. Skipulagið sem íslensku útrásarauðmennirnir komu sér upp þjónaði ekki heilbrigðum tilgangi.
Dálkahöfundur The Times gerir því skóna að í eftirmálum fjármálakreppunnar verði þess krafist að fyrirtæki takmarki stærð sína. Kreppan hefur leitt í ljós að hagkvæmni stærðarinnar er ofmetin. Fjárkúgun stórfyrirtækja - sem eru of stór til að þau megi fara í gjaldþrot - skilur eftir óbragð í munni margra. Svarið er að skera fyrirtækin niður við trog. Teymi, Existu og önnur slík fyrirbrigði á að eyða.
Athugasemdir
Kreppan hefur leitt í ljós að hagkvæmni stærðarinnar er ofmetin.
Samt vilja menn ennþá ganga í Esb.
Offari, 20.4.2009 kl. 01:26
Áhugaverð hugleiðing. Ég þekki það vel í mínum bransa að ákveðin stærð er heppilegust.
Of lítill framhaldsskóli: of litlar kröfur, of lítill metnaður, of lítil menntun.
Of stór framhaldsskóli: of mikil ringulreið, of lítil mannleg nálgun, of lítil menntun.
En það þarf svo sem enga reynslu til að sjá að fyrirtæki sem eru gagngert stofnuð til þess að blekkja banka, skattstjóra og almenning eiga nákvæmlega engan rétt á sér.
Baldur Hermannsson, 20.4.2009 kl. 11:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.