Laugardagur, 18. apríl 2009
ESB-auglýsingar fjármagnaðar af Brussel
Aðildarsinnar keyra dýra auglýsingaherferð fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Staðfastir menn eins og Þorsteinn Pálsson ritstjóri Fréttablaðsins eru þar kynntir sem áhugamenn um inngöngu. Vitað er að sjóðir Evrópusambandsins eru opnir áhugamönnum um að Ísland gangi Sambandinu á hönd.
Brusselvaldið lætur sig ekki muna um að ryðjast inn á vettvang innanlandsstjórnmála og kaupa sér áhrif. Og alltaf er hægt að finna einstaklinga sem eru tilbúnir að selja sig, eins og dæmin sanna.
Athugasemdir
Við ráðum bara ekki við þetta verkefni að reka þjóðríki og besta leiðin til að verjast innlendri spillingu er að ganga í EBS því að þrátt fyrir allt er hún miklu minni þar. Spillingin á Íslandi kostar okkur milljarða, fleiri milljarða en skattsvik og búðarþjófnaðir.Ég vil komast undan íslenskum stjórnmálamönnum og launráðum þeirra með því að ganga í ESB.Hinn kosturinn er að landið fari úr byggð.
Einar Guðjónsson (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 11:32
Sæll Páll.
Mjög góð grein hjá þér að vanda
Þeir kunna það hjá ESB að bera fé á þá sem ganga þeirra erinda. Þeir hafa digra og sérmerkta sjóði til þess að bera út ESB- rétttrúnaðinn.
Einar Guðjónsson vil ég biðja um að hugsa málið aðeins betur og það til enda.
Hann segir í fyrsta lagi að "við ráðum bara ekki við það verkefni að reka þjóðríki"
Þessu vil ég svara að þetta er alger vitleysa og Íslenska þjóðin hefur fyrir löngu sannað tilverurétt okkar fullveldis og okkar sjálfstæðis.
Það voru einmitt sjálfstæðið og fullveldið sem færðu okkur frá því að vera ein snauðasta og fátækasta þjóð Evrópu í það að hafa byggt hér upp kröftugtt og að mjög mörgu leyti gott velferðar þjóðfélag. Þjóðfélag sem fært hefur okkur um margra áratuga skeið einhver bestu lífskjör í heimi.
Þó svo að nú hafi virkiilega blásið á móti og við höfum brennt okkur illilega á því að hafa orðið of ginnkeypt af alþjóða græðgisvæðingunni og óheftum banka-kapítalisma sem innleiddur var hér sem hin einu heilögu trúarbrögð frjálshyggjunnar.
Þá erum við ekki ein um þessa ginningu heldur meira og minna allur hinn vestræni heimur sem á nú þar af leiðandi í mjög miklum efnahagsvandræðum og sýpur seiðið af því að hafa látið þennan villta kapítalisma yfir sig ganga.
Lendingin varð heldur harðari hér vegna þess að landið er fámennt og við uggðum ekki að því hvað það var hættulegt að láta bankakerfið vaxa svona stjórnlaust upp fyrir höfuð þjóðarframleiðslunnar og svo auk þess reyndist hið Evrópska (ESB) sérfræðinga regluverk og eftirlit sem reist hafði verið hér um banka- og fjármálastarfsemina allt of máttlítið og í raun handónýtt.
Samt sem áður þrátt fyrir efnahagshrunið þá á Íslenska þjóðin áfram mjög mikla möguleika ef hún ber gæfu til að standa saman um hagsmuni sína og vernda sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar, um fram allt annað.
Því í sjálfstæðinu býr hinn kyngimagnaði sköpunarkraftur þjóðarinnar sem getur leyst úr læðingi þann kraft sem þarf til að byggja hér fljótt á ný eitt af bestu og framsæknustu þjóðfélögum heims.
Við eigum að líta á kreppuna sem tækifæri ekki sem uppgjöf og úrtölur.
Aldrei aftur munum við byggja upp einkavætt bankakerfi á ný sem fær svona hömlulausar heimildir til græðgisvæðingar alls þjóðfélagsins og eða til eftirlitslausrar alheims útrásar
Við munum nú vega betur allt sem við gerum og hafna að setja gildi auðs og græðgi aftur í efstu sætin. Í staðinn verða önnur gildi hafinn hér til vegs og virðingar á ný.
Við erum líka svo heppinn að það er hægt að byggja upp að nýju. Öfugt við Ríkkissjóð margra annarra ríkja sem voru fyrir skuldum vafnir þá var Ríkssjóður Íslands nánast skuldlaus þegar alheims kreppann skall hér á.
Þess vegna á Íslenska Ríkið mun léttara með að taka þann þunga skell sem við fáum nú og þó hann sé heldur þyngri en flestra annarra þá munum við samt með okkar miklu þjóðarframleiðslu ráða mun betur við hann en margar aðrar Evrópu þjóðanna.
Talið er að í árslok 2009 þegar búið er að ganga frá lausum endum að þá verði vaxtaberandi erlendar skuldbindingar ríkisins u.þ.b. 700 milljarðar. Á móti þessu koma svo auðvitað heilmiklar eignir Ríkisins.
Engu að síður er þessi tala mun lægri en talið er að verði að meðaltali hjá flestum ríkjum ESB og er þá auðvitað bæði tekið tillit til mannfjölda og þjóðarfamleiðslu hvers um sig.
Þannig að dæmið lítur mun skár út en margir leyfa sér að útmála.
Oft reyndar er miklu óhagstæðari og verri tölum flaggað í áróðursskyni þeirra sem vilja með öllum ráðum fórna sjálfstæði okkar fullveldi og véla okkur inn í ESB-Stórríkið
Varðandi það sem Einar Guðjónsson segir að við verðum að ganga í ESB til að losna undan spillingunni. Þá er þetta hin argasta öfugmælavísa.
ESB- embættis mannavaldið sem leikur eftilitslaust og sjálfala um sjóði Sambandsins og allt það apparat er eitthvert siðspilltasta og mútuþægasta apparat sem fundið hefur verið upp í gervallri mannkynssögunni.
Spillingamálin þar eru árlega mörg hundruð og talið er að 150 milljarðar EVRA tapist árlega í meðförum apparatsins. Enda er það svo að lögskipaðir löggiltir endurskoðendur ESB hafa ekki fengist til að undirrita eða samþykkja ársreikninga Sambandsins samfleytt í heil 14 ár.
Ef við gengjum í ESB myndi spillingin bara aukast um allan helming og ný spillingarbæli ESB apparatsins spretta upp hér á landi. Svo yrði Íslensku stjórnmálamönnunum bara opnaðar ennþá fleiri leiðir bæði hér innanlands og í völunarhúsum ESB valdsins í Brussel til þess að láta spillinguna grassera sem aldrei fyrr. Spilling íslenskra stjórnmálamanna er hjóm eitt miðað við það spillingarhreiður sem ólýðræðislegt vald ESB- ráðanna og nefndanna hefur leitt yfir þegna aðildarlandanna.
ÞESS VEGNA VERÐUM VIÐ AÐ SJÁ Í GEGNUM LANDRÁÐA ÁRÓÐURINN OG HAFNA ESB AÐILD MEÐ ÖLLU !
LIFI FRJÁLST OG FULLVALDA ÍSLAND - ÁN FORSJÁRHYGGJU ESB VALDSINS
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 13:36
Auðvitað eigum við að ganga í Evrópusambandið og það sem allra fyrst. Hættum þessari minnimáttarkennd gagnvart útlöndum. Fyrir utan það nú auðvitað, að innganga í ESB og upptaka evru er forsenda þess að við komum okkur út úr kreppunni.
Jafnvel löngu fyrir hrun, hefðum við átt að taka upp evru. Kostnaður við krónuna er búinn að vera skelfilegur, jafnvel á "góðæristímum", í formi ofurvaxta, óstöðugleika, hærra matarverð, osfrv. Listinn er langur og alveg óskiljanlegt hve margir eru reiðubúnir að borga sérstaklega fyrir sjálfstæðan gjaldmiðil, í formi einhvers ímyndaðs fullveldis.
En burtséð frá því, hvaðan kemur fyrirsögn pistilsins? Ef þessar auglýsingar (sem ég hef nú ekki séð) eru fjármagnaðar frá Brussel, af hverju nefnirðu það ekki frekar í pistlinum? Hverjir borga þetta?
Evreka (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 15:05
Mér finnst alltaf jafn merkilegt að sjá fólk skella skuldinni af "ofurvöxtum, óstöðugleika, hærra matarverði, osfrv" á krónuna. Þessi þrjú atriði sem hér eru nefnd koma gjaldmiðlinum sem slíkum ekkert við.
Mestu mistök í íslenskri hagstjórn var að taka upp flotgengisstefnu með verðbólgumarkmiði. Ef fólk skoðar hagtölur frá áratugnum áður en sú stefna var tekin upp má sjá þann stöðugleika og lága verðbólgu (sem þýðir lágir vextir).
Hærra vöruverð er svo hægt að skýra að mestu með flutningskostnaði og smæð markaðarins. Það breytist ekkert með ESB aðild.
Axel Þór Kolbeinsson, 18.4.2009 kl. 15:36
Loftur Altice Þorsteinsson var með svipaðar „upplýsingar“ um greiðslur frá ES til áhangenda. Ég hélt að þú Páll værir ekki á hans lága plani.
Hjálmtýr V Heiðdal, 18.4.2009 kl. 17:22
Upp á borðið með sannanirnar fyrir þessari fullyrðingu. Annars fellur hún um sjálfa sig.
Bobbi (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 17:36
Aupvitað á að ganga í ESB. Klikuflokkarnir vilja það ekki þvi þá missa þeir einhver völd. Spillingin er þvilik her að það má vænta annara byltingu ef ekki verða breytingar. ESB er stórkostlegur felagskapur sjálfstæðra þjóða.Sjálfstæðisflokkurinn buinn að missa all niður um sig.micasa@simnet.is.
Árni Björn Guðjónsson (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 17:52
Greinilegt að ESB-liðar telja fjármögnun ESB á áróðursherferðum sínum óeðlilega og þeim ekki til framdráttar.
Vitað er að ESB eyðir meiri fjármunum til slíkra áróðursverkefna en Kóka Kóla fyrirtækið bandaríska eyðir í auglýsingar um allan heim.
Einnig er vitað að íslenskir aðilar eru fjármagnaðir af ESB.
Það liggur því í augum uppi að yfirgnæfandi líkur eru á því að ESB áhugamenn eru fjármagnaðir af ESB.
Vilji ESB áróðursliðið bera af sér sakir um slíka fjármögnun þyrftu þeir að opna bókhald sitt.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 04:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.