Siðfræðistofnun, ekki Ríkisendurskoðun

Guðlaugi Þór Þórðarsyni væri nær að biðja Siðfræðistofnun að gera úttekt á sjálfum sér en Ríkisendurskoðun. Áhugavert væri að vita hvernig Siðfræðistofnun leysti úr álitamálum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar.

Eftirfarandi staðreyndir liggja á borðinu:

a) Guðlaugur Þór safnaði peningum í flokkssjóð Sjálfstæðisflokksins haustið 2006

b) Frá Landsbanka og FL-group söfnuðust samtals 55 milljónir króna

c) FL-group sérstaklega, en einnig Landsbankinn, höfðu áhuga á eigum Orkuveitu Reykjavíkur

d) Guðlaugur Þór var stjórnarformaður Orkuveitunnar

e) Guðlaugur Þór beitti sér fyrir samningum Orkuveitunnar við FL-group árið 2007

Þá er það milljón króna spurningin: Hvað kostar það Guðlaug Þór og Sjálfstæðisflokkinn að kaupa sér hreint siðferðisvottorð?


mbl.is Óskar úttektar á störfum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Ég hnýt um  e-liðinn.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 13.4.2009 kl. 20:28

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sömuleiðis. Hvenær varð Guðlaugur stjórnarformaður Orkuveitunnar og hvenær var farið að semja við FL-Group? Reyndar má ekki dæma mann á því sem kallað er "circumstantial evidence" -  þ.e. hann var staddur í þorpinu þegar morðið var framið, hann gæti hafa framið það og þess vegna hlýtur hann að hafa framið það.

Baldur Hermannsson, 13.4.2009 kl. 21:22

3 identicon

Þar sem kemur fram athugasemd númer tvö er verið að tala um morð þar er sagt að hann hafi verið staddur í þorpinu þegar morðið var framið,hann gæti hafa framið það og þess vegna hlýturr hann að hafa framið það. Hverslags bull er þetta þetta er komið út í svo mikla vitleysu að það botnar engin í þessari vitleysu menn ættu að líta sé nær og líta í spegil og skamast sín skítkast á engan rétt á sér og er ykkur og öllum öððrum til stórbornar skammar

sem hafa verið með slíkt um Páskahelginna mé finst einsog þetta komi frá vinstrimönum.

Þorsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 21:55

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sjá nýbirta færslu um lið e)

Páll Vilhjálmsson, 13.4.2009 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband