Krugman neglir fjármálakerfið

Frá sjöunda áratug síðustu aldar og fram að yfirstandandi fjármálakreppu tvöfaldaðist stærð bandaríska fjármálakerfisins, fór úr fjórum prósentum þjóðarframleiðslu í átta prósent. Fjármálakerfið seldi þá hugmynd að lán væru ekki rétt og slétt lán heldur mætti búta þau í sundur, búa úr þeim vafninga til að selja og endurselja. Fjármálaumsýsla af þessu tagi átti að dreifa áhættu betur en gamla fyrirkomulagið, ekki aðeins í upprunalandinu heldur á alþjóðavísu. Hugmyndin fékk lögmæti á frjálshyggjuáratugnum þegar Reagan var við völd í Bandaríkjunum og Thatcher í Bretlandi.

Regluverki í kringum fjármálastofnanir var rutt úr vegi enda gerði það ekki annað en að torvelda framgang nýju fjármálaverkfræðinnar.

Fjármálakreppan afhjúpaði svindlið eins og Nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði, Paul Krugman, bendir á í nýjum pistli í New York Times.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Góð grein

Sigurður Þorsteinsson, 28.3.2009 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband