Föstudagur, 27. mars 2009
Faðir, sonur og heilagur andi
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að ganga í Evrópusamandið. Ég skil ekkert í landsfundarfulltrúum að segja það ekki bara beint út," sagði Pétur Blöndal, alþingismaður, einn þeirra sem lagði fram tillögu um að tillaga Evrópunefndar yrði felld.
Guð fyrigefi Pétri, hann ætlar að eyðileggja flokkinn," sagði Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur og staðarhaldari í Viðey. Þórir lagði áherslu á að landsfundarfulltrúar styddu það sem Björn Bjarnason sagði, en Björn kom í pontu og lagði áherslu á að landsfundarfulltrúar samþykktu lokadrög ályktunarinnar.
Þjóðin fái að skera úr um ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað mál er þetta hjá Pétri? Sjálfstæðisflokkurinn þarf ekkert að ganga í Evrópusambandið, enda held ég að það samband taki ekki við aðildarumsókn frá stjórnmálaflokkum. Hinsvegar gæti þjóðin e.t.v. samþykkt aðildarviðræður í lýðræðislegum kosningum. Svo hvað er málið?
Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 17:44
Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki afnema sjálfstæðið, það er málið. Og skyldi engan undra!
Hjörtur J. Guðmundsson, 27.3.2009 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.