Spron og Byr í gjaldþrot

Sparisjóðir voru á sínum tíma stofnaðir til að þjóna almenningi og gerðu það skammlaust lengi vel. Þegar græðgisvæðingin skall á vildu stjórnendur og stofnfjáreigendur komast yfir eigið fé sparisjóðanna með vafasömum hætti. Alþingi reyndi að stemma stigu við yfirganginum og samþykkti frumvarp í febrúar 2004 með 43 atkvæðum gegn einu sem átti að vernda almannahagsmuni.

Græðgisliðið linnti samt ekki látunum fyrr en það tókst að févæða sparisjóðina til fulls og þá tóku snillingarnir við að véla með peninga sem þeir áttu ekki. Alþjóð veit afleiðingarnar, Guðmundur Hauksson og félagar keyrðu sjóðina í þrot.

Spron og Byr koma núna með betlistaf í hendi til ríkivaldsins og vilja endurfjármögnun með almannafé. Ríkisstjórnin á að segja nei - stóru sparisjóðirnir Spron og Byr gegna engu hlutverki lengur fyrir almenning og það á ekki að láta þá fá krónu með gati.

 


 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gegna stóru ríkisbankarnir "hlutverki fyrir almenning," Páll?

Viltu þjóðnýta allt eða keyra allt í þrot? Veiztu ekki, að margir færðu fé sitt í sparisjóðina eftir hrun stóru bankanna? Taktu meiri ábyrgð á orðum þínum í þessu efni, og líttu til þess, að ríkið dældi geysilegu fé í bankana, en hefur ekkert gert af því tagi fyrir sparisjóðina. En það má svo sem láta þá fara í þrot, ef menn svo vilja og telja það gott. En hvað fá þeir út úr því? Betra þjóðlíf og meiri lánastarfsemi sem örvar atvinnuvegina? Eða smá-uppbót á alla reiðina og allt tjónið, sem aðrir en sparisjóðirnir hafa valdið þeim?

Minnztu þess líka, að sparisjóðirnir eru ekki að biðja um gjöf, heldur stofnfjárbréfakaup. Hlutur hinna stofnfjárhafanna minnkar þar með. Þegar betur árar, getur ríkið síðan selt sína hluti, eftir að hafa hjálpað þessum stofnunum til að braggast. Fair enough, Sir?

Með góðri fullveldissinnakveðju til þín,

Jón Valur Jensson, 21.3.2009 kl. 00:56

2 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Sammála því sem Jón Valur segir, ríkið ætti að setja pening í þessi félög, ekki sem gjöf heldur sem hluthafi, og með því móti styrkjum við Sparisjóðina og ríkið væri orðnir hluthafar í þessum félögum, að vera segja að það á ekki að bjarga neinu er bara tómt bull.

Ríkinu ber skylda til þess að setja undir brauðlappirnar og leggja fé inn í sparisjóðina og styrkja rekstruinn, mitt mat.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 21.3.2009 kl. 11:44

3 identicon

Mér finnst rök Jóns og Ægis góð.

EE elle (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 12:27

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ég held að stóru sparisjóðirnir, Byr og Spron, séu dauðanum merktir. Sjálftökuliðið lék þar lausum hala og þar sem þjónustusvæði þessara sparisjóða er í þéttbýli þar sem nóg er af útibúum ríkisbanka sé ég ekki tilgang í að setja almannafé í það að halda þeim gangandi.

Ef það er svo að með tiltölulega lágu framlagi sé hægt að gera rekstrarhæfa einingu úr þessum tveim sparisjóðum þá er upplagt fyrir einkaframtakið að sýna hvað í því býr og kaupa sig inn.

Málið er að þrátt fyrir sterkar og afgerandi viðvaranir þá ákváðu sparisjóðirnir að halda á braut græðgisvæðingar. Þeir fóru vitandi vits fram á bjargbrúnina og eiga sjálfir að bjarga sér þaðan.

Páll Vilhjálmsson, 21.3.2009 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband