Sjálftökuflokkurinn

Í Sjálfstæðisflokknum er nokkrir hópar og sjálftökuflokkurinn þeirra stærstur. Sá flokkur lagði grunninn að útrásarfirringunni með því að selja ríkiseigur á tombóluprís til vildarvina. Vilhjálmur Egilsson er launaður starfsmaður sjálftökuliðsins og það að hann skuli leiða svokallaða endurreisnarnefnd sýnir að  Sjálfstæðisflokkurinn hyggst ekkert læra af mistökum síðustu ára.

Á meðan sjálftökuhópurinn ræður ríkjum í móðurflokki íslenskra stjórnmála er engin von til að flokkurinn komist til fyrri áhrifa. 


mbl.is Fólkið brást, ekki stefnan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég var mjög undrandi að sjá hann stýra þessu: "Hann sagði orðrétt: Það þarf að færa einkaaðilum eignir sem nú eru í eigu ríkisins" Það var orðið færa sem ég hjó eftir. Minnir á liðna tíma.

Finnur Bárðarson, 21.3.2009 kl. 16:48

2 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Ef marka má viðtal við meintann framtíðarformann flokksins í fréttablaðinu í dag þá telja þeir sig hafa axlað fulla ábyrgð, með nokkurra mánaða fjarveru flokksins frá landsstjórninni. Púff og allt er farið.

Við borgum.

Haraldur Rafn Ingvason, 21.3.2009 kl. 17:13

3 identicon

Manni hrís við tilhugsuninni.  Lesið t.d. umræðuna hér þar sem farið er aftur í tímann til 2004 og fjallað er um einkavæðingu bankanna.

En nýlega stóð á stokk bankamaður og fór fram á að einkvæða þyrfti bankana sem fyrst. Ég skrifaði um þetta hér.  Ótrúlegt en satt.

Hvað þarf til að breyta þessari vitfirringslegu og veruleikafirrtu stefnu sjálftökumannanna? Efnahagur þjóðarinnar er m.a. kominn á hliðina vegna athafna þessarra mannleysa sem engu hafa eirt og munu engu eira.

Munurinn núna og fyrir nokkrum árum að það er af mun minna að taka, því eru þessir sömu aðilar strax komnir á kreik aftur  í örvæntingu sinni að ná í leifarnar ef einhverjar skyldu vera.

Og það verður ekkert gefið eftir ef þessar mannleysur komast aftur í aðstöðu til þess að skammta sjálfur sér og sínum.

Einstaklingar sem hafa ekki snefil af umhyggju eða samúð fyrir öðrum - t.d. almenningi hér á landi, börnum okkar og afkömendum öllum - eru ekki hæfir  til að leiða efnahag þessarar þjóðar.  Flóknara er það nú ekki.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband