Föstudagur, 27. febrúar 2009
Sá norski
Tvö sjónarhorn eru á innsetningu Sveins Haraldar Eygarðs í embætti bankastjóra Seðlabanka Íslands. Annars vegar að hann sé redding bráðabirgðastjórnar sem gaf sig á vald múgæsingar er krafðist Davíðsfórnar vegna bankahrunsins. Í anda þessa sjónarhorns ætti maður að hafa allt á hornum sér vegna Sveins norska, og taka undir æmt um stjórnarskrárbrot og kæru til umboðsmanns.
Hins vegar má líta á ný lög um Seðlabanka og ráðningu Sveins Haraldar sem orðinn hlut og gefa sér að nýr Seðlabankastjóri sé hinn vænsti maður er ber enga sök á aðdraganda ráðningarinnar. Sveinn Haraldur er fagmaður og kemur frá þeirri frændþjóð sem maður lítur eiginlega ekki á sem útlendinga.
Við ættum að gefa Sveini Haraldi vinnufrið og tækifæri til að sanna sig. Biðjum hann samt að tala heldur norsku en ensku.
Nýr seðlabankastjóri settur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er furðulegt sjónarspil sem boðið er uppá af bráðabirgðastjórninni:
Ömmi gramsar í smánótum frá Gulla á meðan heilbrigðiskerfið logar stafna á milli. Jóka rekur eina manninn sem varaði við aðsteðjandi vanda, á meðan Steingrímur, ráðherra, lítilsvirðir hið háa Alþingi meira en nokkur annar fulltrúi framkvæmdavaldsins hefur gert, liklega fyrr og síðar, ... ja, svei..Hann hefði átt að spangóla hærra um að Alþingi væri misboðið af framkvæmdavaldinu ... Véla svo hingað blásaklausan norðmann á svig við stjórnarskrána. Hvar endar ruglið?
Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 20:35
Ég held að Svein Harald Öygard sé ekkert verri þótt hann sé norskur.
En hvaða árátta er þetta alltaf í íslendingum að íslenska öll erlend manna og staðarnöfn ?
Svo þegar útlendingar geta ekki sagt íslensk nöfn rétt, þá ætlar allt um koll að keyra. Er þetta ekki tvískinnungur ?
TARA, 27.2.2009 kl. 22:36
"Annars vegar að hann sé redding bráðabirgðastjórnar sem gaf sig á vald múgæsingar er krafðist Davíðsfórnar vegna bankahrunsins".
Hvaða Davíð ertu að tala um Páll minn? Krafan á Austurvelli, mánuðum saman, var: Burt með stjórn Seðlabankans.
Í fyllingu tímans átta Flokksmenn sig á því að stjórn Seðlabankans, Fjármálaeftirlitsins og ríkisstjórnin sjálf hefðu átt að segja af sér í kjölfar bankahrunsins.
Í dag lifið þið hins vegar í sýndarveruleika og neitið að horfast í augu við staðreyndir. Þú titlar þig blaðamann en þar vantar sennilega "íslenskur" í starfstitilinn.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 00:49
Einhversstaðar á leiðinni hefurðu gleymt að alvöru blaðamenn eru óhlutdrægir og eiga að fara með rétt mál.
Davíð Oddson bar töluverða ábyrgð í bankahruninu og var búinn að vera óhæfur lengi, og í raun óhæfur sjálfkrafa frá upphafi í ljósi þess hvernig stöðuveitingum á borð við seðlabankastjórastöður hefur verið háttað þar til nú.
Það var mikill meirihluti landsmanna sem vildi Davíð burt, og var sá vilji í öllum flokkum. (Já og líka í Sjálfstæðisflokknum, a.m.k þeim sem þorðu að vera ósammála flokkslínunni).
Reikna með að þú sért nú ekki að blogga þetta sem blaðamaður, heldur sem þína persónulegu skoðun. Væri svo væri þetta nú frekar ómarktækt, hlutdrægt. (Já og líka í Sjálfstæðisflokknum, a.m.k þeim sem þorðu að vera ósammála flokkslínunni).
smg, 28.2.2009 kl. 16:39
http://www.visir.is/article/2009224523287
Hægt er að fækka áhyggju/þrasefnum um eitt, ef menn vilja.
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.