Evrópskt Þýskaland eða þýsk Evrópa

Evrópusambandinu og forverum var ætlað að Evrópuvæða Þýskaland, til að forða álfunni frá þýsku forræði sem náði hátindi með þriðja ríki Hitlers. Markmið fjölþjóðsambandsins er að flétta hagsmuni aðildarríkja saman til að friðurinn rofni ekki líkt og hann gerði 1914 - 1918 og aftur 1939 - 1945. Síðasta stórverkefni Evrópusambandsins, myntbandalagið, stendur á tíu ára afmæli sínu frammi fyrir áraun sem gæti breytt þróun sambandsins.

Myntbandalagið er ekki með sameiginlegan bakhjarl ríkiskassa Evrópusambandsríkja. Evrópski seðlabankinn í Frankfurt er meira í ætt við fjármálaeftirlit með útgáfuheimildir á peningamagn. Ríkin sextán sem nota evru reka hver um sig sinn ríkissjóð. Reglur kenndar við Maastrict mæla fyrir um leyfilegan halla á ríkissjóði aðildarlanda (þrjú prósent) og önnur vikmörk í ríkisfjármálum (skuldir ekki yfir 60 prósent af þjóðarframleiðslu).

Stóru ríkin, Þýskaland og Frakkland, brutu reglurnar árið 2005 og komust upp með það. Brot þeirra var þó smámunir miðað við holskefluna sem dynur yfir efnahagskerfi evrulanda. Írar stefna í 12-14 prósent halla á ríkissjóði með skuldir vel yfir 100 prósent af þjóðarframleiðslu.

Írar verða prófsteinn á það hvernig myntbandalagið bregst við óvenjulegum aðstæðum. Vitanlega er marklaust að sekta Íra. Annað hvort er að leyfa Írum að dingla eða skera þá úr snörunni. Aðeins eitt ríki hefur efni á að fjármagna björgunarleiðangur til Írlands.

Þýskaland hefur hingað til neitað að ljá máls á að niðurgreiða óreiðuþjóðir. Að kröfu Þjóðverja hafa vextir á evrusvæðinu verið hærri en víðast annar staðar, einkum upp á síðkastið, enda þýskir minnugir afdrifa Weimarlýðveldisins sem fuðraði upp á verðbólgubáli millistríðsáranna.

Efnahagskreppan er líklega orðin það djúp að lækkun stýrivaxta í Evrópu, úr tveim prósentum niður í núll komma eitthvað, mun litlu breyta. Evrópski seðlabankinn þarf sennilega að kaupa ógrynni af ríkisverðbréfum Íra og annarra sem höllum fæti standa s.s. Spánverja.

Þjóðverjar munu standa undir þessum útgjöldum og þeir vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það eru náttúrulega engir fjármunir til í ríkiskassa ESBé landsins því að fjáraustur bjúrókratanna í eigin spillingarhít er svo gífurleg.

Það er ljóst að Maastricht samkomulagið er hrunið til grunna.  Eins og þú sagðir réttilega Páll þá leyfðu Frakkar og Þjóðverjar sér að gera það sem þeir hefðu hellt sér yfir aðrar þjóðir fyrir að gera hefðu þær vogað sér.  Það er nefnilega það að Frakkar og Þjóðverjar líta á sig sem æðri öðrum þjóðum sambandsins. 

Evran er í frjálsu falli, kreppan sverfur að ESB ofan á allt atvinnuleysið sem fyrir er.  Bankarnir eru að hruni komnir þó svo að búið sé að dæla í þá gífurlegum fjármunum almennings.  Ríkissjóðir ESB landanna eru að þrotum komnir og ekkert annað í stöðunni en enn meira atvinnuleysi og enn meira böl.

Svo erum við að kvarta hér á Fróni og viljum endilega fara þarna inn.

En sjáið bara til, það verður íslenska krónan sem mun koma okkur til bjargar eins og hún hefur alltaf gert, sama hvernig við höfum farið með hana, þjösnast á henni sparkað í hana og jafnvel grafið hana, talið hana dauða.  Nei það er enn lífsmark með krónunni hún á mörg ár eftir.

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 18.2.2009 kl. 00:55

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Góður Páll!

Góður Tómas!

Hjörtur J. Guðmundsson, 18.2.2009 kl. 08:07

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já, Páll. Góður pistill

Rétt í þessu voru að berast þær fréttir að þjóðarframleiðsla Úkraínu dróst saman um 20% í janúar (frá ári til árs). Stóra kreppan hefst hér með í Úkraínu. It's on.

Ukraine GDP Down 20% In January

Herra þýska Steinbryggja talaði að venju yfir sig. Þýskaland mun ALDREI ganga með til þess að bjarga neinum í ESB. Þýskir skattgreiðendur munu aldrei samþykkja það og þeir hafa heldur ekki efni á því. Það yrði pólitískt sjálfsmorð Angelu Merkel. En skyldi hið "óhugsandi" gerast aftur, þá er ég einmitt sammála Páli.

=======================

updated 16:44:06 Germanys finance minister was talking in hypothetical terms late on Monday when he said euro zone countries would have to help a fellow member state if it encountered major financial problems, a ministry spokesman said.

There was also no link between Finance Minister Peer Steinbruecks comments on helping another such euro zone state and his remark that Ireland was in a very difficult situation, which was merely an observation, the spokesman added.

=======================

German finmin remark on euro zone aid 'hypothetical'-spokesman

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 18.2.2009 kl. 15:08

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Oh, by the way. hverjir fjármagna bankakerfi Austur Evrópu? Svar bankakerfi ESB. Þýskaland, Ítalía, Spánn, Belgía, Svíþjóð, ofl.

(það var ekki ég :)

Gunnar Rögnvaldsson, 18.2.2009 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband