Evrópuúlfar í gengisgæru

Íslandsvinurinn Daníel Hannan kemur með ágæt rök fyrir því að ef Íslendingar gefast upp á eigin mynt væri breska pundið ágætur kostur - mun betri en evran. Daníel er maður skynseminnar og telur að fyrsti kostur okkar ætti að vera að halda krónunni. Hún er heldur vinafá krónan þessi misserin og vink Daníels gleðigjafi.

En að alvöru málsins. Þeir eru til sem á heilbrigðum forsendum telja að Ísland geti ekki haldið uppi eigin gjaldmiðli. Ýmis rök eru tínd til, svo sem smæð efnahagskerfisins og sveiflur á gengi. Það sem er tortryggilegt við þessi rök er að við sem þjóð höfum haft krónuna í hundrað ár og á þeim tíma komið okkur úr moldarkofum yfir í öfundsvert nútímasamfélag. Allan þann tíma vorum við fá og efnahagskerfið lítið. Hvað hefur breyst?

Þorri þeirra sem gagnrýna krónuna er á hinn bóginn Evrópuúlfar í gengisgæru. Þeir nota veika stöðu krónunnar til að stunda áróður fyrir inngöngu í Evrópusambandið. Menn af þessu sauðahúsi eru sömu náttúru og þeir sem stela úr söfnunarbaukum; um þá þarf ekki að hafa fleiri orð.

Það má máta krónuna við breska pundið. Við stundum meiri viðskipti við Bretland en t.d. Noreg og höfðum ágæta reynslu af Bretum, eftir þorskastríð og fyrir hryðjuverkalögin.

Harla ólíklegt er að Bretar leggi pundið niður og gangi í evrubjörg Brussel. Eins og Daníel bendir á hefur pundið sigið um þriðjung gagnvart evru undanfarið og speglar þá staðreynd að Bretar eru á undan meginlandinu í kreppukúrfunni - en auðvitað langt á eftir Íslendingum.

Með því að setja umræðu um pundið á dagskrá núna gætum við kannski verið í stakk búin að taka ákvörðun eftir hálfan annan áratug um hvað við viljum í gjaldmiðilsmálum.


mbl.is Ísland ætti að taka upp breska pundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert ekki lengi að afgreiða stuðningsmenn ESB ;-)

...Evrópuúlfar í gengisgæru og menn af þessu sauðahúsi eru sömu náttúru og þeir sem stela úr söfnunarbaukum. Í hundrað árum höfum við haft krónuna og á þeim tíma komið okkur úr moldarkofunum yfir í öfundsvert nútímasamfélag. Allan þann tíma vorum við fá og efnahagskerfið lítið.

Svo kemur þín "snjalla spurning" ;-) Hvað hefur breyst ?

Eru þetta þín helstu rök fyrir því að ganga ekki í ESB ?

"Nafni", ég gæti ekki sett okkar "fína" nafn undir þinn texta, og spurningin í restina "Hvað hefur breyst" er brandari ;-)

Ég nenni ekki að eyða fleiri orðum á textann þinn en kalla þig samt ekki neinum "slæmum nöfnum", því þú hlýtur að vera að grínast. ;-)

.....bara ein spurning í lokin; Hverjir eru það sem öfunda okkar af "þessu öfundsverða nútímasamfélagi okkar" ? ;-)

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 23:29

2 identicon

Það er harla ólíklegt að Bretar taki upp evru segir þú; það kann að vera rétt, enn ólíklegra er að Bretar leyfi okkur að taka upp pundið. Þetta er enn ein vitleysan í ESB andstæðingum -- íslenskum sem evrópskum. Um daginn stakk einn norskur upp á því að við tækjum upp NOK, en áhugi landa hennar reyndist heldur lítill -- meira að segja hjá vinkonu og kollega Steingríms J. Staðreyndin er einfaldlega sú að við höfum akkúrat tvær leiðir -- og að halda einhverju öðru fram er fásinna -- að halda í krónuna eða ganga í ESB og taka upp evru. Fyrri leiðin er auðvitað fær; við höfum verið með sjálfstæðan gjaldmiðil í rúm 80 ár. Hann hefur ekki reynst neitt sérlega vel (fallið um 2000 sinnum gagnvart norrænu myntunum frá 1924), en hann hefur þó almennt gengið. Ef ESB kemur ekki til greina verðum við að lifa með sveiflunum, gengisfellingunum, vöxtunum, etc. Geir Haarde segir að þetta sé allt í lagi, og eigum við ekki bara að trúa honum? Hann ber jú enga ábyrgð á því hvernig fór á síðasta ári, ekkert frekar en DO, sem líka trúir á krónuna, sjálfstæðið og allt það.

Guðmundur (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 09:13

3 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Hvers vegna ætti að leggja niður breska pundið. EURO er þegar vitavonlaus gjaldmiðill sem flestum er illa við en nota af illri nauðsyn, í von um að allir aðrir muni standa sig í notkun þess.

Norska krónan er sá gjaldmiðill sem Íslendingar ættu að binda sig við og stefna að nánum samskiptum við Norðmenn í stjórnmálalegu-, fjármálalegu og menningarlegu tilliti.   Bestu kveðjur frá Stokkhólmi, B

Baldur Gautur Baldursson, 16.2.2009 kl. 16:48

4 identicon

Merkilegt þetta með heilögu Jóhönnu.

Það er ekki alveg sama hver brýtur af sér. Sumir mega það, aðrir ekki. En stórmerkilegt er hversu fáir fjölmiðlar fjalla um það. Reyndar sjá Kastljósið loksins ljósið í kvöld eftir langa bið og Helgi Seljan fjallaði um það af nokkuð óvæntum krafti, sem hefur hingað til vantað þegar vinstri sinnaðir stjórnmálamenn eiga í hlut. Því þeir virðast mega gera meira en aðrir.

Jóhanna ráðherra, núverandi forsætisráðherra, misbeitti valdi sínu.

Hún braut reglur.

Brot hennar flokkast undir „alvarleg afglöp í starfi“.

Finnst fólki þetta bara allt í lagi - hugsanlega af þvi að það er HÚN sem á í hlut?

Aðrir ráðherrar hafa brotið stjórnsýslulög og þá hafa fréttamenn vítt um landið farið hamförum, ekki síst RUV.

Jóhanna segist „virða“ niðurstöðu dómsins en henni finnst það ekki sambærilegt við neitt annað og ætlar ekki að biðjast afsökunar á því að hafa brotið stjórnsýslulög (sjálfur forsætisráðherrann!!!) - af því að það er hún, heilaga Jóhanna sem framdi brotið. Þá vitum við það.

Helgi (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband