Laugardagur, 14. febrúar 2009
Úr auðræði í fjölræði
Samkeppniseftirlitið bannaði samruna útgáfufélaga Fréttablaðsins og Morgunblaðsins. Eignarhaldsfélög verða ýmist keyrð í gjaldþrot eða leyst upp. Stjórnvöld, skilanefndir, ríkisbankar og eftirlitsstofnanir eru smátt og smátt að leggja drög að nýju atvinnulífi eftir hrun auðræðisins í haust.
Ríkisstjórnin ætti að gera fjölræði að opinberri stefnu sinni. Fjölræði felur í sér smáar einingar. Við höfum sé hvernig rekstrarrök fyrir stórum einingum voru misnotuð til að búa í haginn fyrir fákeppni með alkunnum afleiðingum
Athugasemdir
Því er nú andsk. verr og miður að fákeppni, fáokun, einokun, svindl og þjösnaskapur hefur einkennt viðskiptalíf á Íslandi um ómunatíð og þurfti ekki auðræði til. Tek enda fyllilega undir kröfur um nýja hugsun, nýja tíma.Aama gildir um samþjöppun eignarhalds hér og um allan heim.
Friðrik Þór Guðmundsson, 15.2.2009 kl. 11:05
Þetta var dálítið erfið fæðing hjá Samkeppniseftirlitinu. Ég held að næstum allir aðrir hafi verið búnir að sjá að þessi samruni stæðist ekki samkeppnislög.
Alltaf kemur betur og betur í ljós nauðsyn fjölmiðlalaganna sem ORG hafnaði og Sandfylkingin og VG börðust hatramlega á móti.
Bestu kveðjur,
Tómas Ibsen Halldórsson, 15.2.2009 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.