Vinstri grænir hefji sig yfir flokkspólitík

Vinstri grænir biðu í áratug eftir tækifæri til að láta að sér kveða við landsstjórnina. Tækifærið kemur með starfsstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur en ummæli forystumanna Vinstri grænna benda til þess að þeir ætli að klúðra sínum möguleikum.

Steingrímur J. Sigfússon og Álfheiður Ingadóttir hafa látið orð falla sem má skilja þannig að þau vilji ganga á milli bols og höfuðs á Sjálfstæðisflokknum. Í sjálfu sér er ekkert við það að athuga að ímynda sér fall móðurflokks íslenskra stjórnmála, sérstaklega ef maður er vinstri grænn. En það er léleg pólitík að segja það upphátt.

Lyndon B. Johnson Bandaríkjaforseti ráðlagði einu sinni yfirlýsingaglöðum stjórnmálamanni að segja engum að fara til andskotans nema að geta persónulega fylgt honum þangað.

Vinstri grænir þurfa að sýna að þeir séu stjórntækir ef þeir ætla sér annað og meira en að vera flokkur í eilífðarandstöðu. Í stað þess að berja á Sjálfstæðisflokknum eiga vinstri grænir að einbeita sér að tala til almennings, útskýra stöðumat sitt og kynna tillögur að úrbótum.

Í villtum draumum vinstri grænna gæti Sjálfstæðisflokkurinn orðið að óverulegum smáflokki. Í reynd er engin hætta á að það gerist. Þó ekki sé nema vegna þess að valkosturinn, hinir þrír flokkarnir, býður ekki upp á annað en að Sjálfstæðisflokkurinn verður öflugur eftir næstu kosningar.

Í öllu falli verður gagnrýni vinstri grænna Sjálfstæðisflokknum ekki að fjörtjóni. Með því að eyða pólitísku púðri sínu á stjórnarandstöðuna eru vinstri grænir hins vegar að eyðileggja möguleika sína til sanna fyrir kjósendum að flokkurinn kann meira en andófspólitík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður klórar sér í hausnum í hvert sinn sem þú skrifar á þessa síðu þína !

Ertu bara þessi Palli sem átt þinn eigin heim ?    

JR (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 00:18

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Heill og sæll Páll

Mér líkar vel að lesa bloggið þitt og er þér oftast sammála.  Það á svo sannarlega við í þessu tilfelli.  Haltu áfram á sömu braut.

Tómas Ibsen Halldórsson, 12.2.2009 kl. 00:25

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Stærsti afleikur VG er að treysta annars vegar Samfylkingunni og his vegar Framsókn. Þessi (Kosninga)stjórn mun sverfa vel af VG, sennilega þó ekki jafn mikið og af xS.

Haraldur Baldursson, 12.2.2009 kl. 01:07

4 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Sammála Páll, Þessi "vinstrivæðing" núna rétt fyrir kosningar er sennilega það besta sem gat komið fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Aðalsteinn Bjarnason, 12.2.2009 kl. 12:53

5 Smámynd: Dexter Morgan

Ja, eitt er víst. Ef þeir ætla að styðja þessar arfavitlausu kröfur ASÍ, um að mismuna fólki og verðlauna þá sem EKKI hafa staðið í skilum með sín húsnæðislán, þá deyja VG við næstu kosningar.

Dexter Morgan, 12.2.2009 kl. 12:56

6 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Þú kannt öðrum mönnum betur þá göfugu list að strjúka mönnum andhæris, Páll .

Nú eru þeir óvenjulegu tímar í landinu að stjórnmálaflokkur allra landsmanna er í andstöðu, nokkuð sem fáir núlifandi manna hafa áður upplifað á ævi sinni. Mönnum líður svo illa út af þessu að raun er að fylgjast með (sjá http://baldurkr.blog.is/blog/baldurkr/entry/801391/) .

Ég hef þó skilning á þessu, því í minni æskuminningu átti Sigurbjörn alltaf að vera biskup og Ásgeir alltaf að vera forseti. Ég gat ekki ímyndað mér að heimurinn gæti nokkru sinni verið öðru vísi. En maður kemur í manns stað, eins og sagt er og, Geir tók við af Davíð og stóð sig með "bravör". Það er bara spurning hver er næstur

Flosi Kristjánsson, 12.2.2009 kl. 14:57

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ekki heyrðst mér nú að Steingrímur væri í neinum "hlutlausum raddgír " þegar hann kallaði sjálfstæðimenn "brunnmíga" í dag. Alltaf orðheppinn!

Sjálfstæðismenn á Alþingi eru ósköp vandræðalegir þessa dagana. Vita ekki sitt rjúkandi ráð og eru lafhræddir um að stlórn Jóhönnu og Steingríms nái utan um eitthvað af þem skítahaug sem ríkisstjórn Geirs skildi eftir sig.

Þeir minna á hrossaflugu sem lent hefur oní súrmjólkurskál vegna græðgi sem kom henni í koll. Eini sjálfstæðismaðurinn sem eitthvað kveður að er auðvitað Davíð Oddson sem minnir nú helst á flóttamanninn Arnes útileguþjóf, sem lauk starfsferli sínum sem ráðsmaður í tugthúsinu undir Arnarhólnum! Margur nafnkenndur maðurinn hefur komið við sögu þeirrar merkilegu mishæðar í landslagi Reykjavíkur.

Og nú veðja menn hver við annan: "skyldu þeir náonum í dag?

Árni Gunnarsson, 12.2.2009 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband