Fimmtudagur, 5. febrúar 2009
Baugur í sögubækurnar
Baugur er gjaldþrota. Eftirmæli Baugs verða einhvern veginn á þessa leið: Græðgi, fordild og fávísi. Kjánaprik af Seltjarnarnesi hélt að hann gæti sigrað heiminn og Ísland í leiðinni. Meira þarf til en ódýrt lánsfé og fífldirfsku til að verða að manni. Jón Ásgeir Jóhannesson er enn ungur maður og kannski fattar hann fyrr en verður gamall visku genginna kynslóða: Pungspark þarf að hitta í pung til að teljast spark.
Athugasemdir
Nú hlýtur Jón Ásgeir að skila útflutningsverðlaununum til Ólafs Ragnars. Nema að forsetinn hafi verið að verlðauna hann fyrir útflutning á milljörðum til smíði á snekkju og svo íbúðakaupa á Manhattan.
Græðgi, veruleikarfyrring og hálfgerð brjálsemi hefur einkennt útrrás Jóns Ásgeirs og reikingurinn lendir á þóðinni. En stór hluti þjóðarinnar dásamar þá samt ennþá fyrir einokunarverslun þeirra og fattar ekki að þeir hindri samkeppni þrátt fyrir úrskurð þar um. En ég held nú samt að flestir séu nú búnir að átta sig á að ógæfa þeirra Baugsmanna hafði nú meira með þá að gera heldur en haturs Davíðs á þeim. Jón Ásgeir fór endanlega með trúverðuleika Davíðshaturskenningar sinnar í gær enda hafði Jóhannes vit á því að minnast ekki á það í þætti Björns Inga í kvöld.
Sigurður (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 23:34
Neðanmálsgrein: Anne Ashworth skrifar í The Times ákall um að fullorðnir komi bresku smásöluversluninni til bjargar eftir lönguvitlausu (punglausu) íslensku skólastrákanna.
Páll Vilhjálmsson, 5.2.2009 kl. 23:38
Oft hef ég undrast áralanga heift þína.
Mikið held ég að sé frá þér tekið þegar þú finnur þig í að sparka í liggjandi menn.
R (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 23:52
Til R: Mikið er samúð þín sönn og djúp með liggjandi mönnum þegar þú getur ekki sýnt hana undir nafni.
Páll Vilhjálmsson, 5.2.2009 kl. 23:57
Já, fífldirfsku, græðgi og lítið vit, vil ég bæta við.
EE (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 09:29
Langar að þú fjarlægir ummæli mín að ofan, og þessi: Þó mér finnist þetta var óþarfi að skrifa það þarna og langar ekki að hafa það.
EE (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 10:19
... og þjóðin borgar fyrir allt sukkið enn sem fyrr ... og sauðheimskir útrásarvíkinggar gapa ljúgandi framan í sauðheimska þjóðina sem lætur bjóða sér allt ...
Stefán (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 13:23
Ja, hjerna. EKki kannski allt. En of mikið og alltof lengi, Stefán.. Fólkið í landinu er nú farið að stíga niður fætinum ansi oft.
EE elle
EE (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 13:49
Hvað Baug varðar hefurðu réttara fyrir þér en flestir aðrir! Kv. B
Baldur Kristjánsson, 6.2.2009 kl. 19:52
Eftirfarandi lét Davíð út úr sér rétt fyrir bankahrunið
Íslenskt bankakerfi og íslensk efnahagsmál standa traustum fótum þótt á móti blási um þessar mundir. Kerfisbundið afnám ýmiss konar hafta í efnahagsstarfseminni á síðustu fimmtán árum eða svo, einkavæðing, markvissar skattalækkanir og alþjóðavæðing íslensks atvinnulífs hafa þegar skilað stórfelldum ávinningi og lagt grunninn að nýju framfaraskeiði á komandi árum. Við munum hiklaust halda áfram á þeirri braut þegar við höfum unnið okkur út úr þeim tímabundnu erfiðleikum sem nú steðja að.”
Valsól (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 22:11
Svo það var alla tíð bara eitthvað persónulegt af Seltjarnarnesinu sem gerði þig svona hugsjúkan Páll. - Hér kemur þú loks upp um þig - Þrátt fyrir allt hafði það ekki hvarlað að mér að Seltjarnarnesið tengdi ykkur saman og það væri bara venjuleg barnaleg afbríðissemi og/eða hefnigirni frá því þú leist vaxandi ungmenni sem „kjánprik“ sem drifi þig áfram.
Gunnar (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.