Miðvikudagur, 4. febrúar 2009
Norsk króna og íslenskur fiskur
Norskir sjómenn stynja þungan vegna verðfalls á þorski á erlendum mörkuðum. Á síðustu vikum hefur kílóverð á þorski fallið um 15 prósent, samkvæmt Fiskaren.no. Minni eftirspurn og sterkari norsk króna gera sjávarútvegi frænda okkar grikk. Þótt sjávarútvegur sé enn veigamikill þáttur í norsku efnahagslífi er hann hvergi nærri eins stór hluti af þjóðarbúskapnum og hér.
Ef við hefðum norska krónu sem gjaldmiðil væri ekki stunið eins og í Lófóten heldur öskrað. Nýorðinn fjármálaráðherra ætti að hugsa norsku krónuna á enda og hafa eftir íslenskt viðkvæði: Hollur er heimafenginn baggi.
Athugasemdir
Það er ekki sterk norsk króna sem veldur því að sjómenn og fiskverkendur í Lófóten og um allan Noreg stynja vegna sölutregðu. Það er fyrst og fremst ódýr fiskur frá Asíu sem streymir inn á Evrópumarkaðinn. Og þar fyrir utan eru Norðmenn að selja eldisfisk sinn á mun lægra verði en ferskfiskinn. Afhverju ættu fólk að kaupa sjóveiddan þorsk á 1900 kr.kg þegar það getur fengið eldisþorsk á og lax á rúmlega 500 kr. kg.
Það má heldur ekki gleyma því að útflutningur eldisfisks frá Noregi er töluvert meri en allur íslenski fiskiflotinn aflar á einu ári. Innan 15 ára,, segja hagfræðingar í Noregi að fiskeldið verði farið að gefa af sér jafn mikið og olían. Svo hér erum um verulegar efnahagslegar stærðir að ræða og hefur lítið með gengi norsku krónunnar, sem reyndar hefur fallið mikið síðan í haust og fellur enn, að gera.
Dunni, 5.2.2009 kl. 08:17
Páll, þetta er öldungis rétt hjá þér. Eldisfiskur er bara eldisfiskur og verður seint ígildi, þótt nota megi hann í suma fiskrétti, sem eru þá mikið kryddaðir og beitt sé alls konar brellum við matreiðslu slíks hráefnis. Það er samt rétt hjá Dunna, að vegna mikils verðmunar kaupa margir eldisfisk í sparnaðarskyni.
Það verður að fara varlega í að binda trúss sitt við norsku krónuna. Kristín Halvorsen er ekki forsætisráðherra Noregs, svo að hún er ekki einráð þar í landi.
Kratarnir ráða þar mestu og áðurnefnd Kristín mun varla sprengja stjórnina út af
þessu máli. Þess utan eru Norðmenn, elsku frændur okkar, frekar nískir og ég tel að þeir munu aldrei gefa okkur neitt, sem máli skiptir.
Með kveðju frá Siglufirði, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 6.2.2009 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.