Samfylkingin missir ráðuneyti og Baugur lokar

Á meðan Samfylkingin stýrði viðskiptaráðuneytinu, og þar með skilanefndum og ríkisbönkunum, var Baugur áfram í rekstri. Jón Ásgeir Jóhannesson Baugsstjóri taldi sig hafa þannig tök á ráðherra Samfylkingar að ráðherra myndi tala máli Baugs við Landsbankann, sem er stærsti lánveitandinn. Þegar Samfylkingin missti ráðuneyti viðskipta voru öll sund lokuð og Baugur fer í greiðslustöðvun.
mbl.is Baugur í greiðslustöðvun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Sjálfstæðisflokkurinn hafði forystu í ríkisstjórn í fyrra, á sama tíma tapaði Eimskip 97 milljörðum og Straumur 105 milljörðum. Ekki er enn séð fyrir endann á tapi lífeyrissjóðanna, einstaklinga eða annarra félaga. 

Hverjar eru þínar kenningar varðandi þessa þætti efnahagshrunsins?

Sigurður Ingi Jónsson, 4.2.2009 kl. 13:13

2 identicon

Ætli Heilög Jóhanna hafi kjark til að svara af eða á hvort Jón Ásgeiri sögumaður er að ljúga upp á hana?

Hún hlýtur að þurfa þess strax ef hún og stjórnin á að halda einhverjum trúverðuleika.

Vandinn er að Jón Ásgeir á alla fjölmiðlana svo að aðeins rúv sem getur gengið í verkið.

joð (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 14:18

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sigurður Ingi ! Eigum við að taka þig alvarlega ? ? ? Tap Eimskipa og Straums sem eru bæði rekin af Björgólfunum og hefur tap þeirra ekkert með ríkisstjórnina að gera. Frekar er það meira um að kenna snilldarstjórnkænsku Björgólfanna, ef snilld skyldi kalla.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.2.2009 kl. 15:37

4 identicon

Baugur og Samfylkingin haldast í hendur nú sem fyrr. Eini munurinn er sá að nú á Baugur færri krónur til að fíflast með. Þeir geta ekki ráðskast lengur með bankakerfið. Þetta er eins og maður sem lifir eingöngu á yfirdrættinum. Nú er búið að loka fyrir yfirdráttinn. Það setur strik í (efnahags)reikningin. Þegar ekki er hægt að lifa lengur á lánsfé þá er allt stopp og öðrum kennt um. Stóra spurningin er hvenær Samfylkingin fær nóg? Ætlar hún virkilega að láta þetta líðast öllu lengur?

Helgi (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 15:48

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ætli Jón Ásgeir saki ekki Davíð um að vera valdana að 10° frosti þessa stundina.

Að hann sé að láta frysta eignir sínar hér á landi?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.2.2009 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband