Þriðjudagur, 3. febrúar 2009
Jóhanna biður Davíð að lýðskruma með sér
Nýi forsætisráðherrann er fangi lýðskrums. Jóhanna Sigurðardóttir gat ekki hafið sig yfir múgæsinguna og skipt um stjórnkerfi Seðlabanka með málefnalegum hætti; lagt fram frumvarp að lögum um breytta skipan Seðlabanka. Nei, hún þurfti að smjaðra fyrir fíflskunni og stilla Seðlabankastjórn upp við vegg. Til að gera málið enn subbulegra þurfti forsætisráðherra að gera starfslokagreiðslur að miðlægu viðfangsefni í uppgjöri við stjórn Seðlabankans.
Ærlegir menn gera ráð fyrir að Davíð Oddsson biðji Jóhönnu vel að lifa og sitji áfram æðrulaus í embætti og leyfi þinglegri meðferð að hafa sinn gang. Þar með segir Davíð það sem þjóðin þarf að heyra: Skrílræði komi ekki í stað lýðræðis.
Jóhanna og Davíð ræddu saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Rétt og gott mál. Það er orðið tímabært að fara andæfa þessu liði sem aldrei hefur notið neins fylgis og stoppa svona sóðaskap. Jóhanna, Steingrímur og Ögmundur er ekki fulltrúar þjóðarinnar, hafa aldrei verið og verða aldrei.
Gunnlaugur Bjarnason, 3.2.2009 kl. 20:07
Algerlega sammála. Eftir niðurstöðu síðustu skoðanakönnunar, er "þjóðin!, sem átti að ráða, allt í einu orðin "heilalausir fábjánar með gullfiskaminni"!Það vantar ekki samræmið eða rökin þarna megin!
Högni V.G. (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 20:14
Þetta er ljóti farsinn. Og svo toppar hún með að afhenda fjölmiðlunum uppsagnarbréfið. Kannski tíðkast það hjá Samfylkingarstjórum?
Vonandi lætur sá gamli þau aðeins hafa fyrir málinu okkur til skemmtunar.
joð (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 20:15
Fáum Davíð aftur í pólitíkina. Þá klárar hann dæmið á augabragði, endureinkavinavæddir bankar, einkavæddir spítalar, einkavæddir skólar, 50 ný sendiherrastörf, fullt þingfararkaup til æfiloka eftir eitt kjörtímabil á þingi með eigin sannfæringu Sjálfstæðisflokksins, eingöngu fjármagnstekjuskatt á laun yfir milljón á mánuði, afnám örorkubóta, hagræðing á elliheimilum með hópvistun vinstrisinnaðra gamalmenna í aflögðum gripahúsum og svona mætti lengi telja.
Lýðskrum er þegar sjálfstæðisþingmenn þykjast hafa lausnir á vandanum sem þeir kannast ekki við að hafa valdið.
Sigurður Ingi Jónsson, 3.2.2009 kl. 20:39
Mikið er ég sammála þér Gunnlaugur, þetta er nú meira lýðskrumið. Og ég held að á fjarstýringunni haldi Ingibjörg Sólrún, en Jóhanna framkvæmi skipanirnar, dýrkeyptur er 80 daga verkstjórnarstóllinn.
Og ég er líka viss um að þetta gerir hún með óbragð í munni, ég man ekki betur en að hafa lesið einhversstaðar á sínum tíma þegar flugfreyjan stóð í stappi við drykkjuhrútinn af Vesturgötunni að sá sem í raun hefði reynst henni best við þær aðstæður var einmitt Davíð Oddsson.
Sigurður Sigurðsson, 3.2.2009 kl. 20:47
Afsakaðu, ég meinti að sjálfsögðu Páll, þú fyrirgefur misritunina.
Sigurður Sigurðsson, 3.2.2009 kl. 20:48
Svona, svona, Sigurbjörg. Við verðum að skilja sársauka tryggra vina Flokksins sem nú er trausti rúinn. Þegar einn stígur fram og reynir að gera lítið úr óvinum frjálshyggjunnar þá þyrpast hinir að og fá svolitla ró í sálina með því að taka undir. En söngurinn er ofurlítið hjáróma, svona eins og gengur!
Árni Gunnarsson, 3.2.2009 kl. 22:46
Jóhanna hefur hingað til ekki gert sig seka um lýðskrum. Hún er hrein og bein, "pragmatisti" frekar en "populisti".
Það liggur á að skipta um yfirstjórn hins "tæknilega gjaldþrota" (hver er munurinn ?) Seðlabanka. Það er því ekkert við það að athuga að hún láti það verða sitt fyrsta verk að gefa Davíð kost á að segja af sér.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 4.2.2009 kl. 02:40
Fyrirgefðu Sigurbjörg, en er ég "sjálfhyggjumaður".
Ég vona að þið öll, Sigurbjörg, Árni, Hildur Helga og Erlingur hafi lesið grein eftir starfsmannastjóra Seðlabankans sem birtist í Morgunblaðinu í dag.
Ég þarf ekki að segja meira.
p.s. og svo er nú XD orðinn stærsti flokkurinn aftur ef eitthvað er að marka skoðanakannair, sem ég sjálfur hef nú enga trú á.
Sigurður Sigurðsson, 4.2.2009 kl. 10:36
Þetta er lýðskrum og ekkert annað. Ekki frekar en geðþótta ráðningar stjórmálamanna eiga að líðast þá ganga ekki heldur að þeir geti rekið þá sem þeir telja ekki bjóðandi án þess að leggja einhverjar sannanir brota í starfi.
Hér er líka um fleiri en Davíð að ræða.
Það sem kemur manni á óvart á öllum þessum plotttíma Samfylkingarinnar höfðu þau ekki gert neinar áætanir um hvernig að málum yrði staðið. Skrifað bréf um einhverjar samningarviðræður og bankastjórarnir eiga að svara fyrir fimmtudag. Davíð hringir í Jóhönnu og sagði ekki neitt. Hún lekur bréfinu í fjölmiðla til að sýna og sanna að hún sé að vinna í málinu.
Hún og Samfylkingin sagði það yrði þeirra fyrsta verk að reka Davíð og hina bankastjórana.
Af hverju gerir hún það þá ekki?
Af hverju heimtar fólk hina 2 ekki strax í burtu líka? Hvað með svo her hagfræðinga, viðskiptafræðinga, lögmanna os.frv. sem hafa lagt þung lóð á vogarskálar meints rugls?
Strax er Jóhanna og co. komin með málið í steypu og það á að vera vandamál þeirra sem á að reka hvernig það á að fara fram.
Af hverju ættu þeir að leggja sig fram í þessum pólitíska farsa til að Samfylkingarliðið líti betur út?
Ég er nokk viss um að Davíð og aðrir Seðlabankamenn eru á allt annari skoðun en Samfylkingin og Jón Ásgeir hverjir bera ábyrgðina á hörmungunum.
Vonandi tekur brottför þrímenninganna ekki of langan tíma. Það verður afar fróðlegt að heyra þeirra hlið mála.
joð (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 14:23
Það var ósmekklegt af hálfu Jóhönnu sem fyrrum félags og vinnumálaráðherra að virða ekki ákvæði um uppsögn betur en þetta. Hvernig getur það liðist að slíkt sé gert í fjölmiðlum þó að fólkið vilji sjá blóð núna. Hún á að vera yfir þetta hafin. Ég bind vonir við Jóhönnu en það lofar ekki góðu að hún standi í svona show business.
Anna María (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 01:02
já ótrúlegt að lesa sum skrifin hér,maður gæti ætlað að Jóhanna hefði sett landið í gjaldþrot á sínum 4dögum í embætti,en ekki sjálftökuflokkurinn.með davið-bara að skipta um skrár í seðlabankanum,þá getur hann ekki valdið meira tjóni,og Anna Maria hvernig er hægt að ætlast til að virða uppsagnaákvæði sem davið breytti 2001 um starfslok í seðlabankanum fyrir sig,felldi niður ákvæðið um að hægt væri að segja upp seðlabankastjóra,bara hlægilegt að ætlast til að hægt sé að virða svoleiðis rugl,sama og hann gerði með eftirlaunafrumvarpið,það skerðir ekki eftirlaun fyrrverandi forsætisráðherra þótt hann hafi tekjur af ritstörfum,humm látum okkur sjá hver skildi það nú vera,ósvífnin er ótrúleg þegar svona spilltir og ósvífnir einstaklingar komast til valda í þjóðfélaginu
árni aðals (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 02:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.