Föstudagur, 30. janúar 2009
Bingi og spilling, flís og rass
Björn Ingi Hrafnsson var aðstoðarmaður forsætisráðherra og borgarfulltrúi um leið og hann var sérlegur skósveinn auðmanna. Björn Ingi makaði krókinn persónulega þegar hann útvegaði auðmönnum aðgang að opinberum eigum. REI-málið var toppurinn á ísjakanum.
Eftir útlegð frá stjórnmálum fékk Björn Ingi innhlaup í Baugsmiðla þar sem sjúskaður og siðspilltur maðurinn vélar með orðróm og slúður. Björn Ingi kann ekki að skammast sín og það eina sem almenningur getur gert er að leggja nafn hans á minnið og muna í áratugi að Bingi og spilling er flís og rass.
Athugasemdir
Sammála.
Anna (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 20:39
Hárrétt alveg,maðurinn er spilltur.
Margret (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 21:10
.
Og svo er nýja framsókn með í pípunum að hleypa minnihlutastjórn sjálfstæðisflokks til valda þegar þessum millikafla er lokið.
Allt fyrir tilstilli útrásarvíkinga og auðmen framsóknar. Maður nefnir nú engin nöfn.
Þetta er eitthva svo Bingiskt.
101 (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 21:22
Páll! Væri þú ekki til í að kasta fyrsta steininum?
Jón Tynes (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 21:42
Amen
Maðurinn er slísí .....vægast sagt
Heiða B. Heiðars, 31.1.2009 kl. 11:31
Þegar ég hugsa til baka að REI-málinu - þá kemur nafnið Björn Ingi ekki upp - það fyrsta og eina sem mér dettur í hug er nafnið "Villi-REI" og valdabrölt sjálfstæðisflokksins ...
Tiger, 31.1.2009 kl. 13:55
Ekki skánaði hann nú við að fá öll þessi hnífasett í bakið aumingja maðurinn! Mér skilst að hann gangi nú í jakkaförum þar sem vantar í bakstykkið til að auðveldara sé að skipta um umbúðir
Þröstur Ingólfur Víðisson (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 13:57
Góður pistill og vel komist að orði. Það er alveg rétt Bingi kann ekki að skammast sín.
Annars nefndir þú aðeins brotabrot af því sem hann hefur gert af sér á síðustu þremur árum.
Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 31.1.2009 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.