Betri er króna í hendi en tvær í útrás

Drambið í tilskrifi Sigurðar Einarssonar fallna Kaupþingsstjóra er engin tilviljun. Sigurði er fyrirmunað að sjá það sem allir viti bornir bankamenn vissu allan tímann: Kaupþing óx of hratt til að það gæti verið satt. Þess vegna var skuldatryggingarálagið í himinhæðum. Álit Sigurðar á gáfnafari vina sinna er ekki hátt. Bréfið er skrifað fyrir trúgjarna imba. Og þannig var útrásin; glærir gaurar með gommu af peningum.


mbl.is Atlaga felldi íslenska kerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Góða kvöldið. Fannst fyrirsögnin svo flott að ég mátti til að skilja eftir spor

Rut Sumarliðadóttir, 27.1.2009 kl. 23:45

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það má ekki vera of harður við þá stjórnarformennina. Það er tímafrekt að raða í rauðvínskjallarann. Í orðræðu stjórnarformanns hljómar þetta þá svona "Hreiðar sá um þetta allt...er það ekki ? Á maður ekki að fá frið á hliðarlínunni sem starfandi stjórnarformaður. Gunni í VR stoppar þetta þá bara ef hann vill...nei nei...hann hlýtur að vera sáttur við sínar 6 milljónir hann fer ekki að stoppa nokurn skapaðan hlut...."

Haraldur Baldursson, 28.1.2009 kl. 08:56

3 Smámynd: Flosi Kristjánsson

... eða eins og nunnan unga, María, segir í Sound of Music: "Nothing comes from nothing. Nothing ever could".

Það er bara spurning hvort menn telji að Vogunaröldin (The Age of Leverage) sé liðin eða hvort menn ætla að freista þess einn ganginn enn að efnast á skömmum tíma án nokkurrar raunverulegrar verðmætamyndunar.

Flosi Kristjánsson, 28.1.2009 kl. 09:54

4 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Það verður augljósara í hvert skipti sem þessir menn opna á sér kjaftinn að þeir vita alls ekki hvað samviska er.

Sigurður Sveinsson, 28.1.2009 kl. 10:51

5 identicon

Þetta eru allt aðrar skýringar en Ólafur Ólafsson var með. Nenna þeir ekki að samræma framburðinn? Af hverju var hætta á að starfsmenn seldu 2007 ef þeir voru búnir að afsala sér söluréttinum árið 2005?

Doddi D (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 11:38

6 identicon

 Ha, ha.

EE (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 15:51

7 identicon

En er enn markhópur trúgjarna imba enn fyrir hendi?  Flott fyrirsögn á færslunni. Reyndar innihaldið líka.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 20:17

8 identicon

Ætli kjósendur framsóknarflokksins hins nýja, viti hversu vel tengdir þeir eru, félagi Sigmundur og Sigurður fjármálaséni Kaupþings Einarsson?

Hvet kjósendur til að kanna málið áður en þeir merkja við B (b for bank?)

Sveinn (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband