Mánudagur, 26. janúar 2009
Steingrímur J. forsætisráðherra í 15 mánuði
Það er ekki búið að rjúfa þing og tvær grímur að renna á stjórnmálamenn og mótmælendur hvort sniðugt sé að efna til kosninga í vor. Fólk þarf einfaldlega meiri tíma að átta sig á landslaginu. Grasrótarhreyfing fær litlu áorkað á þrem mánuðum. Steingrímur J. og vinstri græn eru óflekkuð af bankahruninu og minnihlutastjórn þeirra í 15 mánuði, fram á vor 2010, veitti svigrúm fyrir endurnýjun í stjórnmálakerfinu.
Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sammæltust um að veita minnihlutastjórninni hlutleysi enda veitir báðum flokkum ekki af rúmum tíma í naflaskoðun.
Athugasemdir
Páll að því gefnu að ramminn utan um fjálrmálin verði tryggður og að niðurskurðurinn óumflýjanlegi verði tryggður, þá held ég að þarn agæti verið valkostur...kannski.....
Haraldur Baldursson, 26.1.2009 kl. 23:47
Einmitt það já - ólíklegt? Ja, Samfylkingin fellst ekki á að frysta eignir "auðjöfra" eins og VG leggur til í uppkasti sínu og þá er það komið - minnihlutastjórn VG.
Ég setti ekki gæsalappir um orðið "auðjöfrar" vegna þess að þeir væru allir orðnir blankir blessaðir, heldur finnst mér orðið JÖFUR vera tignarlegt orð og þegar ég skrifaði - auðjöfrar - fékk ég samstundis vont bragð í munninn og í örvinglun sló ég inn gæsalappir.Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 27.1.2009 kl. 04:45
Er utanþingsstjórn fram að kosningum í haust ekki besta lausnin? Þá mætti jafnvel kjósa stjórnlagaþing samtímis.
Héðinn Björnsson, 27.1.2009 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.