Laugardagur, 24. janúar 2009
Baugsgrímur Mótmælason
Það er til rithöfundur sem seldi sálu sína og ómálað málverk til útrásarmanna. Baugsgrímur fékk martröð ef hallað var á Jón Ásgeir og útrásina og skrifaði um það blogg sem fór víða - ég sofnaði í lýðveldi og vaknaði í konungsdæmi.
Baugsgrímur ræðst á ráðherrabíla þessa dagana og stendur mótmælavakt við Valhöll. Skögultenntur Baugsgrímur er réttnefndur mótmælasonur Íslands.
Athugasemdir
Það er alltaf gaman þegar mikilir andans menn og orðsnillingar fjalla um aðra andans menn.
Þess vegna fagnar marco allri umfjöllun Ruglupáls Náhirðarsonar um Baugsgrím Mótmælason.
marco (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 19:49
Títtnefndur rithöfundur vinnur eins og óður maður til að fá fólk til að gleyma fyrri verkum og afrekum sínum. Áður vildi hann alla láta vita hvað hann væri góður gæi og mikill vinur þeirra sjóðríku. Hann skrifaði pistla í Baugstíðindi eins og hver annar verktaki. Ekki mátti ónefndur Davíð anda þá var rithöfundurinn mættur með harmkvæli og árásir sem endurómuðu sálarlíf Baugsfeðga. Svo hrundi múr auðsins sem aðrir múrar og nú stendur rithöfundurinn strípaður á höfði sem sál sinni en hann var fljótur að finna sér nýjan farveg; láta almenning halda að hann sé með þeim. Það gerir hann með því að mótmæla á götum úti, hrópa, öskra, láta apann í sér ná völdum; mæta svo í sjónvarpssett settlegur og áræðinn því allir halda að hann hafi eitthvað merkilegt að segja. Er til meiri hræsni í einum manni? Ætli fólk falli fyrir þessum trúðslátum?
Helgi (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 19:59
Það er óneitanlega hentugt fyrir gagnrýnendur Hallgríms Helgasonar að sleppa því að minnast á það að söluverð málverksins, 20 milljónir króna, rann óskipt til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna UNICEF.
Gunnhildur (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 20:07
Hræsnari og tækifærissinni eins og þeir gerast mestir og verstir.
Sorglegt fyrirbæri.
joð (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 20:13
Málverk Hallgríms var málað eftir hinn fræga Unicef kvöldverð þar sem auðmenn og eiginkonur þeirra fríkuðu út.
Varla hægt að sakast sérstaklega við Hallgrím fyrir það, ómálað verk hans fór á 20 milljónir. Og hann málaði mynd af Mammoni.
Annars er þessi kvöldverður rannsóknaefni út af fyrir sig. Þeir sem voru viðstaddir segja að þetta hafi verið hrikaleg keppni í nýríki og ósmekklegheitum.
Önnur samkoma var merkileg, en þar fóru 100 íslenskar áhrifakonur til London, útvalinn hópur, og var boðið í veislu í Museum of Natural History þar sem tóku á móti þeim Kristín Ólafsdóttir, eiginkona Björgólfs yngri, og Dorrit Moussaief. Novator bauð í veisluna. Mátti ekki minna vera en að leigja þetta risastóra safns.
Egill Helgason (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 20:18
Klént! Minnir á skrif í grunnskólablaði!
Auðun Gíslason, 24.1.2009 kl. 20:38
Já, ég get ekki að þessu gert: Hallgrímur Helgason og frú hafa löngum verið í mínum augum ákaflega skýrt dæmi um skrílmenni af verstu sort: vera alltaf með í garginu, að hverju sem það beinist.
Skondið að fylgjast með þeim hjónum: sjáið Oddnýju Sturludóttur: komin í ábyrgðarstöðu fyrir flokkinn, en svo þegar flottliðs-skríllinn byrjar að hrópa flokkinn hennar niður, þá verður mín hvumsa: hrædd, eins og bóndinn, um að missa af vinsældalestinni ef hún tekur ekki þátt í garginu gegn flokknum - sem hún gegnir ábyrgðarstöðu fyrir.
Ég held í sannleika sagt að það myndi andskotann engu skipta hvert væri "hæpið" þá og þá stundina, held að þessi ágætu hjón væru alltaf með í því garginu.
Að þau, af öllum mönnum, séu að berjast gegn spillingu, ja Drottinn minn, hvað er jafn innilega paþetik?
ásdís (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 21:12
Það getur verið gott að kynna sér málin betur áður en skrifað er..
stundum er betur heima setið en af stað farið..
JC (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 21:16
Æ, mikið áttu bágt.
Jóhannes Birkiland var stílisti.
Ekki þú.
Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 21:35
Íhaldið er dautt og því verður ekki bjargað með persónuárásum á Hallgrím Helgason, sem er auðvitað með líflegri og skemmtilegri mönnum.
Gunnlaugur B Ólafsson, 24.1.2009 kl. 23:00
Það fer mjög eftir vitsmunastigi fólks hvort því þyki Hallgrímur Helgason skemmtilegur eða ekki. Mörgum þykir hann umfram allt leiðinlega þunnur greyið - sem von er. En varla getur hann gert að því. Nú hann náði sér þó altént í konu sem smellpassar ... Geri aðrir betur. Tippa-píku-talningar-pólitíkur-konu. Altso konu sem ræðst ekki í viðameiri verk en hún ræður við ... Konu sem ég hygg að myndi ALDREI í sinni pólitík vinna óvinsælt verk, hversu sannanlega þarft sem það kynni að vera, rétt eins og Hallgrímur mun sjálfsagt aldrei, þótt hann lifi hálfa öld í viðbót, skrifa staf (þar með stuðnings- og andmælagreinar) sem hann telur ekki vænlegan til vinsælda meðal þeirra sem honum finnst flottasta liðið hverju sinni. Baráttumaðurinn Hallgrímur, æ já ...
ásdís ólafs (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 00:19
Fróðlegt þetta með veisluna í London. Maður verður greinilega að fara að lesa Séð og heyrt aftur á bak í tímann.
Lilja (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 00:56
Arð ekki bláhöndin til þegar Davíð var að andæfa einokunar tilburðum Baugsmanna.
Ragnar Gunnlaugsson, 25.1.2009 kl. 15:04
Bubbi og Halli Helga eiga það sameignilegt að hafa snúið baki við peningagróða gullgrafaranna og eru nú aftur orðnir alþýðumenn og farnir að syngja um sósíalinn, eða þangað til næsta "gróðæri" skellur á. Ég er samt mest "pissed" út í Halla H fyrir arfaslöku bókina hans sem kom út fyrir jól og er ein af verstu bókum sem ég hef lesið. hvílík vonbrigði eftir skemmtilegar fyrri bækur hans. Kannski seldi skriffæri sín eða náðargáfu þegar sál hans var keypt ???
Jonas (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.