Ísrael, Palestína og Ísland

Palestínskt barn er jafn mikils virði og ísraelskt; sagt í samhengi kynþáttastríðsins í Mið-Austurlöndum: Arababarn er að jöfnu lagt við gyðingabarn. Frá þessari forsendu má leiða að Palestínumenn og Ísraelar eigi hvorirtveggja rétt á sjálfstæðu ríki. Fyrir nokkrum árum náðu þáverandi leiðtogar Palestínumanna og Ísraela samkomulegi um skiptingu landsvæðis fyrir tvö sjálfstæð ríki. Útaf stóðu um 2,5% af umdeildu landssvæði.

Og af því að arabar og Ísraelsmenn hafa frá stofnum Ísraelsríkis 1947 deilt um sjálfan tilverurétt þess ríkis voru þessi 2,5 prósent sem Arafat og Barak áttu eftir að semja um notuð til að halda átökum áfram.

Ísraelsmenn og arabar nota alþjóðleg ítök og samúð vítt og breitt um heimsbyggðina til að afla málstað sínum fylgis. Í nærliggjandi sveitum deiluaðila er eðlilega áhugi á málinu sem og hjá stórveldum er telja sig annað tveggja bera ábyrgð á úrlausn mála eða eiga hagsmuna að gæta. Jafnvel hjá forríkum frændum okkar, Norðmönnum, sem fjármögnuðu að hluta Oslóarsamkomulagið, er gengið um götur til að lýsa yfir stuðningi við málsaðila - samt aldrei ein ganga til stuðnings hvorumtveggja.

Ísraelar og arabar mjólka stuðning og fjármuni frá Vesturlöndum á ólíkum forsendum. En á meðan við nennum að hlusta á deiluaðila og fjármagna vitleysuna munu þeir halda áfram.

Og þá er það milljón króna spurningin: Hvernig í veröldinni dettur íslenskum stjórnmálamönnum að gera deilur fyrir botni Miðjarðarhafs að íslensku innanríkismáli?


mbl.is Ekki ágreiningur í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get ekki kallað það að mjólka stuðning ef Palestinumenn þurfa aðstoð heimsins gegn drápurum og kvölurum barna, foreldra, eldri borgara.  Landið var land Palestínumanna.  Utanaðkomandi datt í hug að stela landinu þeirra fyrir Gyðinga.  Og Ísraelamorðingjar hlekktu inni fólkið við dýrslegar aðstæður.  Er ekki eðlilegt að Palestínumenn vilji komast úr hlekkjunum?

Hugsaðu um það.

EE

EE (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 23:52

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það gleymist oftast að gyðingar eru líka palestínumenn. Gyðingar vita það, palestínuarabar vita það og Sameinuðu þjóðirnar vissu það líka þegar þær reyndu að miðla málum 1947.  En auðvitað þykjast sumir íslendingar vita betur en allir hinir...

Kolbrún Hilmars, 12.1.2009 kl. 15:38

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

PS.  Fyrirgefðu Páll, ég var ekki að sneiða að þér heldur fáfræðingum á borð við EE  

Kolbrún Hilmars, 12.1.2009 kl. 15:47

4 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Páll.

Söguskýring þín um „þessi 2,5 prósent sem Arafat og Barak áttu eftir að semja um notuð til að halda átökum áfram.“ þarfnast nánari skýringar. Þú ert væntanlega að vísa í viðræðurnar undir stjórn Clintons. Hvað bauð Barak Palestínumönnum? Og hver notaði þetta til áframhaldandi átaka?

Ég er þeirra skoðunar að síonisminn sé rót vandans en ég veit ekki um þína skoðun á því fyrirbrigði.

Kolbrún

Sameinuðu þjóðirnar voru ekki að miðla málum 1947. SÞ stofnuðu ríki á landi annarrar þjóðar. Ég er ekki að þykjast vita betur eins og þú skrifar um einhverja aðila.

Hjálmtýr V Heiðdal, 12.1.2009 kl. 19:08

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hjálmtýr, þetta er orðin nær 3000 ára barátta þarna austur frá. 
Fyrsti konungur Ísraels í Palestínu hét Saul, árið 1025 BC.

Síðan þá hafa arabar og gyðingar bitist um yfirráðin í Palestínu.  Árið 1937 vildu Bretar skipta landinu upp í 2 ríki; araba og gyðinga,  en arabar neituðu.  Sameinuðu þjóðirnar létu slag standa 1947, og Ísraelsríki var stofnað formlega 1948.

Ef sagan er skoðuð þá sjá menn að það er ekki til neitt sem heitir landtaka utanaðkomandi gyðinga.

Kolbrún Hilmars, 13.1.2009 kl. 18:21

6 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Kæra Kolbrún

Vangaveltur um sögu svæðisins lina ekki þjáningar fólksins sem býr við sprengjuregnið á Gaza. En samt er áhugavert að skoða söguna - án þess þó að láta hana stýra afstöðunni til þess sem er að gerast í dag.

„Ef sagan er skoðuð þá sjá menn að það er ekki til neitt sem heitir landtaka utanaðkomandi gyðinga.“skrifar þú. Þetta er ekki rétt hjá þér þar sem land var tekið af íbúum og gefið í hendur aðfluttum. Í byrjun 20. aldar bjuggu mjög fáir gyðingar í Palestínu, eða um 25,000. 1935 voru þeir um 300,000. Gyðingarnir voru aðkomumenn að stærstum hluta og enn frekar seinna bættist í hóp þeirra utanaðkomandi þegar straumur fólks kom frá Sovétríkjunum.

Skipting SÞ, 56,7% landsins til gyðingar og 43,53% til araba voru söguleg mistök sem við búum við í dag.

Hjálmtýr V Heiðdal, 13.1.2009 kl. 20:58

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk fyrir svarið, Hjálmtýr. 
Mér hefur skilist að 1947 hafi átt að skipta Palestínu 50/50 milli þjóðanna tveggja - og þótt fyrr hefði verið - en alltaf þótt landamærastrikunin svolítið skrýtin, en kann þó ekki að  reikna eða meta hlutföllin samkvæmt landakortinu.  

Við stofnun  Ísraelsríkis 1948 voru íbúarnir skráðir tæplega 760 þúsund.  Ég hef hvergi fundið tölur um fjölda  palestínuaraba, enda voru þeir lengstum flökkuhirðingjar, en eflaust hafa þeir verið álíka margir í heildina. 

Hvað sem öllu líður, þá hafa þessar tvær rétthafaþjóðir Palestínu barist innbyrðis árþúsundum saman (undir erlendum yfirráðum) þótt þær eigi meira sameiginlegt en þær grunar.  Sú barátta hafði staðið í meira en 1500 ár áður en Múhammeð fæddist svo ekki getum við skellt skuldinni á trúarbrögðin. 

Kolbrún Hilmars, 13.1.2009 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband