Þúsund eintök af Birni Inga

Björn Ingi Hrafnsson rekur einkafyrirtæki sem veltir tugum milljóna króna samtímis sem hann ýmist fjallar um viðskipti á ritstjórn Fréttablaðsins, tekur þátt í stefnumótun í stjórnarráðinu eða fer með ákvörðunarvald í borgarstjórn.

Að eigin sögn stundar Björn Ingi hlutabréfakaup í einkafyrirtækinu. Hann segir ekki hver veltan hefur verið en Orðið á götunni í Eyjunni birtir upplýsingar um að eignir félagsins hafi verið liðlega 30 milljónir króna árið 2006 og hagnaður tæpar 30 milljónir króna.

Í varnarskrift sinni segist Björn Ingi hafa farið að eins og tugþúsundir Íslendinga. Hann beitir alkunnri aðferð hryðjuverkamanna sem láta sig hverfa inn í fjöldann eftir unnin ódæði.

Það voru engir tugþúsundir Íslendinga í sporum Björns Inga að hafa ýmist með óbeinum hætti, í gegnum fjölmiðlastörf, áhrif á hlutabréfamarkaðinn eða bein áhrif sem pólitískur ráðgjafi ráðherra og borgarfulltrúi.

Björn Ingi er efnahagslegur hryðjuverkamaður sem reyndi í REI-málinu að sölsa opinberar eigur Orkuveitu Reykjavíkur undir fámennisauðvaldið sem keyrði þjóðina fram á bjargbrúnina.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er allt rétt Páll. Þessu til viðbótar finnst mér að Björn Ingi eigi að upplýsa lánakjör, veð og ábyrgðir vegna Caramba ehf. Nafnð á einkahlutafélaginu er hins vegar viðeigandi en Caramba er latneskt orð yfir íslenska blótsyrðið "helvíti".

TH (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 23:13

2 Smámynd: Árni B. Steinarsson Norðfjörð

Það þarf lögreglurannsókn á Bingafyrirtækið. Hér er annars slóðin: http://eyjan.is/ordid

Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 8.1.2009 kl. 23:31

3 identicon

Þátturinn Markaðurinn stendur undir nafni: markaðssetning pólitíkusa og viðskiptablokka.

Sama gamla úrelta heilaþvottarvélin er þar á fullum snúningi "Við skulum hafa vit fyrir ykkur."

Hvaða hagsmuna er verið að gæta núna - hver borgar fyrir þetta - hver er styrktaraðilinn - verður það upplýst?

"Farður að selja Kirby ryksugur Bingi - þú getur eflaust kjaftað þær inn á einhverja en hlífðu okkur við áróðrinum"

TH (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 23:49

4 identicon

Er Markaðurinn virkilega ennþá á dagskrá? Hver í ósköpunum er að kaupa og selja bréf þessa dagana? Mér datt í hug nýtt nafn fyrir Björn Inga á einkahlutafélagið sitt: Helvítis fokkíng fokk!!!!

ES (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 00:45

5 identicon

Hvað er málið? Er rangt að eiga og fjárfesta í hlutabréfum?  Eða er kannski rangt að stofna einkahlutafélag? Eða er það vafasamt að gera þetta tvennt saman? Er þetta ekki farið að jaðra við ofsagnarbrjálæði? Rætnin skín út úr þessum skrifum.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 08:35

6 identicon

Málið er að það er ekki hægt að treysta hlutleysi blaðamannsins Björn Inga sem er í hlutabréfaviðskiptum sem "business" og þar með hlutdrægur um gengi fyrirtækja.
Blaðamenn eiga ekki að vera í hlutabréfaviðskiptum með þessum hætti, frekar en ráðuneytisstjóri Fjármálaráðuneytisins.

pbh (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 13:05

7 identicon

pbh: Hvað er að því að menn eigi hlutabréf, jafnvel ráðuneytisstjórar? Það er ekki hægt að meina neinum að ávaxta sitt fé eins og hann telur best.

Það er hins vegar athugavert við það þegar blaðamaður sem hag hefur af gengi hlutabréfa fjalla um markaði sem væru hann hlutlaus aðili. Í því liggur munurinn á blaðamanninum og ráðuneytisstjóranum.

Ragnhildur (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 14:40

8 identicon

Bingi hefur heldur betur sýnt þjóðinni hvaða mann hann hefur að geyma hvað heilindi og heiðarleika áhrærir.

Það er meira en sjálfsagt að almenningur, fjölmiðlar og yfirvöld fylgist gaumgæfulega með hverju fótspori og athöfnum aðila eins og hans.

joð (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 18:10

9 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Punkturinn með Björn Inga er að á meðan hann var blaðamaður/aðstoðarmaður ráðherra/borgarfulltrúi stundaði hann hlutabréfaviðskipti í gegnum einkafyrirtæki og það með upphæðir sem eru úr öllu samhengi við launamanninn Björn Inga.

Blaðamaður/aðstoðarmaður ráðherra/borgarfulltrúi er með hálfa milljón plús á mánuði. Þegar slíkur maður er með einkahlutafélag sem skilar um 30 milljón króna hagnaði á einu ári er eitthvað athugavert.

Þegar ferill Björns Inga er hafður í huga: REI-málið, fatapeningar Framsókn, samningar sem hann gerði sem fulltrúi borgarinnar við flokksbesefa þarf maður virkileg að vera trúgjarn til að leyfa sér ekki að efast um að maðkur sé í mysunni.

Páll Vilhjálmsson, 9.1.2009 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband