Mánudagur, 5. janúar 2009
Fræðimaður og fjölmiðlakona kokka Brussel-óra
Stjórnmálafræðingur sem lætur í það skína að formaður Sjálfstæðisflokksins hafi það í hjáverkum að halda flokknum saman er ekki ýkja vel verseraður í íslenskum stjórnmálum. Fjölmiðlakona sem heldur að Sjálfstæðisflokkurinn beiti Samfylkinguna blekkingum í Evrópumálum er úti á þekju.
Flestir aðrir en Gunnar Helgi og Þóra Kristín eru búnir að sjá í gegnum málatilbúnað Evrópusinna. Tilgangurinn með Evrópuupphlaupinu var að draga athyglina frá bankahruninu og ábyrgð stjórnarflokkana.
Evrópusinnar eru á hröðu undanhaldi enda sér þjóðin í gegnum blekkingarvefinn sem spunninn var um að innganga í Evrópusambandið væri bjargráð.
Heimóttarskapur íslenskra Brusselsinna er með eindæmum. Evrópusambandið var ekki stofnað til að redda smáþjóðum frá fjármálaglæfrum. Evrópusambandið er valdablokk stóru meginlandsríkjanna sem gáfust upp á valdatogstreitu er leiddi til tveggja heimsstyrjalda. Eftir því sem fjær dregur meginlandinu verða þjóðríki fráhverfari sambandinu. Ísland er eina Evrópuþjóðin sem hefur heilt úthaf á milli sín og meginlandsins.
Í fyrirsjáanlegri framtíð mun Ísland ekki ganga inn í Evrópusambandið. Óskhyggja stjórnmálafræðinga og fjölmiðlafólks breytir þar engu.
Taugastríð Geirs og Ingibjargar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki-blaðamaður hugsar í hringi en kemst samt að niðurstöðu. Er hægt að fá vitræna umræðu í gang í hausnum á þér?
Útlaginn (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 23:27
Sæll Páll.
Í skjóli hverra (að þínu mati) voru glæpirnir framdir?
Takk fyrir hressandi blogg!!!
Davíð Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 00:58
Óþægilegt að hafa trúboða í fréttamennsku. Hún ætti að finna sér annað starf.
Baldur Hermannsson, 6.1.2009 kl. 03:45
Einar Solheim, 6.1.2009 kl. 10:02
Einar, skrifaðu nú vitrænt, síðasta setningin þín segir mér að þú sért varla fermdur.
Sigurður Sigurðsson, 6.1.2009 kl. 10:58
ZiZi, verður þú ekki að taka krakkann í pössun?
Baldur Hermannsson, 6.1.2009 kl. 11:24
Evrópusambandsblekkingin er sprungin í andlitið á Samfylkingunni og þá var farið að tala um þingkosningar og nú eru það umhverfismál.
Samfylkinginn fann upp hugtakið samræðustjórnmál, en skilur hvorki haus né sporð í inntaki þess. Hún getur ekki komist að niðurstöðu um neitt, því samræða Samfylkingarinnar er alltaf einhliða. Hún er í raun ekki samræða heldur mónólóg. Því er aldrei hægt að taka hana til enda því það sem heldur lífi í samræðu er að ný sjónarhorn bætis í hana.
Það leiðir til þess að umræða Samfylkingarinnar er alltaf á hröðu undanhaldi: <= umhverfismál <= þingkosningar <= evrópusambandsinnganga svo maður minnist nú ekki á ísbjarnardrápin.
Allar stjórnarathafnir þeirra klúðrast því ákvarðanirnar eru teknar út frá "mér finnst" vinklinum, sem þó virðist haldin alvarlegum athyglisbresti. Aðeins Jóhanna nær að fókusera. Hún hefur aðeins eitt "mér finnst" á heilanum og það er að ausa úr vösum almennings. Og þar er sko ekkert fum.
Ragnhildur Kolka, 6.1.2009 kl. 17:37
Samfylkingin og hennar kumpánar flýja á náðir Evrópusambandsumræðunnar til að reyna að breiða yfir getuleysi sitt við stjórnvölinn. Það er orðið helvíti hart ef Össur á einn að draga vagninn.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.1.2009 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.