Mánudagur, 5. janúar 2009
Við gætum misst af kreppunni
Korktappahagkerfi Íslands gæti flotið ofaná í stórsjó alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Vísbendingarnar eru fyrir hendi; fyrir örfáum vikum var spáð að jafnvel gæti þurft að hækka stýrivexti úr núverandi 18%. Núna er spáð lækkun stýrivaxta þegar í mars. Verðhjöðnun austan hafs og vestan með nánast núll prósent vöxtum vinnur með okkur.
Við skárum fitulagið af hagkerfinu, þ.e. útrásarbankana, með einu hnífsbragði og erum núna með litla og netta smábanka sem má treysta eins vel og geldingum í kvennabúri. Ónauðsynlegt vinnuafl er flutt til síns heima og innflutningur dregst saman á leifturhraða.
Verðbólgan lækkar hratt á næstu vikum og krónan styrkist með hækkandi sól.
Já, kannski þarf maður ekki á prósakkinu að halda, eftir allt saman.
Athugasemdir
Svona bjartsýnispistil skrifar enginn sem á eftir að taka töfluna sína...
Sigurður Ingi Jónsson, 5.1.2009 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.