Föstudagur, 26. desember 2008
Kreppan gerir Íslendinga ríkari
Þeir Íslendingar sem ekki voru auðmenn, áttu ekki sparnað í útrásarfyrirtækjum og stigu varlega til jarðar í fasteignakaupum eru ríkari í dag en þeir voru fyrir kreppu. Launamenn undir auðmannataxta, segjum minna en 800 þús. kr. á mánuði, fá meira fyrir peningana sína þegar verðbólguskotið er riðið yfir en þeir gerðu fyrir hrunið.
Tvær ástæður eru fyrir þessu. Önnur er hlutlæg og mælanleg en hin huglæg.
Ofurlaun og nær óheftur aðgangur að lánsfé keyrði upp verð á fasteignum og neysluvörum. Auðsáhrifin mældust hvarvetna í samfélaginu og komu fram í hverskyns vitleysu; útigrill með innréttingu sem þolir ekki íslensk veðurfar kostaði 250 þús. kr.
Fasteignir og neysluvörur munu laga sig að nýjum aðstæðum á markaði þegar auðsáhrifin hjaðna. Verðbólgan verður gengin niður í vor og þeir sem þurfa að endurnýja útigrillið fyrir sumarið fá ekki kökk í hálsinn útaf á kvartmilljón grillinu því það verður ekki til í verslunum.
Persónulegur auður, þ.e. efnislegur auður, ekki ást, hamingja og allt hitt leiðinlega dótið sem fæst ókeypis, er mældur hlutfallslega. Manni sem á eina milljón í banka líður ríkmannlega ef nágrannar hans eiga ekki nema hálfa millu. Aftur finnur hann ónot fátæktar ef nágrannar hans eiga tvær milljónir.
Í jólaútgáfu Economist (prentútgáfa, sorrí enginn hlekkur) er grein um félagslegan darwinisma. Útgangspunkturinn er að kenning Darwins geti skýrt fjarska margt í mannheimum þótt hún hafi verið skrifuð útfrá hugmyndinni um náttúruval. Fyrir utan afstæði auðs er eitt annað atriði í greininni sem á sérstakt erindi við okkur og þá einkum ríkisvaldið og skilanefndir bankanna.
Með tilraunum hafa hagfræðingar sýnt fram á að fólk er tilbúið að fórna persónulegum ávinningi fyrir réttlæti. Í okkar samhengi þýðir það að fólk vill fremur tapa fjármunum en að skúrkarnir sleppi.
Og var hvar er þá betra að vera en á Íslandi utan ESB þar sem fólk verður ríkari í kreppu og réttlætið sigrar ranglætið?
Athugasemdir
Jæja Páll!
Kreppan er þá góð eftir allt saman. Við getum þá sameinast um að þakka Davíð Oddsyni kreppuna. Allt verður til blessunar sem sá ágæti maður stendur að.
marco (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 20:52
LOL !
Baldur Fjölnisson, 26.12.2008 kl. 21:32
Verður fyrsti dagur í kreppu ekki 1. janúar 2009- síðan út allt það ár og næstu 3-4 ár ? Það er engin kreppa byrjuð. Mikið atvinnuleysi verður fljótt eftir áramótin... Er ekki þegar búið að segja upp störfum um 8-10 þús manns ? Síðan hefst keðjuverkun--þessi afleiddu störf í verslun og annari þjónustu...
Margir fara til ESB landanna og fá sér vinnu... þegar volæðið hér verður í hámarki..
Sævar Helgason, 26.12.2008 kl. 21:33
Það er náttúrlega hagkvæmast fyrir lánardrottna að setja verslunina í gjaldþrot á þetta fyrstu 1-2 mánuðum ársins þegar lausafé hennar ætti að vera í hámarki og birgðir í lágmarki. Ég á því von á að megnið af verslun í landinu fari á hausinn þegar á næstu vikum. Jólaverslunin var ein stór útsala og eftir mun vafalaust fylgja risavaxin brunaútsala. Stór hluti efnahagskerfisins hefur hreinlega snúist um innflutning og viðskiptahalla og stórfelldar hrókeringar á varningi allt frá flutningum til endanlegrar sölu hans. Þetta kerfi er að hrynja eins og spilaborg og með því atvinna þúsunda. Góðar stundir.
Baldur Fjölnisson, 26.12.2008 kl. 22:10
Umfjöllun Economist um Darwinisma: Why we are, as we are
Andrés Magnússon, 27.12.2008 kl. 02:35
Sæll Páll!
Ein meginforsenda fyrir því að við fáum meira fyrir peningana er að verðhjöðnun eigi sér stað. Lækkandi verðbólga felur því miður ekki í sér að verðlag lækki, það hækkar bara hægar.
Okkur hagfræðingum þykir verðhjöðnun enn verri en verðbólga og mér þykir ljóst að stjórnvöld munu ekki leyfa hagkerfinu að fara inn í verðhjöðnunarskeið þannig að ég held að sú fullyrðing að við fáum meira fyrir peninguna e.Kr. geti ekki staðist. Hins vegar er alveg ljóst að lærdómurinn af kreppunni getur komið okkur til góða.
Hagfræðingur (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 10:45
Eitt aðalmálið nú er að læra af þeim mistökum sem gerð hafa verið undanfarin ár, og láta svona lagað ekki koma fyrir aftur. Ryðja úr vegi þeim sem gengu fram með ákveðinn brotavilja í því að féfletta sem flesta. Láta þá, og líka þá sem áttu að passa upp á að ódæðið ætti sér ekki stað sæta ábyrgð. Og á ég þá við að þeir verði látnir dúsa hæfilegan tíma á Hrauninu upp á vatn og brauð. Setja reglur sem koma í veg fyrir endurtekningu. Almenningur þarf að koma þeim skilaboðum til stjórnvalda svo að enginn velkist í vafa, að undanbrögð við rannsókn á ástæðum kreppunnar verði ekki liðin. Síðan þarf að rimpa fyrir þverrifuna á þeim froðusnökkum sem sífellt tuða um að ekki sé neitt annað ráð við núverandi aðstæðu en að ganga í EU. Þeir hafa endanlega gefist upp fyrir ódæðismönnunum sem komu okkur í vandræðin.
Pétur
pétur (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 11:17
þeir eru best settir sem tóku þátt í sukkinu og komu peningum undan. Það eru sigurvegararnir.
Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 11:27
Auðmennirnir svokölluðu,koma aftur það er líklegast búið að semja við þá að þeir fái mest allt sitt til baka á Hrunabrunaútsölu.Enda eru vinir þeirra enn við stjórnvölin jafnt sem í bönkum og í ríkisstjórn.
Jensen (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 12:39
allir verða ríkari nema kannski þeir atvinnulausu.
Upprifinn, 27.12.2008 kl. 12:55
Verðbólga og vandræði í efnahagslífinu hafa aldrei komið mér úr jafnvægi. Það sem skiptir máli er að hafa átt gott sauðfé kunna að búa í landinu og lifa með duttlungum þess. Og svo náttúrlega að hafa komið börnum sínum til manns.
Þeir sem eiga ekki fósturjörð eða föðurland eru í raun ekki til. Og þeir sem vilja afsala sér landsréttindum eru í raun ver komnir, því þeir týna sál sinni og þjóðerni.
Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 16:13
Jú ég sé fram á það að verða ríkari í kreppuni. Ég sé hinsvegar fram á að aðrir verði fátækari. Allt sem gerist á næstuni mun hafa áhrif á komandi kynslóðir. Ég get ekki séð að ég verði neitt hamingjusamari á því að horfa upp á ófarir annara án þess að geta gert neitt til hjálpar.
Offari, 27.12.2008 kl. 17:25
Ritrottan, 27.12.2008 kl. 17:28
Þessi röksemdafærsla þín lýsir mannlegu vandamáli sem stendur í vegi fyrir framförum og hagsæld í hagkerfum heimsins.
Það lýsir minnimáttarkennd, öfund og smásálarskap að meta lífstíl sinn hlutfallslega frekar en absolute.
Besta uppskriftin að samfélagi er þá væntanlega eignalaust hagkerfi þar sem allir eru jafn fátækir...
Ábending (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 17:40
Á næsta ári gildir að hafa reiðufé og stofna alls ekki til skulda. Efnahagssamdráttur samfara sprungnum og springandi eignabólum og himinháum stýrivöxtum seðlabanka og þar með öðrum skammtímavöxtum, mun þýða mikla hlutfallslega verðhjöðnun amk. út árið. Þar sem skuldapappíramarkaðurinn er algjörlega fullmettaður og landslýðurinn hefur orðið fyrir miklu eignatapi og mun áfram verða á næsta ári þá mun lítið þýða að bregðast við þessu með nýrri peninga(skulda)framleiðslu og auk þess eru bæði ríkissjóður og seðlabanki algjörlega gjaldþrota og voru raunar þegar áður en bankakerfið var loks um síðir látið rúlla á hausinn.
Ég sé því ekki marga kosti fyrir eigendur lands og ráðamanna hjá IMF; utan að lækka stýrivextina snarlega niður í 1-2%, senda hverri fjölskyldu tíu milljónir og útvega síðan heppilegri förgunarúrræði fyrir leppa sína hér en þeir sköffuðu sjálfum sér. Góðar stundir.
Baldur Fjölnisson, 27.12.2008 kl. 21:13
Legg til að þeir sem hafa mist vinnu vegna kreppunar fái sjálkrafa frystingu lána án auka kosnaðar í eitt ár meða fólk er að ná kjölfestu aftur enda eiga bankar ekki að græða á falsaðri verðbólgu ekkert nema fals að tala um 18% verbólgu þegar laun hækka ekki ætti að taka atvinnuleysibætur inn í vísitöluna sem mótvægi við hækkun enda er þar launahjöðnun hjá fólki að fara úr vinnu kanski 450þ með yfir vinnu niður í 150 þ atvinnuleysis bætur
bpm (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 12:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.