Reynir og Gunnar Smári

 

Reynir Traustason og Gunnar Smári Egilsson eru lygabræður í blaðamennsku. Gunnar Smári var ritstjóri á Fréttablaðinu 1. mars 2003 þegar blaðið birti matreiddar klausur úr fundargerðum Baugs og tölvupósta sem stjórnendur Baugs höfðu sent sín á milli. Reynir var blaðamaðurinn sem skrifaði tilbúninginn um að Davíð Oddsson hefði sigað lögreglunni á Baug. Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs átti Fréttablaðið en enginn vissi það; það var málið yfir nafn og númer eigenda blaðsins. Fréttin 1. mars var upphafið að bullinu um að forsætisráðherra stýrði lögreglurannsókninni á Baugi.

Reynir og Gunnar Smári koma báðir við sögu í Morgunblaðinu um helgina. Agnes Bragadóttir blaðamaður plokkar lygamörðinn Reyni í sundur í sunnudagsútgáfunni. Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar hjárænulegt viðtal við Gunnar Smára í laugardagsblaðinu. Myndin sem Kolbrún dregur upp af sorpritstjóra Baugs veldur hverjum þeim velgju sem minnstu hugmynd hefur um starsferil Gunnars Smára.

Á Morgunblaðinu er vítt til veggja og hátt til lofts. Ritstjórnin gerði lesendum greiða með því að aðgreina hjárænublaðamennskuna sérstaklega. Til dæmis mætti hafa hana við hliðina á Evróputrúboðinu. Lesendur gætu þá hraðflett.


mbl.is Gunnar Smári Egilsson: Erum að losna við mikið kjaftæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Harpa Björnsdóttir

Ég hef oft velt ferli Gunnnars Smára fyrir mér. Ef ég væri rannsóknarblaðamaður þætti mér hann áhugavert rannsóknarefni, því ég sé ekki betur en hver einasta útgáfa sem hann hefur komið nálægt hafi farið á hausinn. Hjálpið mér að rifja upp og leiðréttið það sem misfarið er með; Svart á hvítu, Helgarpósturinn, Fréttablaðið, Dagsbrún, Nyhedsavisen........

Harpa Björnsdóttir, 21.12.2008 kl. 00:54

2 identicon

Ég veit ekki með Gunnar Smára, þekki hann ekki, en hann virðist duglegur mjög og framtakssamur.  En sá sem gerir ekki neitt gerir heldur engin mistök.

 Morgunblaðið hefur, eins og sést á dagbókarfærslum Matthíasar fyrrum ritstjóra, reynt að fjarstýra samfélagsgerð, þróun og myndun hér á landi áratugum saman.  Það hefur komið vel fram í færslum Matthiasar hvernig hann og Styrmir "völdu" fréttir fyrir landsmenn í skjóli "yfirburðarskilnings" þeirra félaga á því hvað þjóðinni væri fyrir bestu að vita og frétta.  Þar hefur verið stunduð "Skúffuritskoðun" allt eftir hvað hefur hentað Sjálfstæðisflokknum.  Er það ekki ritskoðun og lygavefur?  Sjálfstæðisflokkurinn hefur þá væntanlega verið lygabróðir Morgunblaðisins eða hvað?

Hvor músin er betri?  Sú sem læðist eða sú sem stekkur?

Agnes Bragadóttir á eftir að upplýsa um hvað hún þáði frá FL-Group og frá hverjum!  Mikið er skrifað, talað og dylgjað um það.

 Það er tímabært að Agnes fari að gera það opinbert áður en einhver skúbbar þeirri frétt því það hlýtur að vera stórfrétt.

Socrates (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 02:11

3 Smámynd: Sveinbjörn Kristjánsson

Sæl Harpa

Þú gleymir Eintaki og Morgunpóstinum. Ekki er ég viss hvort hann kom eitthvað að DV,nr1 -2 eða 3. Ég veit þó að NFS var hans barn. Hvernig hægt er að líta á Dagsbrún veit ég ekki en svo var líka blað í Boston sem fór frekar illa :-)

Kv.

Sveinbjörn

Sveinbjörn Kristjánsson, 21.12.2008 kl. 03:32

4 identicon

Socrates spyr um muninn á Mogga og fjölmiðlastabbanum sem Gunnar Smári kom nálægt, síðast í samkrulli með Jóni Ásgeiri og Baug.

Svarið er gegnsæi.      Morgunblaðið fór aldrei dult með fram á síðustu ár að það styddi margt í stefnu Sjálfstæðisflokksins.  Hafði þó þor til að gagnrýna margt, t.d. kvótakerfi í sjávarútvegi.

Allir fjölmiðlar í eigu Baugs og líka þeir sem Gunnar Smári stýrði,þrættu og þræta enn fyrir náin tensl og hlutlæga umfjöllun um málefni sem snerta eigendur sína.    Líka með þöggun síðustu ár sem er jafn slæm.

Valdimar Guðjónsson (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 10:55

5 identicon

Ekki ætla ég að reyna að dæma Gunnar Smára fyrir hlutdrægni í blaðamennsku.  Til þess skortir mig áþreifanlegar sannanir.  En hinsvegar vekur það furðu mína hvað hann hefur komið að ritstjórn margra fjölmiðla, miðað við nauðgun hans á móðurmálinu.  Því miður virðist íslenskukunnátta blaðamanna vera á hraðri niðurleið.

Stefán Arngrímsson (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 15:18

6 identicon

Reynir og Gunnar eru báðir það sem kallast leigupennar og það ættu flestir að vita en munurinn er sá að Gunnar Smári segist ætla að bíta í hendi síns fyrrverandi húsbónda til að lúkka betur á vinnumarkaðnum til lengri framtíðar.

Reynir heldur áfram í skítnum, þar þrífast best menn með hans tegund siðferðisvitundar.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 16:40

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það er kaldhæðni örlaganna að dópsmyglarinn Reynir Traustason og maðurinn með kókið í Bónuspokanum séu sálar- og viðskiptafélagar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.12.2008 kl. 17:00

8 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Mér virðist nú "Sáli" þessi hafa komið sér þokkalega fyrir í skítnum, nafnlaus og flottur og hendir skít í allar áttir? En það er moggaþefur af dýrinu.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 21.12.2008 kl. 18:18

9 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Þau eru mörg leikritin á fjölunum þessa dagana, m.a. nokkur þar sem menn eru að þykjast vera svarnir óvinir -en eru það ekki endilega.

--------------------------------------

Er svo ekki komin tími til að Íslendingar hætti þessarri skefjalausu aðdáun á "framtakssemi" ? 

(Hvað sem segja má um helstu skúrka mannkynssögunnar, þá voru þeir flestir óneitanlega afar framtakssamir...)

Ekki vantaði heldur fj...... framtakssemina í útrásinni.   Sá dugnaður varð okkur dýrkeyptur.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 21.12.2008 kl. 18:28

10 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Það er satt Gunnar og Reynir eru lygabræður, samfeðra.

En síðuhöfundur og Agnes Bragadóttir eru allygasystkin.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 21.12.2008 kl. 20:28

11 identicon

Sáli lýsir vel þessum mönnum og vinnubrögðum þeirra á nærgættnari hátt en þeir yfirleitt gera.

joð (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband