Eymd, Smán & Bilun = ESB

Eymdin eftir bankahrunið og smán þjóðarinnar vegna íslensku óreiðumannanna í útlöndum leiddi til bilunar í þjóðarsálinni sem mældist í tímabundinni fylgisaukningu við aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Þegar taugaáfallið leið hjá áttaði fólk sig að vegvísir útrásarmanna til Brussel væri kannski ekki heppilegasta leiðin úr ógöngunum.

Þeir sem hrópa hæst um að slá eigi krónuna af og sækja um aðild að ESB eru föllnu útrásarvíkingarnir, fylgifé þeirra í greiningardeildum bankanna og pólitíski armur útrásarinnar; Samfylkingin.

Útrásarmenn reyna að endurskrifa söguna með kröfunni um inngöngu Íslands í ESB. Útskýring útrásarinnar á bankahruninu er sú að gjaldþrot bankanna stafaði af því að við vorum ekki í Evrópusambandinu. Sigurður Einarsson fyrrum Kaupþingsstjóri segir það berum orðum í Stokkhólmsræðunni.

Tækist að véla okkur inn í Evrópusambandið stæði útrásaraðallinn með pálmann í höndunum: Sjáið, auðvitað áttum við fyrir löngu að fara inn í Brusselveldið, bankarnir hefðu notið þess og útlendingar ekki gert áhlaup á þá.

Útrásarmenn þurfa á blekkingunni að halda. Eins og áður á þjóðin að blæða.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Innkulsa, Meðvirkni & Feigð = IMF

Ásgeir Kristinn Lárusson, 5.12.2008 kl. 20:00

2 identicon

Það eru fleiri en fallnir útrásarvíkingar, starfsmenn greiningadeilda og kjósendur Samfylkingarinnar sem aðhyllast inngöngu í ESB og að við tökum upp nýja mynt.

Ég er einn af þeim.

Jóhann (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 09:13

3 Smámynd: Anton Þór Harðarson

jón Frímann, ef allt er svona gott i ESB, getur þú útskýrt fyrir mér, hversvegna fólk sem býr í ESB löndum  flytur hingað til Noregs.

Ég þekki hjón frá Þýskalandi, hún hjúkrunarfræðingur, hann steinsteypusérfræðingur, þau segast ekki geta leyft sér sömu lífsgæði heima í þýskalandi  og hér í noregi.

Mjög algengt er að starfsfólk veitingahúsa hér sé frá svíþjóð, ungt fólk í svíþjóð segist  fá mun betri laun hér í noregi, en heima, fái það vinnu yfirhöfuð.

Ég vinn með konu frá svíþjóð, hún mátti leita til Noregs eftir vinnu, þar sem hennar vinnustaður var lagður niður vegna samdráttar og erfiðrar rekstrarstöðu, fyrirtækið flutti til Kína ( ekki hjálpaði ESB aðild)

Danir eru margir hér, sega betra hér í noregi en heima í ESB

Á mínum vinnustað er fólk frá 8 þjóðlöndum, þar af 5 innan ESB, hversvegna sækir fólk frá ESB löndum útfyrir sæluríkið.

Og Jón Frímann, hver annar ber "ábyrgð" á útrásinni heldur en þeir sem stóðu í henni, heldur þú virkilega að útrásarmennirnir hefðu farið sér hægar innan ESB

Anton Þór Harðarson, 6.12.2008 kl. 11:28

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ég bjó um sinn í Súðavík fyrir 20 árum. Þar bjó systir mín fyrir og þar höfði afi minn og amma alið flesta sína daga.

Þar var byggður nýr myndarlegur leikskóli nokkrum árum fyrr. Systir mín barðist gegn byggingu skólans á þeim stað þar sem hann var byggður vegna snjóflóðahættu. Hún uppskar uppnefnið skæruliðaforinginn - en leikskólinn var byggður á sínum stað.

Einhverjum áratugum fyrr hafði Hannibal Valdimarsson þá skólstjóri í Súðavík af sömu ástæðu þ.e. snjóflóðahætti, fengið því framgengt að skóli var byggður á öruggu svæði nokkra kílómetra fyrir innan þorpið uppaf Langeyrinni þar sem hann vildi að allt þorpið myndi vaxa og þróast. Nú hæddsut menn að þessum „stælum“ í Hannibal og skólinn stóð þarna einn.

Búið var að teikna nýja götu fyrir ofan þorpið og þar ætluðu menn að byggja nýjan skóla. Á það var bent til sannindamerkis um hve heimskulegar áhyggjurnar af leikskólanum væru.

- En þá kom snjóflóðið mikla, - yfir væntanlegt byggingasvæði nýja grunnskólans og svipti í burtu leikskólanum á andartaki, sem betur fer var ekkert barn í honum.

- Menn höðfu þó vit á því í kjölfar flóðsins að færa loks byggðina þangað sem Hannbal vildi hafa hana, - byggja upp á nýjum öruggum stað.

Þeir sem nú berjast gegn ESB-aðild eftir hrunið eru eins menn sem krefðust þess að þorpið væri aftur byggt á sama stað og flóðið fór yfir, hunsuðu enn vanaðarorðin og hæddust að þeim sem báru þau fram.

Sem betur fer ganga ekki varnaðarorð eftir en með ESB-aðild og evru er þó víst að við værum ekki að nota Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og alla lánamöguleika okkar til að koma krónunni á flot aftur. 

Margt fleira getur þó hent þjóð á ystu mörkum hins byggilega heims á heitum bletti jarðar við heimskautsbaug, og ekki ósjaldan höfum við þurft að leita á náðir annarra þjóða - en ef við viljum ekki vera þátttakendur getum við ekki eltaf leiað eftir aðstoð en ekkert veitt á móti. ESB hefur lagt mikið af mörkum til efnaminni Evrópuþjóða en við kvörtum yfir því vegna EES.

Staðhæfingar um sjálfstæðis- og fullveldisafsal eru bull, og fullyrðingar um að glata orkuauðlyndum er vísvitandi „lýgi“ þeirra sem bera þær á borð. Fiskveiðistefna ESB er hrein verndarstefna og hefur ekki annan tilgang en vernda og viðhalda fiskistofnum. Til að um það geti verið sátt er reynt að tryggja að allir veiði eins og þeir eiga hefð til úr þeim hólfum sem þeir eiga hefð til.

Hér voru t.d. engar reglur um samkeppnismál og gegn hringamyndun þegar við vegna EES tókum upp lágmarksreglur ESB um þau efni.

Ég hef farið of hljótt með skoðanir mínar og þekkingu á ESB fram til þessa. Fyrir mér er það nú eins og ég hefði vitað af snjóflóðahættunni en ekki barist fyrir varúðarráðstöfunum.

-  Ef menn ætla nú í alvöru að heimta að við byggjum aftur í farvegi snjóflóðsins ætla ég svo sannanlega ekki að þegja.

Helgi Jóhann Hauksson, 6.12.2008 kl. 14:56

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Anton

Noregur er dýrasta land Evrópu - og það á þau raunverulega innistæðu þ.e. olíuauðinn, og er skuldlaust. Það breytir þó ekki því að Norðmönnum hefur ekkert fjölgað meira vegna innflytjenda en Dönum, Svíum og Finnum.

Án þess ég þó viti hvort eða hvað það gæti sagt okkur eitthvað. - Trúlega fyrst og fremst eitthvað um atvinnuástand. En það er þó ekki nema 2% atvinnuleysi í ESB-landinu Danmörku, en er almennt mjög mismunandi milli ESB landa og milli svæða innan landanna sjálfra. Það byggir meira á staðbundnum yfirvöldum og aðstæðum en ESB.

Helgi Jóhann Hauksson, 6.12.2008 kl. 15:21

6 Smámynd: Anton Þór Harðarson

Helgi

 Þrátt fyrir að Noregur teljist dýrt land, eru margir íbúar frá ESB löndum sem kjósa að búa og lifa þar, það hlýtur að segja eitthvað um gæði ESB.

Þú segir síðan "En það er þó ekki nema 2% atvinnuleysi í ESB-landinu Danmörku, en er almennt mjög mismunandi milli ESB landa og milli svæða innan landanna sjálfra. Það byggir meira á staðbundnum yfirvöldum og aðstæðum en ESB"

Segir ekki einmitt þetta að innganga í ESB, er ekki sú allsherjarlausn sem margir ESB sinnar vilja vera láta.

Anton Þór Harðarson, 6.12.2008 kl. 17:24

7 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sæll Anton

Ég hef enn ekki hitt neinn sem talar fyrir inngöngu í ESB og heldur því fram að það væri „alsherjarlausn“. ESB aðild myndi styrkja mjög stöðu okkar og auka öryggi og þá ekki bara efnhagslegt, ESB aðild er mjög mikilvæg en er alls engin „alsherjarlausn“.

Reyndar hef ég aldrei verið þáttakandi í neinum félagsskap sem ég tel fullkominn og gallalausan. ESB er ekki öðruvísi. Jafnvel myndu fáir lýsa sínu eigin hjónbandi og fjölskyldutengslum sem fullkomnum en fjölsyldan er engu að síður flestum afar mikilvæg.

ESB er samfélg sem aldrei mun hafa mótast í neinni endanlegri mynd heldur eins og öll samfélög manna þróast í sífellu eftir þeim sem þar láta til sín taka.

Helgi Jóhann Hauksson, 6.12.2008 kl. 20:32

8 identicon

kannski ágætt að taka Danmörku sem dæmi um land þar sem atvinnuleysi er lágt. Þar er heldur engin evra. Á meginlandinu, þar sem evran ræður ríkjum, er atvinnuleysi hins vegar milli 5-10% og fer vaxandi. Í Austur Evrópu er atvinnuleysi enn meira, Pólland, Búlgaría og þeim löndum mælist atvinnuleysi í tugum prósenta.

Annað áhyggjuefni ESB þjóða varðandi atvinnuleysi er aldursskipting atvinnuleysis. Flest lönd eru að upplifa það að atvinnuleysið er lang mest hjá ungu fólki, fólki á bilinu 25-35 ára. Þar er atvinnuleysi víða yfir 25%.

ESB hefur getið af sér marga jákvæða hluti. Inn á við hafa löndin styrkst með afnámi tolla milli landa, sameiginlegri menntastefnu og ýmsum öðrum málum. Undanfarið hefur ESB hins vegar alveg snappað. Hleypa einhverjum bananalýðveldum eins og Búlgaríu, sem er líklega eitt spilltasta land í heimi. Tyrkir eru á húninum með öll sín mannréttingabrot. Spurning hvað gerist í framhaldinu.

Verðlag á íslandi og Noregi er vissulega hátt. Það eru launin líka. Lífskjör, kaupmáttur og þjónusta á íslandi og í Noregi er með því hæsta sem þekkist. Að taka kjúklingabringur í Danmörku og bjór í Þýskalandi og miða við þessa vöru á Íslandi er afar hæpin viðmið eins og oft er  gert þegar menn eru að bera saman svona verð. Hvað kosta t.d. ORA fiskibollur í dós á Ítalíu? Eða Gríms Plokkfiskur í Tékklandi?

joi (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 23:42

9 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Atvinnuleysi er líka mjög lágt í Hollandi og víðar á evrusvæðinu - en einfaldlega þá er það er mjög mis mikið bæði á ESB-svæðinu og ervusvæðinu og hefur alltaf verið það. 

Með EES og fjórfrelsinu erum við með frjálsa flutninga vinnuafls, það er því ekki nokkur skapaður hlutur sem með ESB-aðild gæti AUKIÐ atvinnuleysi hér. Það eru hinsvegar nokkur atriði sem GÆTU dregið úr því.

Helgi Jóhann Hauksson, 7.12.2008 kl. 01:14

10 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Litla, þetta er bara bull hjá þér. Austur-Evrópuríki sem hafa nýlega fengið aðild að ESB og eru enn ekki komin með evru hafa lang mest atvinnuleysi.

Svo hinsvegar við upptöku evrunnar í upphafi þá voru ríki sem áttu langa sögu um atvinnuleysi miklu viljugri til að taka upp evru en hin sem höfðu lengi ekki glímt við neitt atvinnuleysi. Þess sést enn merki og byggir í bland á vinnumeningu og hvernig menn hámarka tekjur sínar til sveita allt eins og á framboði á störfum.

 Fyrst og fremst er atvinnuleysi í ESB mjög misjanft en öfugt við USA vel skráð. Þ.e. USA tekur atvinnulausa af lista yfir vinnuafl og því úr reiknisdæminu eftir aðeins nokkurra mánaða atvinnuleysi. Því er USA í raun bara að skoða nýskráningar atvinnulasra en ekki langtíam atvinnulausa.

ESB hinsvegar skrári vandlega allt atvinnuleysi.

Helgi Jóhann Hauksson, 7.12.2008 kl. 03:36

11 identicon

Ástæðan fyrir því að ég vil að Íslandi gangi í ESB er m.a. löngunin til að komast úr hinu mikla spillingarumhverfi hér í töluvert minni spillingu í samfloti með löndum þar sem spillingin er töluvert minni.Þá fengist líka gjaldmiðill sem

íslenskir stjórnmálamenn hefðu ekkert yfir að segja og hugsanlega möguleiki á aðkomu erlendra aðila ( sem þá yrðu innlendir ) inn á þennan fákeppnismarkað.Þannig gæti maður keypt sér beint bílatryggingu af tryggingafyritæki í Hamborg eða lyf frá Apoteki í Svíþjóð.Það er ekkert að Íslandi nema íslendingarnir og einhverra hluta vegna höfum við ekki valdið því verkefni að halda úti þjóðríki sem eftirsóknarvert er að vera þáttakandi í. Því miður en lífskjör almennings eru hvergi verri en hér og spillingin hvergi meiri.Spillingin er raunar komin í merg og bein og flestir löngu samdauna.

Því er oft borið við að spillingin ( reyndar kölluð nálægðin á Íslandi )hér sé svo mikil af því allir þekki alla. Lúxemborg er ekki stórt land né íbúafjöldi mikið meiri en hér.Þar telja menn hinsvegar mjög mikilvægt að hafa skýrar reglur og þar er lítil spilling einmitt út af fámenninu.

kv

Einar

Einar Guðjónsson (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband