Björgvin í burtu - kannski hjá tengdó

Meginverkefni stjórnvalda er að tryggja að rannsókn á bankahruninu og aðdraganda þess sé gegnsæ og hafin yfir vafa. Endurskoðunarfyrirtæki sem skrifuðu upp á reikninga banka og útrásarfyrirtækja eru ekki hafin yfir vafa. Sérstaklega er tortryggilegt þegar endurskoðendur Glitnis eru þeir hinir sömu og endurskoðuðu helstu eigendur bankans fyrir hrun. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra er ekki á vaktinni ef hann lætur svona mál framhjá sér fara. Tengist fjarvera Björgvins nokkuð því að tengdafaðir hans var í stjórn gamla Glitnis?

Leiðrétting í morgunsárið: Nanna Rögnvaldsdóttir var svo vinsamleg að benda á að það er svili Björgvins sem var í stjórn gamla Glitnis.


mbl.is Björgvin vissi ekki um KPMG fyrr en í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Fyndið!     Ennnnn  Lúðvík segir að svona eigi fólk ekki að hugsa - það er ekki fallegt, osvei, svei

Ragnar

Ragnar Eiríksson, 9.12.2008 kl. 23:54

2 Smámynd: Nanna Rögnvaldardóttir

Lúðvíg tengdafaðir Björgvins var áreiðanlega aldrei í stjórn Glitnis. Sigurður svili hans var þar aftur á móti, ertu ekki að rugla saman mönnum?

Nanna Rögnvaldardóttir, 10.12.2008 kl. 00:15

3 identicon

Nanna, ekki vera að eyðileggja krassandi dylgjur með .....sannleikanum.

RT (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 00:21

4 identicon

Eða eins og Hörður Torfason myndi orða það með sinni hljómfögru rödd: 

"Burrrrt með Viðskiptamálaráðherra!"

"Burrrrt með KPMG!"

Minni líka á hið fyrrum virta endurskoðunarfyrirtæki Arthur Andersen - lét draga sig í svaðið og féll með Enron!  Samlíkingin viðskiptalífsins við myndina the Firm verður skelfilegri með hverjum deginum sem líður, því miður!

Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 09:09

5 identicon

Þetta er allt helv..... honum Davíð að kenna. Hann sagði Björgvin G. aldrei neitt. Skildi hann útundan.

En skyldi Viðskipta - og bankamálaráðherranni yfirleitt vita nokkurn skapaðan hlut? Ekki er endilega ástæða til að draga heiðarleika þessa geðþekka og vel máli farna manns í efa, en sú spurning hlýtur að vakna hvers vegna hann er hafður útundan eins gersamlega og raun ber vitni?

Formaður flokks hans situr fjölda fundi um alvarlega stöðu bankanna og íslensks fjármálalífs en segir honum ekkert. Seðlabankastjórinn segir honum heldur ekki neitt. Þeir talast ekki við hátt í ár meðan óveðursskýin hrannast upp. Enginn segir honum neitt. Ekki einu sinni allir aðstoðamennirnir hans, eins og td. Hjálmar Blöndal sem kom beint úr hlýjum faðmi Jóns Ásgeirs fyrir ári síðan, etv. til að leiðbeina ráðherranum sérstaklega í málefnum tengdum fyrrum vinnuveitanda sem hann starfaði sem hans nánasti aðstoðarmaður. Hægri hönd dæmds fjárglæframanns, bæði fyrir og eftir dóm.

http://www.dv.is/frettir/2007/12/29/hjalmar-i-raduneytid/

Er hugsanlegt að öllum hinum hafi blöskrað svo að hann hafi tekið við sérlegum aðstoðamanni Jóns Ásgeirs inn í ráðuneytið jafn illa þokkaður og samofinn fyrrum vinnuveitanda hann er? Gat verið að Ingibjörg Sólrún og Geir hafi einfaldlega ekki treyst honum? Hvað þá Seðlabankastjórinn?

Og þetta með KPMG og rannsóknina á Glitni sem enginn sagði honum frá fyrr en í gær, sjálfur bankamálaráðherrann. Þjóðin vissi þetta allt saman niður í smáatriði en ekki sjálfur Viðskipta - og bankamálaráðherrann. Varla hafa Hjálmar og allir hinir aðstoðamennirnir haft hugmynd um þetta heldur? Hvað þá mágur hans Sigurður G, stjórnarmaður gamla Glitnisbanka og lögfræðingur margra sem leika aðalhlutverk í að þurrausa sjóði hans?

Nema að allir eru að skilja aumingja Björgvin G. útundan, - svona dæmigert eineltismál?

Vissulega er Björgvin G. hinn viðkunnalegasti maður og gerir mistök eins og allir. Hugsanlega er hann alltaf útundan vegna dómgreindarleysisins að taka við manni Jóns Ásgeirs, sem hinir í ríkisstjórninni líta etv. á sem augu og eyru óvin þjóðarinnar No.1 ? Honum til málsbótar ber að geta að Hjálmar Blöndal er líka búinn að vera náinn vinur hans til margra ára áður en til ráðningarinnar kom.

Kannski er ráðherrann löngu búinn að koma sér út úr húsi hjá stjórnarliðinu og ætti að vera búinn að ansk..... til að segja af sér embætti fyrir löngu?

joð (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 09:18

6 identicon

Eitthvað misfórst linkurinn á fréttatilkynningu Viðskipta - og bankamálaráðuneytisins:

http://www.dv.is/frettir/2007/12/29/hjalmar-i-raduneytid/

joð (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 09:32

7 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Amma hans er líka frímúrari og afi hans þessi bara svaka Sonta systir.

En engu breytir það. Hann ætti að segja af sér og fara að sinna hreppaviðskiptum heima í sveitinni.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.12.2008 kl. 12:02

8 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Joð, er Hjalmar Blöndal ekki hættur í ráðuneytinu? Ég frétti að hann hefði farið í frekara nám. Ég mæli með tímafreku námi.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.12.2008 kl. 13:19

9 identicon

Sá á netinu að hann var að amk. fyrir stuttu og þá í að vinna við einhverjar reglugerðir sem hafði með innfluttningslög að gera. Einhverstaðar var hann með heimsókn Afríkuráðherra að gera os.frv. Þessi skýring að hann hafi verið sóttur til að annast einhver fasteignamál fyrir ráðuneytið er bara hluti sannleikans.

Varðndi námið veit ég ekki, en td. er borgarfulltrúinn Gísli Marteinn í námi og á launum hjá borginni.

Svo er það spurningin hvort ráðherrann muni yfir höfuð til hvers hann var ráðinn?

joð (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 13:40

10 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Joð, lestu fyrri færslu mína frá 19.11. 2008 http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/716750/

Ég veit ekki til hvers Hjálmar var ráðinn. En hann sendi mér emil úr Viðskiptamálaráðuneytinu, meðan hann var þar. Svona almenna kurteisa kveðju, þó ekki jólakort. Hann minntist ekkert á kreppu eða krónuvanda og þaðan af síður á yfirmann sinn. Ekki var hann að biðja mig um lán. 

Það kom heldur flatt upp á mig, því ég hef ekkert hugsað til þessa drengs síðan ég sá hann í unglingavinnunni fyrir rúmum áratug. En ég hef greinilega haft áhrif á hann. Ég man bara eftir honum sem ofurhressum, dálítið kringlulaga unglingi, sem talaði eins og fallbyssukjaftur um allt og alla. Ég held við ættum ekkert að vera að dæma hann frekar, og ég óska honum góðs gengis í náminu.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.12.2008 kl. 14:30

11 identicon

Var búinn að lesa færsluna og hef líka linkað á hana. Mjög áhugaverð. Hugsanlega hefur hann ekki skaðast mikið af vinnu sinni hjá Jóni Ásgeir og mafíunni.

joð (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband