Val á framboðslista: Skattaframtal og skuldastaða

Kosningar verða að öllum líkindum næsta vor, í síðasta lagi næsta haust. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið um aðferð til að velja á framboðslista. Prófkjör stjórnmálaflokka hafa verið gróðastía spillingar þar sem frambjóðendur selja sig fjársterkum stuðningsaðilum. Þingmannsefni geta ekki þjónað tveim herrum; almenningi og peningamönnum. Opin prófkjör skila okkur pólitískum fulltrúum eins og Birni Inga Hrafnssyni.

Flokksval á framboðslista, þar sem flokksmenn raða fulltrúum í sæti ýmist í flokksprófkjörum eða með uppstillingarnefndum, er eina ábyrga leiðin til að velja á lista.

En fleira þarf til. Eins og Þjóðverjar eftir seinna stríð þurftu að vita hvað stjórnmálamenn eftirstríðsáranna aðhöfðust 1939 - 1945 þurfa Íslendingar að vita hvað stjórnmálamenn, núverandi og væntanlegir, tóku sér fyrir hendur í útrásaræðinu 2001 - 2008.

Einfaldasta leiðin til að fá úr því skorið er að krefja þá sem vilja verða kjörnir fulltrúar að þeir skili inn skattframtali og skuldastöðu. Þeir sem eru með allt niðrum sig finni sér önnur verkefni í lífinu en að vera fulltrúar almennings.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Um síðasta liðinn: Þeir sem voru sniðugir stofnuðu einkahlutafélag utanum bréfin sín og skuldirnar. Þeir geta hæglega sýnt prívatframtal sem lítur vel út þó þeir séu með allt niður um sig í raun. Skuldastaða þeirra við bankana er líka á ehf-kennitölu.

Annars ætti þetta ekki að þurfa. Menn sem ekki geta séð fótum sínum forráð eiga ekki að bjóða sig fram til að setja okkur hinum leikreglur. 

Haraldur Hansson, 29.11.2008 kl. 12:07

2 identicon

Orð í tíma töluð.

joð (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 13:30

3 identicon

Alþingi með þjóf innanborðs sem á svo að samþykkja lög og reglur landsins, erlendis eru stjórnmála skýrendur dolfallnir þegar þeir heyra þetta með um fyrrverandi þingmann sem stal og var dæmdur og að hann sé orðin aftur þingmaður, þegar erlendum stjórnmálaskýrendum er sagt frá þessu verða þeir kjaft stopp og auðvita er spurt hvernig þetta er hægt og þeim var líst hvernig plottið varð með Forseta Íslands er skrapp erlendis og handhafar Forsetavalds allir samflokka  þjófa þingmansins nýttu sér fjarveru Forseta og gáfu sínum mannu uppreins æru og skelltu honum síðan í framboða til þings

Tryggvi Bjarnason (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 14:49

4 identicon

Alveg spurning hvort það á ekki að setja í stjórnarskrá ákvæði um að hver einstaklingur gæti bara setið tvö kjörtímabil á þingi. Vald spillir, það er bara mannlegt eðli og einhverjar girðingar verðum við að hafa.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 21:51

5 identicon

Góð hugmynd þetta með skattframtöl og skuldastöðu.   Vill reyndar absólút bæta við hlutafjáreign og hagsmunatengslum, eigin og nánustu fjölskyldu.

Ég hef reyndar meiri áhyggjur af þeim sem eru í alltof góðum málum, þeir mega þá gjarnan gera grein fyrir hvernig þeir unnu sér inn fyrir ríkidæmi sínu.  

Mun meiri líkur á að spilltir aðilar séu að koma vel undan vetri.

Elfa (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 23:10

6 Smámynd: Sævar Helgason

Prófkjör í stjórnmálaflokkum á liðnum áratugum eru sennilega orðin þessari þjóð  rándýr. Þau eru greið og opin leið fyrir fjármálaöflin að kaupa sér aðgang að stjórnkerfi sem stjórnmálaflokkarnir ráða.  Kjörnir stjórnmálamenn sem kosnir eru til sveitastjórna eða alþingis um prófkjör, eru í raun ekki fulltúar kjósenda, almennings.  Þeir eru í raun fulltrúar borgunarmanna prófkjörs þeirra. Þetta kallar á spillingu.  Og nú hefur þessi spillingarleið prófkjara flokkanna í raun leitt þessa þjóð til þjóðargjaldþrots og niðurlægingar meðal þjóðanna. Dýpra verður ekki sokkið.  Mikið verk er famundan hjá stjórnmálaflokkunum í þá veru að siðvæðast og hreinsa út spillilgaröflin innan eigin raða...  Miklar kröfur verða gerðar til hreinna vottorða frambjóðenda flokkanna í næstu kosningum...það mum reynast mörgum núverandi framámanni eða konum þrautin þyngri...

Sævar Helgason, 30.11.2008 kl. 09:20

7 identicon

Athyglisverð hugmynd Þorsteins Úlfars um hámarks setutíma þingmanna, hvort sem það yrðu tvö kjörtímabil eða eitthvað annað. Svo má líka athuga, hvort eigi að setja í reglur, að hver sá, sem verði fimmtugur á kjörtímabilinu, sem verið er að kjósa til, sé ekki þar með óhæfur til þingsetu. Það er ótækt að gamlingjar séu að ráðskast með hag fólksins, sem er virkt sem barnauppalendur og skattgreiðendur. Svo er líka spurning, hvort það á ekki að vera beinlínis í stjórnarskrá, að helmingur þingmanna verði að vera konur?

Boris (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 10:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband