Föstudagur, 28. nóvember 2008
Sameining Mogga og Fréttablaðs í höndum ríkisbanka
Ríkisbankarnir hafa í hendi sér hvort Morgunblaðið og Fréttablaðið sameinast. Ef eitthvað er að marka stefnumótun Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra um að ríkisbankarnir hamli ekki samkeppni þá verður þessi sameining slegin af. Nái hún fram að ganga er samkeppni á dagblaða- og fréttamarkaði útilokuð. Ef ekki eru rekstrarlegar forsendur fyrir Morgunblaðinu eða Fréttablaðinu eiga þau að fá að leggja upp laupana.
Sá þróttur sem er í útgáfu á netinu, s.s. Eyjan, T24, Smugan og fleiri slíkar, á tækifæri að sanna sig og ná í auglýsingatekjur sem væru á lausu ef annað hvort dagblaðanna hætti útgáfu.
Ríkisvaldið má ekki leyfa samkeppnishamlandi sameiningu Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Sameining blaðanna væri móðgun við almenning.
Unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu Árvakurs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú segir: "Ríkisvaldið má ekki leyfa samkeppnishamlandi sameiningu Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Sameining blaðanna væri móðgun við almenning."
Mér finnst það afleit tilhugsun að Morgunblaðið hætti að koma út. Hef oft verið ósáttur við vinnubrögð ritstjórnarinnar en í það heila er Mogginn gott blað.
Lesendur blaðanna myndu ekki vilja sameiningu þeirra, en hvað er til ráða?
Fljótt á litið sýnist manni að tvær prentsmiðjur og tvöfalt dreifingarkerfi séu augljós dæmi um óhagkvæmni sem auðvelt sé úr að bæta.
RT (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 19:45
Hver er munurinn, gagnvart almenningi, ef annað fer á hausinn en hitt lifir eða þeim verður slegið saman í eitt blað?
Sigurður Ásbjörnsson, 28.11.2008 kl. 20:27
Ef Jón Ásgeir eignast hlut í Mbl. þá er nokkuð ljóst að hann hættir ekki fyrr en hann er búinn að bola öðrum eigendum út og tekur við ritstjórninni með leppi eins og fyrrum forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, og breytir því í Baugsmiðil sem breiðir út "fagnaðarboðskap" (lygar) hans eins og Fréttablaðið og DV gera í dag.
Annars breytist ekki, - býst ég við.
joð (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 22:33
Ef sameiningin verður leyfð, þ.e. ríkisbankarnir koma málum svo fyrir og Samkeppniseftirlitið samþykkir, þá getum við allt eins sameinað Bónus og Krónuna, Húsasmiðjuna og Byko í nafni hagræðingar.
Ef sameiningunni yrði hafnað er verið að segja að menn beri ábyrgð. Og íslenskir athafnamenn þurfa að kynnast ábyrgð.
Páll Vilhjálmsson, 29.11.2008 kl. 00:04
Ætli það sé ekki nokkuð klárt að þeir eiga eftir að reyna þær sameiningar líka.
joð (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 00:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.