Laugardagur, 22. nóvember 2008
Ingibjörg Sólrún tékkar út
Formaður Samfylkingarinnar nennir stjórnmálum ekki lengur. Hún vill að Evrópusambandið reddi íslenskri pólitík. Fyrir stjórnmálamann í stöðu Ingibjargar Sólrúnar, formaður ungs flokks með sumpart róttæka arfleifð, ættu að vera bullandi sóknartækifæri. Ef forysta Samfylkingarinnar hefði verið í einhverju sambandi við söguna og fólkið í landinu væri möguleiki fyrir þennan flokk að verða sameiningarflokkur almennings.
En nei, Samfylkingin vill Ísland inn í Evrópu. Fyrir utan þá staðreynd að aðild að Evrópusambandinu er fjögur til fimm ár í burtu, hvernig sem allt veltur, þá er aðild ekki pólitík til framtíðar heldur uppgjöf. Flokkur sem boðar aðild að Evrópusambandinu er búinn að gefast upp á lýðveldinu Íslandi. Samfylkingin tuðaði um aðild fyrir síðustu kosningar en dró í land í kosningabaráttunni. Flokkurinn hefur ekki pólitískt eða siðferðilegt umboð til að þvæla Íslandi í Evrópusambandið. Allir vita þetta og forysta flokksins veit þetta líka. Hún hefur bar ekkert upp á annað að bjóða. Samfylkingin er tóm, innihaldslaus
Saga Samfylkingarinnar er sorgarsaga. Flokkurinn er samdauna útrásarliðinu, sérstaklega Baugsútgáfu útrásarinnar. Ingibjörg Sólrún, Össur et. al. bera ábyrgð á eymd fylkingarinnar. Hvenær biðst fjölskyldan afsökunar á því að hafa þvælst fyrir eðlilegri þróun vinstristjórnmála á Íslandi?
Áfallastjórnuninni lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Erfitt að lesa pistilinn þinn. Of mörg stór mál í stuttu máli. Engin rök, bara áróður og slúður. Blaðamaður ætti að skrifa betur. Hugtakið ,,fjölskylda'' er notað rakalaust og meiðandi. Allir flokkar hafa verið ábyrgðarlitlir. Þjóðin hefur verið ábyrgðarlaus. Þú hefur dansað með, er það ekki!
Jóhannes Eiríksson, 22.11.2008 kl. 21:36
Jóhannes, það eru fjögur mál á dagskrá í pistlinum: Samfylkingin, ESB og útrásin - auk formannstvíeykisins, núverandi og fyrrverandi. Hvað skilur þú ekki?
Páll Vilhjálmsson, 23.11.2008 kl. 01:01
Það er ekki erfitt að skilja þig. Slagorð eru auðskiljanleg. 1. Samfylkingin á sér ekki ekki róttæka arfleifð! 2. Ríkisstjórnin verður að lynda saman meðan á uppgjöri stendur, uppgjör innan hennar verður að bíða. 3. Við höfum verið leppríki USA, en þeir töldu vináttu okkar sem betur fer lítil virði og fóru. 4. Ekki ber á öðru en flestum ríkjum líði bærilega innan ESB. 5. Ég var ekki að gagnrýna efni orða þinna, heldur innihaldsleysi!
Jóhannes Eiríksson, 23.11.2008 kl. 08:43
Jóhannes:
Páll gerir greinilega ráð fyrir því að þeir sem lesi pistilinn viti hvernig íslenzk stjórnmál hafa þróast á undanförnum árum og hafi auk þess lágmarksþekkingu á því hvernig Evrópusambandið virki. Þeir sem þetta á við um þurfa varla sérstök rök fyrir því sem fram kemur í pistlinum. Það sem þarf að rökstyðja er rökstutt. En almennar staðreyndir og heilbrigða skynsemi þarf allajafna ekki að rökstyðja sérstaklega. Eða það hefði ég haldið.
Hjörtur J. Guðmundsson, 23.11.2008 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.