Gylfi vill pólitíska aftöku - hvað með formann VR?

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ vill að fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra segi af sér. Síðast þegar fréttist átti ASÍ ekki aðild að ríkisstjórninni. VR á hins vegar aðild að ASí og þar situr formaður sem krafist hefur verið að segi af sér. Hvaða skoðun hefur forseti ASÍ á þeirri kröfu?
mbl.is Vegið ómaklega að ráðherrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Hér er einhver mikill misskilningur í gangi Páll! Að sjálfsögðu á ASÍ aðild að ríkisstjórn þessa lands ,líkt og hver og einn einasti borgari þessa lands!

Kristján H Theódórsson, 11.11.2008 kl. 21:46

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Kristján, ASÍ er ekki borgari heldur samtök verkalýðsfélaga.

Páll Vilhjálmsson, 11.11.2008 kl. 22:11

3 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Mér sýnist allt stefna í afsögn hjá formanni VR. Það þarf því tæpast að orðlengja um það.

Sigurður Ingi Jónsson, 11.11.2008 kl. 22:59

4 identicon

Sæll Páll. Vinsamlegast vertu ekki að afvegaleiða umræðuna. Forseti ASÍ vill eins og margir þegnar þessa lands að menn axli pólitíska ábyrgð í starfi. Það er ekki óeðlileg krafa í því þjóðfélagsástandi sem nú ríkir, og tíðkast í öllum siðmenntuðum löndum. Það er rugl að kalla það pólitíska aftöku.

Hrafnkell (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 23:55

5 Smámynd: Ingvar

Gylfi forseti ASÍ vill frekar að heimili þessa lands verði gjaldþrota en að lífeyrirsjóðirnir tapi fjármunum. Reyndar eru lífeyrirssjóðirnir búnir að tapa 100 milljörðum á rangri fjárfestingarstefnu, t.d með kaupum á hlutabréfum í Eimskip,FL group, Samson, Stoke Baugi, Miklagarði og fleiri félögum.

Ingvar

Ingvar, 12.11.2008 kl. 01:44

6 identicon

Stjórnin fer með formanni VR það er engin spurning félagar VR sætta sig ekki við annað

Guðrún (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 09:37

7 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Pólitísk aftaka er ekki réttur frasi fyrir sjónarmið um að menn axli ábyrgð.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 12.11.2008 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband