Miðvikudagur, 5. nóvember 2008
Viðskipti, réttlæti og traust
Viðskiptalegt sakavottorð er lykilhugtak umræðunnar um hvernig þjóðin vinnur sig úr þeim vandræðum sem kennd eru við útrásina og bankagjaldþrotið. Bankarnir, sem núna eru í eigu þjóðarinnar, eiga ekki að veita lánafyrirgreiðslu til þeirra sem hafa óhreint sakavottorð í viðskiptum.
Tvær ástæður eru fyrir kröfunni um vottorðið. Í fyrsta lagi verður að koma til móts við réttláta reiði almennings í garð þeirra auðmanna sem komu þjóðinni á vonarvöl.
Í öðru lagi þurfum við að sýna að við getum tekið á vandanum sem skapast hefur og að við höfum lært okkar lexíu. Það er forsenda þess að Íslendingar geti endurvakið traust alþjóðasamfélagsins.
Athugasemdir
Að sjálfsögðu eigum við ekki að lána þessum mönnum, Þeir hlæja að okkur og halda bara áfram sinni iðju. Veir ekki hvaða rugludallur þetta er sem hefur samþykkt þetta lán. Hlýtur að hafa verið á lyfjum
Guðrún (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 09:51
Já, alveg ótrúlegt ef satt reynist að einn ríkisbankanna hafi lánað í þennan gjörning. Algjörlega siðlaust en líklega löglegt.
Bjarni Th. Bjarnason.
Bjarni Th. Bjarnason (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 15:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.