Mánudagur, 3. nóvember 2008
Vissi Kaupþing um gjaldþrotið með löngum fyrirvara?
Kaupþing átti að vera traustasti bankinn sem aðeins féll vegna hryðjuverkalaga Browns og Darlings. Ef það er rétt að stjórn bankans hafi gefið upp skuldir starfsmanna einhverjum vikum fyrir hrunið þá gengur fyrri skýring ekki upp. Stjórn bankans hefur þá vitað með nokkurra vikna fyrirvara að Kaupþing var komið í strand.
Það verður æ augljósara hversu mikil mistök það voru að endurlífga alla þrjá bankana.
Voru skuldir stjórnenda Kaupþings afskrifaðar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heill og sæll; Páll !
Við skyldum ekki; láta okkur bregða, svo mjög. Öll forn gildi; drengskapar og annarra manngilda, hafa þorrið óðum, hinar seinni aldirnar.
Með beztu kveðjum, sem fyrr /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 23:01
Þetta var gert afturvirkt kvöldið áður en bankinn var tekinn yfir. Skjalafals og yfirklór
Gunnar (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 00:00
Ég held að menn hafi séð þetta með þónokkrum fyrirvara. Ég þekki einn frekar stóran fjárfesti og hann sagði mér fyrir einum 3 árum að honum litst ekkert á þetta sem menn væru að gera hér á landi. Án þess að fara frekar út í það.
Hörður (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 00:18
A runaway train that had to be stopped, Brown took the bullet. ????
zzzzzzzzzzzzzzzz
Eirikur , 4.11.2008 kl. 01:44
Sammála Herði.
Ég talaði við gamlan vin minn á Verslunarskóla "reunion" fyrir 1-2 árum, sem sagði mér að taka engin lán í erlendum gjaldmiðli, en ég hlustaði því miður ekki á hann og tók bílalán. Hann var búinn "að taka út hagnað af sölu hlutabréfa nokkrum sinnum", eins og mig minnir að hann hafi orðað það og var með þetta allt í þýskum ríkisskuldabréfum. Hann er fluttur út.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 4.11.2008 kl. 09:27
Afskriftirnar voru hafnar nokkrum vikum áður en KB banki fór í þrot.
Snemma á árinu fóru að hvissast út skilaboð frá einstaka starfsmönnum Glitnis að staðan þar væri málum blandin. Skilaboðin bárust til "prívatvina" þess eðlis að fara nú að losa út það fé sem væri bundið í "tryggum" verðbréfasjóðum því það væri ekki gott að hafa peninga þar lengur.
Í Landsbankanum voru starfsmenn farnir að verða órólegir er vel var liðið á síðasta ár. Þrátt fyrir óróan trúðu starfsmenn Landsbankans að lausafé bankans væri nægilegt til þriggja ára. Það var sá veruleiki sem þeim var kynntur af yfirmönnum og þeir báru svo á borð fyrir viðskiptavini um leið og þeir afhentu þeim húsnæðislán í erlendri mynt allt fram á þetta ár.
Það má leiða að því líkur að undanskot eða misnotkun mikilla fjármuna af hendi eigenda bankanna, óháð afskriftum, hafi byrjað miklu fyrr en menn gera sér grein fyrir.
Stofnun hlutafélaga utan um plottið er eitt skýrasta dæmið um að menn vissu að þetta ætti allt eftir að fara fjandans til. Með hlutafélögunum voru þessir menn að reyna að vernda sig fyrir því falli sem lá ljóst fyrir að yrði. Það þarf þannig að rannsaka þær forsendur sem eigendur bankanna gáfu sér í ofurlaun og kaupauka í oflofinu á sjálfum sér. Voru þau ofurlaun og bónusar kannski bara þjóftekið fé? Yfirvöldum ber að innheimta það fé til baka að fullu ef það gekk á eignir bankana og er hluti af því sem keyrði þá í þrot.
Nú það er athyglisvert að hinn almenni starfsmaður var farinn að fá óþægilegan grun um að ekki væri allt með felldu hátt í ári á undan bæði yfirmönnum og eigendum bankanna. Hvernig skyldi standa á því að eigendurnir voru svona seinir til að fatta á meðan starfsmaðurinn á gólfinu var búinn að fatta?
DanTh, 4.11.2008 kl. 14:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.