Mánudagur, 3. nóvember 2008
Viðskiptaráðherra í felum - bankauppgjör í skjóli nætur
Yfirmaður bankamála þarf að segja þjóðinni hverjir hafa heimild til að taka snúning á ríkisbönkunum, skilja eftir skuldir í gjaldþrota fyrirtækjum og hirða bestu bitana í ný félög. Viðskiptaráðherra þarf einnig að upplýsa hvort bankamenn fái sérmeðferð hjá nýju bönkunum með skuldir sem þeir stofnuðu til í gömlu bönkunum, m.a. vegna hlutabréfakaupa.
Viðskiptaráðherra þarf að átta sig á að í útlöndum er fylgst með því hvernig uppgjöri við auðmennina verður háttað. Ef þeir fá að leika lausum hala og stunda kennitöluflakk í skjóli ríkisbanka verður bið á því að lánstraust Íslendinga verði þannig að óhætt þyki að lána hingað peninga.
Viðskiptaráðherra þarf að gefa út yfirlýsingu um hvernig bankauppgjörið fer fram.
![]() |
Hefði átt að vera búið að stoppa ykkur fyrir löngu" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.